Fréttablaðið - 10.03.2012, Side 2

Fréttablaðið - 10.03.2012, Side 2
10. mars 2012 LAUGARDAGUR2 SPURNING DAGSINS JARÐVÁ Norskir sveitarstjórnar- menn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætl- unum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vakn- að á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð. Í júní stendur til að Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögreglu- þjónn á Hvolsvelli, og Víðir Reyn- isson, deildarstjóri almannavarna- deildar Ríkislögreglustjóra, fari til Tromsø Kommune og aðstoði við gerð rýmingaráætlana þar. Þar snúa áhyggjur manna helst að byggð í grennd við Lyngen-fjörð- inn, austur af Tromsø. Í vikunni kynnti Norska jarðvís- indastofnunin (NGU) hins vegar skýrslu um Storhaugen-berg- ið í Manndalen í Norður Noregi sem talið er að geti hrunið hvað úr hverju. Sveitarstjórn Kåfjord fundaði um málið á miðvikudags- kvöld. Þá fjölluðu fjölmiðlar í Noregi nú í vikunni um hættuna á risa- vaxinni flóðbylgju í Storfjorden, skammt frá Álasundi, í vestur- hluta landsins. Þar er bergstál í stóru fjalli, Åkneset, talið geta hrunið niður í fjörðinn með litlum fyrirvara. Bergið er um 54 milljónir rúm- metra og gæti valdið 85 metra háa flóðbylgju, að því er fram kom í umfjöllun norska ríkisútvarpsins, NRK. Þar er reiknað með því að rýma þurfi svæði þar sem búa 5 til 7 þús- und manns. Vonir standa til þess að allt að þriggja daga fyrirvari verði áður en að hruni kemur, en það gæti hvort heldur sem er orðið á morgun eða eftir 20 ár. Mælingar hafa að jafnaði sýnt um 15 sentimetra skrið á berginu síðustu ár. Síðustu ár hefur skriðið hins vegar aukist og ekki stoppað að vetri líkt og verið hefur. Sveinn Kristján segir fyrirhug- aða ferð þeirra Víðis til komna vegna áhuga sveitarstjórnar- mannsins Sveins Ludvigsen í Tromsø. „Þeir komu hingað í haust frá Tromsø til að kynna sér rýmingar og hvernig að þessum málum er staðið hér,“ segir Sveinn. Þar er litið til þess hvernig til tókst vegna eldgosa í Eyjafjallajökli og svo Grímsvötnum, sem og til áætl- ana sem til eru vegna Kötlugoss. „Þeir vilja fræðast um hvern- ig við nálgumst fólkið og læra að fræða án þess að hræða,“ segir Sveinn. olikr@frettabladid.is Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands Íslenskir sérfræðingar á sviði almannavarna og rýmingaráætlana aðstoða Norðmenn vegna hættu sem þar er til staðar vegna berghruns í sjó. Þar gæti þurft að forða fleiri þúsund manns vegna hruns og hættu á flóðbylgjum. SÉÐ YFIR TROMSØ Langir mjóir firðir og há fjöll geta skapað hættu á nokkrum stöðum í Noregi, bæði vegna hruns og svo vegna flóðbylgja sem geta myndast. Flóð- bylgja í mjóum firði getur orðið margir tugir metra á hæð falli mörg þúsund tonn af bergi í sjóinn. MYND/TROMSØ KOMMUNE ÁLASUND Byggðarlög nærri Álasundi í V-Noregi eru í hættu vegna yfirvofandi berghruns. