Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.03.2012, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 10.03.2012, Qupperneq 11
10. mars 2012 LAUGARDAGUR11 Y T u a y N w f n l Wm C x U b Q g b e k r V p o B 9 E Y e N > q Q Borg fyrir fólk Betri hverfi 1 Vesturbær þriðjudagur 13. mars/kl. 17–18.30 Hagaskóli 2 Laugardalur miðvikudagur 14. mars/kl. 17–18.30 Laugardalslaug 3 Hlíðar fimmtudagur 15. mars/kl. 17–18.30 Háteigsskóli 4 Háaleiti mánudagur 19. mars/kl. 17–18.30 Réttarholtsskóli 5 Breiðholt miðvikudagur 21. mars/kl. 17–18.30 Gerðuberg 6 Grafarvogur fimmtudagur 22. mars/kl. 17–18.30 Hlaðan, Gufunesbæ 7 Kjalarnes mánudagur 26. mars/kl. 17–18.30 Fólkvangur, Grundarhverfi 8 Grafarholt-Úlfarsárdalur þriðjudagur 27. mars/kl. 17–18.30 Dalskóli 9 Árbær miðvikudaginn 28. mars/kl. 17–18.30 Fylkishöllin 10 Miðborg fimmtudagur 26. apríl/kl. 17–18.30 Ráðhús Reykjavíkur Opið hús um framtíðarskipulag í hverfinu þínu Aðalskipulag Reykjavíkur 2010–2030 adalskipulag.is reykjavik.is Dagskrá Markmið og leiðarljós nýs aðalskipulags Hugmyndir um þróun og uppbyggingu hverfisins Vinnuhópar: hugmyndir rýndar Barnasmiðja Fundaröð um nýtt aðalskipulag 1 10 3 2 4 5 6 9 8 7 Ég held að Geir [H. Haarde] hafi gert allt sem í hans valdi stóð […] til að taka á þessum vanda. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra bar Geir vel söguna úr vitnastúkunni. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi hætta vofði yfir. Össur Skarphéðinsson var að eigin sögn grunlaus um yfirvofandi hamfarir í íslensku efnahagslífi langt fram á árið 2008. Mér kom aldrei til huga að einhver banki myndi rúlla, svo ég upplýsi fávísi mína. Össur sagði alvarleika bankakrepp- unnar hafa komið sér í opna skjöldu. Þetta var svona eins og þegar prímadonnur ganga inn á sviðið, það gerist fyrirvaralaust. Össur lýsti ríkisstjórnarfundi þar sem Davíð Oddsson seðlabankastjóri kom óvænt sem gestur. Þá byrjar klukkan að tifa á þá. Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri alþjóðamarkaðssviðs Seðlabankans, um versnandi aðstæður íslensku bankanna eftir fall Washington Mutual í lok september 2008. Norðmenn eru, eins og allir vita, sennilegasta ríkasta þjóð í heimi. Sturla um ástæður þess að mögulegt hefði verið að selja eignir í Noregi frekar en annars staðar á árinu 2008. Það er nú spurning. Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari þegar Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, biður hana um að hafa spurningar afmarkaðri. Vitni leggur ekki fram gögn fyrir dómi. Markús við Tryggva Þór Herbertsson þegar hann tekur að veifa skýrslu sem hann hafði með sér í vitnastúku. Þeir voru að taka við þessum heitu kartöflum frá erlendum aðilum. Tryggvi Þór um það þegar íslensku bankarnir fluttu heim risavaxin lán upp á tugi milljarða sem höfðu verið gjald- felld hjá bandarískum bönkum. Við fundum ekki mikið. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, slit- astjórn Kaupþings, um gögn sem leitað var að um „Project Hans“ og „Project Einar“. Efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde taldi að með því að taka yfir Glitni myndi ríkið fella alla bankana Tryggvi Þór Herbertsson, sem var efnahagsráð- gjafi Geirs H. Haarde frá ágúst og fram í miðjan október 2008, var mjög á móti Glitnisleiðinni svokölluðu og ræddi tillögur um endurskipu- lagningu og sölu eigna við bankana í ágúst 2008. Þetta kom fram fyrir Landsdómi í gær. Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarsaksóknari spurði Tryggva um Glitnishelgina svokölluðu í lok september 2008, þegar ákveðið var að ríkið tæki 75% hlut í Glitni og legði honum til 800 milljónir evra. Aðspurður um hvernig honum hafi hugnast þessi leið sagði Tryggvi: „mér hugnaðist hún illa.“ Hann hafi bent á að ef þessi leið yrði farin myndu Stoðir, áður FL Group, fara á hausinn og í kjölfarið flestir bankar og stór eignarhaldsfélög á Íslandi. „Þetta var allt svo samofið,“ sagði Tryggvi. Honum fannst þeir sem stóðu að framkvæmd Glitnisleiðarinnar ekki vera að gera sér grein fyrir afleiðingum hennar. Vegna fyrra starfs síns sem forstjóra fjárfestingabankans Aska Capital hafði Tryggvi, að eigin sögn, betri vitneskju um hversu víðtækar krossveðsetningar voru í bankakerfinu. Tryggvi sagði að sér virtist sem menn hefðu ekki verið farnir að ræða um hvernig standa ætti að greiðslumiðlun ef bankarnir féllu fyrr en daginn fyrir neyðarlagasetningu. Seðlabankinn hafi verið búinn að undirbúa nokkuð vel speglun á innlendri greiðslumiðlun yfir til sín frá bönk- unum, enda gerði sérstaða reiknistofu bankanna það mjög gerlegt. Hins vegar virtist honum sem að það væri ekki búið að hugsa mikið um erlenda greiðslumiðlun bankanna á þessum tíma. Tryggvi hafi þá lagt til að bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan myndi sjá um hana fyrir Ísland til að byrja með. Sá sem fór fyrir ráð- gjafahópi bankans á Íslandi fór að sögn Tryggva með bónina í hæstu hæðir. „Mér skilst að það hafi endað með því að Jamie Dimon [forstjóri JP Morgan] hafi samþykkt að þeir myndu sjá um greiðslumiðlun,“ sagði Tryggvi. Aðgerðir til að minnka efnahagsreikning bankanna voru helsta verkefni Tryggva eftir að hann kom til starfa sem efnahagsráðgjafi Geirs, í byrjun ágúst 2008. Hann sagðist hafa hitt bankastjóra og eigendur bankana til að ræða aðgerðir í þá átt. Rætt var um útfærslur á því að sameina Glitni og Landsbankann og færa starfsemi þeirra erlendis í félag í eigu Kaupþings, og selja svo eignir eins og hægt væri. Tryggvi sagði að fyrirstaða hafi verið til staðar hjá helstu eigendum Glitnis, en að það hefði verið hægt að þvinga þá til að spila með ef Landsbankinn samþykkti. Kaupþing hafi verið tilbúið að taka yfir allar norrænu eignirnar. Helsti eigandi Landsbankans hafi verið „kaldur“ og viljað gera þessar breytingar seinna. TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON Orðrétt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.