Fréttablaðið - 25.02.2012, Síða 96

Fréttablaðið - 25.02.2012, Síða 96
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR60 Þeim Íslendingum sem semja tónlist við bandarísk- ar kvikmyndir hefur fjölgað mikið að undanförnu. Nýj- asti meðlimurinn í hópnum er Barði Jóhannsson. Þeim íslensku tónlistarmönnum sem semja tónlist við bandarískar kvikmyndir virðist fjölga með degi hverjum. Núna síðast greindi Fréttablaðið frá því að Barði Jóhannsson hefði samið alla tónlistina í spennumyndinni Would You Rather, ásamt Daniel Hunt úr hljómsveitinni Ladytron. Einnig er stutt síðan greint var frá því að Jóhann Jóhannsson hefði samið tónlistina við myndina For Ellen með Paul Dano og Jon Heder í aðalhlutverkum. Þá eru ótaldir Jónsi í Sigur Rós, sem samdi tónlistina við Holly- wood-myndina We Bought A Zoo, Ólafur Arnalds sem samdi tónlist- ina við Another Happy Day með Demi Moore og Kate Bosworth í aðalhlutverkum, og Atli Örvarsson sem samdi tónlistina við Season of the Witch með Nicolas Cage í titil- rullunni. Hægt er að hafa mikið upp úr því að semja tónlist við dýrar myndir og til að mynda hefur Jónsi vafa- lítið fengið væna summu í vasann fyrir vinnu sína fyrir We Bought A Zoo, sem er týpísk Hollywood- mynd með stjörnum í aðalhlutverk- unum, eða þeim Matt Damon og Scarlett Johansson. Leikstjórinn Cameron Crowe var svo ánægður með frammistöðu Jónsa að hann fékk hann til að semja tónlistina við nýja gamanmynd sem hann er með í smíðum. Vafalítið hefur Atli Örvarsson einnig fengið vel borg- að fyrir tónlist sína við rándýra hasarmynd byggða á ævintýrinu um Hans og Grétu sem verður frumsýnd á næsta ári með Jeremy Renner og Gemmu Arterton í aðal- hlutverkunum. Jóhann Jóhannsson skrifaði nýverið undir samning við eina virtustu umboðsskrif- stofu kvikmyndatónskálda í Holly- wood; Gorfein/Schwartz. Aðspurður segir hann það rosalega mismun- andi hvernig menn fái borgað fyrir vinnu sem þessa. Það fari allt eftir eðli og stærð myndarinnar. „Fyrir mig er það ekkert alltaf pening- urinn sem skiptir aðalmáli heldur hvort verkefnið er áhugavert. Hins vegar er þetta yfirleitt frekar vel borgað. Þetta er mismunandi eftir markaðssvæðum en í Ameríku er miklu hærri kostnaðaráætlun en í Evrópu.“ Hvað sem peningamálum líður er ljóst að íslenskir tónlistarmenn eru farnir að fikra sig inn í Holly- wood og eiga eflaust eftir að gera sig enn frekar gildandi þar á kom- andi árum. freyr@frettabladid.is ÍSLENSK TÓNSKÁLD FÁ AUKIN TÆKIFÆRI Í HOLLYWOOD J. K. Rowling, höfundur Harry Potter bókanna hefur tilkynnt að hún sé að vinna að nýrri skáld- sögu. Þó er ekki um að ræða við- bót við Potter-bækurnar, en að sögn Rowling verður skáldsagan mjög ólík bókunum um galdra- strákinn. Ekki er enn kominn titill á bókina né útgáfudagur. Rowling er sögð fagna því að vel- gengni Potter-bókanna hafi veitt henni frelsi til að takast á við ný viðfangsefni, en bókin er ætluð fullorðnum. Bækurnar um Harry Potter eru sjö talsins og hafa selst í meira en 450 milljón eintökum um allan heim. Ný bók frá J. K. Rowling ENGIN NÝ POTTER-BÓK Í BILI Aðdá- endur J. K. Rowling bíða þrátt fyrir það eflaust spenntir eftir nýju skáldsögunni. folk@frettabladid.is KVIKMYNDATÓNSKÁLD Íslensku kvikmyndatónskáldin Barði Jóhannsson, Jóhann Jóhannsson, Atli Örvarsson, Jónsi og Ólafur Arnalds eru farin að fá aukin tækifæri í Hollwyood. Mynd af söngkonunni Whitney Houston í opinni kistu sem birt- ist á forsíðu götublaðsins The National Enquirer hefur vakið mikið hneyksli. Á myndinni liggur Houston í gylltri kistu í einkaathöfn sem fjölskylda hennar hélt daginn fyrir jarðarförina. Ákvörðun blaðsins um að birta myndina með fyrirsögninni Whitney: Síð- asta myndin!, hefur verið gagn- rýnd harðlega bæði af aðdá- endum söngkonunnar og öðrum fjölmiðlum. Whitney Houston lést 11. febrú- ar á hótelherbergi í Los Angeles. Ekki er vitað nákvæmlega hvað varð henni að aldurtila. Mynduð í kistunni FANGELSI FYRIR SÍMAÞJÓFNAÐ Chris Brown, fyrrverandi kærasti söng- konunnar Rihönnu, gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm, ef ásakanir um símaþjófnað reynast réttar. Fregnir herma að hann hafi stolið iPhone af aðdáanda sem reyndi að ná af honum mynd. Brown er enn á skilorði eftir líkamsárás gegn Rihönnu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.