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ NEYTENDAMÁL Gosrisarnir Coca- Cola og Pepsi ætla að breyta upp- skriftunum að drykkjum sínum til þess að þurfa ekki að setja við- vörun á umbúðirnar. Fréttavefur BBC greinir frá því að rannsókn- ir á músum og rottum hafi leitt í ljós að efnið 4-metylimidazol, sem gefur drykkjunum lit, geti valdið krabbameini. Bandaríska mat- væla- og lyfjaeftirlitið segir að drekka þurfi innihald úr eitt þús- und dósum til þess að fá í sig sama skammt og tilraunadýrunum var gefinn. Í nýju uppskriftunum verð- ur minna af fyrrgreindu efni. - ibs Varasamt litarefni: Kók og Pepsi breyta upp- skriftunum FINNLAND Finnska lögreglan hefur handtekið tíu karlmenn, þar á meðal nokkra fjölskyldufeður, vegna gruns um kynferðisbrot og tilrauna til kynferðisbrots gegn stúlkubörnum. Talið er að mennirnir hafi frá árinu 2009 haft samskipti við hundruð stúlkna á aldrinum níu til 15 ára á samskiptasíðum, sam- kvæmt frásögn á vef Hufvud- stadsbladet. Karlarnir, sem villtu á sér heimildir, greiddu stúlkunum með smávegis af peningum, áfengi eða sígarettum. Hinir grunuðu, sem þekkjast ekki, eru á aldrinum 20 til 46 ára. Sumir þeirra hafa brotið gegn sömu stúlkunum. - ibs Fjölskyldufeður afhjúpaðir: Kynferðisbrot gegn stúlkum LÖGREGLUMÁL Guðgeir Guðmunds- son var í gær úrskurðaður í áfram- haldandi gæsluvarðhald til 4. apríl. Guðgeir stakk Skúla Eggert Sig- urz, framkvæmdastjóra Lagastoð- ar, og særði hann lífshættulega á mánudaginn. Annar starfsmaður lögmannsstofunnar særðist einnig í árásinni. Guðgeir var upphaflega úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags á grundvelli rannsókn- arhagsmuna, en lögregla fór fram á áframhaldandi varðhald á grund- velli almannahagsmuna. Honum er gert að sæta geðrannsókn. - sv Árásarmaður áfram í haldi: Gæsluvarðhald framlengt í gær Helgi, andaði köldu á milli ykkar? „Nei, það var svo funheitt á milli okkar að maður varð að vera veru- lega svalur til að kæla þetta niður.“ Bandaríski söngvarinn John Grant hefur samið og tekið upp nýtt lag með Helga Björnssyni. Grant segir það hafa verið virkilega svalt að vinna með Helga. FÓLK Arnaldur Birgir Konráðs- son, framkvæmdastjóri og annar eigenda Boot Camp, og Ágúst Guðmundsson, slökkviliðsmaður á höfuðborgarsvæðinu, luku í dag eyðimerkurhlaupi í Sahara-eyði- mörkinni fyrstir Íslendinga. Það má segja að þetta hafi ekki verið neitt skemmtiskokk hjá félögunum en hlaupið er 112 kílómetrar. Um 160 manns tóku þátt í hlaup- inu. Lagt var af stað frá Túnis á þriðjudaginn og tók hlaupið fjóra daga. Á fyrstu dögunum var hlaupið 23 kílómetra og í fyrradag var hlaupið heilt maraþon. Hlaup- inu lauk í dag með 23 kílómetra hlaupi. Íslenskir hlaupagarpar: Hlupu 112 kíló- metra í Sahara MEÐ FÁNANN Íslendingarnir báru íslenska fánann í eyðimörkinni. FJÁRMÁL Slitastjórn gamla Lands- banka hefur stefnt endurskoð- unarfyrirtækinu Pricewater- houseCoopers (PwC) fyrir að hafa fallist á ranga ársreikninga sem hafi blekkt markaði með því að gefa villandi mynd af stöðu Landsbankans fyrir hrun. RÚV sagði frá þessu í kvöldfréttum í gær, en bótakrafan á hendur PwC hleypur á hunduðum millj- óna króna. Í frétt RÚV kom jafnframt fram að endurskoðendur frá PwC, sem voru ytri endurskoð- endur Landsbankans á árunum fyrir hrun, eru taldir hafa vitað af bágri stöðu bankans í árslok 2007. Þá hafi endurskoðendur vitað af því að veð sem lágu að baki lánum til fyrirtækjanna Eimskips, Ice- landic Group, FL-Group og tengd- um félögum upp á tæpa 200 millj- arða króna, hafi verið ótrygg eða engin. Í frétt RÚV segir jafnframt að í stefnu slitastjórnar sé því haldið fram að PriceWaterhouseCoopers hafi engu að síður ákveðið í sam- ráði við stjórnendur bankans að birta röng uppgjör ársreikninga 2007 og árshlutareikninga 2008. Leiða megi líkur að því að ef réttir reikningar hefðu verið lagð- ir fram hefði Landsbankinn misst starfsleyfi sitt, Icesave-innlána- söfnun í Bretlandi hefði stöðvast og aldrei hafist í Hollandi. Þar af leiðandi hefði umfang banka- hrunsins orðið mun minna. - þj Slitastjórn Landsbanka Íslands stefnir endurskoðunarfyrirtækinu PwC: Sagðir hafa fegrað stöðu bankans ENDURSKOÐENDUM STEFNT Slitastjórn gamla Landsbanka hefur stefnt endurskoðun- arfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers fyrir að hafa vísvitandi fegrað stöðu bankans í aðdraganda hrunsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BESSASTAÐIR Forseti Íslands Ólaf- ur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú hafa þekkst boð Haraldar Noregskon- ungs og Sonju drottningar um að vera nú um helgina gestir kon- ungshjónanna á Holmenkollen skíðahátíðinni. Í tilkynningu segir að Holmen- kollen hátíðin sé einn helsti skíða- viðburður Noregs og fjölsóttur af almenningi enda fara þar fram Heimsleikar í norrænum grein- um, svo sem í göngu og stökki. Ólafur og Dorrit til Noregs: Heimsækja Holmenkollen Fjórir drepnir í loftárásum Fjórir létu lífið í loftárásum Ísraelshers á Gaza í gær. Meðal þeirra sem féllu var Zohair al-Qaisi, forsprakki andspyrnu- hóps Palestínumanna. Talsmaður hersins fullyrðir að hann hafi verið að undirbúa hryðjuverkaárás í Ísrael. ÍSRAEL VIÐSKIPTI Raunaukning á áætluðum endurheimtum vegna sölu Skila- stjórnar Landsbanka Íslands (LBI) á bresku verslanakeðjunni Iceland Foods nam um 85 milljörðum króna, að því er kemur fram í áætlun sem birt var á vef LBI í gær. Þá var til- kynnt um að endanlega hafi verið gengið frá sölunni á öllum hlut LBI í Iceland til félags í eigu Malcolm Walker forstjóra og fleiri stjórnenda fyrirtækisins. Heildarsöluverðmæti hlutarins í Iceland er tæpir 200 milljarðar króna og er greitt fyrir hlutinn í reiðufé að mestu, en bankinn lánar kaupendum um 50 milljarða vegna kaupanna. Endurheimtur í þrotabú Landsbanka Íslands eru nú áætlaðar nærri 1.440 milljörðum króna sem er um 121 milljarði króna hærri en sem nemur heildarforgangskröfum. Hluturinn í Iceland var lang- stærsta einstaka eign LBI en eftir standa meðal annars eignir í versl- unakeðjunum Hamley‘s, House of Fraser og Aurum auk 18,7% hlutar í nýja Landsbankanum. Greiðslur úr búi gamla Landsbankans hófust í desember á síðasta ári þegar slita- stjórn LBI greiddi út samtals 432 milljarða króna til kröfuhafa. - þj Salan á Iceland Foods til Malcolm Walker og félaga hans frágengin: Tugmilljarða auking á virði Iceland SELT Gengið hefur verið frá sölunni á hlut gamla Landsbankans í Iceland Foods. Áætlað er að endurheimtur í þrotabú Landsbankans muni verða um 1.440 milljarðar króna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.