Fréttablaðið - 10.03.2012, Page 22

Fréttablaðið - 10.03.2012, Page 22
22 10. mars 2012 LAUGARDAGUR Þótt grettistaki hafi verið lyft í baráttu fíknisjúklinga fyrir viðurkenningu á sjúkdómi sínum, gætir enn nokkurs misræmis í félagslegum réttindum fíknisjúk- linga og annarra sjúklingahópa. Þrátt fyrir að almennt sé viður- kennt að fíknisjúklingar skuli njóta veikindaréttar virðist sem réttur til veikindalauna sé undanþeginn almennum rétti til veikindalauna í kjarasamningum. Í kjarasamn- ingum opinberra starfsmanna við ríkið er sérstaklega tekið fram að launþegar njóti ekki skilyrðislauss réttar til veikindalauna í meðferð heldur sé það ákvörðun hvers for- stöðumanns ríkisstofnunar hverju sinni hvort veikindalaun eru greidd. Svipaða sögu er að segja af öðrum kjarasamningum, veikinda- laun vegna áfengismeðferðar eru undanþegin kjarasamningsbundn- um réttindum. Fíknisjúklingar eiga það því undir velvilja eða skilningi forstöðumanns hvort veikindalaun eru greidd vegna meðferðar. Sum fyrirtæki taka fram í starfs- mannastefnu sinni að starfsmenn njóti veikindalauna og margir atvinnurekendur greiða veikinda- laun í meðferð. Það lögfestir hins vegar ekki réttindin og er ekki merki um annað en vott af eðlileg- um viðhorfum til fíknisjúkdóma. Því miður nær gæska atvinnu- rekenda oft ekki lengra en svo að „leyfa“ starfsmanni að sækja eina meðferð á veikindalaunum með þeim afarkostum að þar með eigi sjúklingurinn að hafa náð varan- legum bata. Oftar en ekki þróast mál með þeim hætti að fíknisjúklingur leynir ástandi sínu af ótta við for- dóma, uns mál eru komin í óefni og sjúkdómurinn hefur alvarleg áhrif á hæfni starfsmanns. Þá eru viðbrögðin oft þau að setja starfs- manninum afarkosti eða segja honum upp. Til þess að leiðrétta þessa mis- munun þarf að ganga út frá réttum skilningi sjúkdómshugtaksins, sem er að fíknisjúkdómur er langvinn- ur, ólæknandi sjúkdómur. Fíkni- sjúklingar hafa ekki val um hvort þeir þróa með sér fíkn en með rétt- um viðhorfum og stuðningi er hægt að skapa þann valkost að sækja sér meðferð og ná bata og stöðva þann- ig framgang sjúkdómsins. Eftir því sem fyrr er gripið inn í sjúkdómsferlið, þeim mun betri eru batahorfur. Það er því ótækt að fela ástand sitt af ótta við fordóma eða skilningsleysi. Þessu þarf að breyta til dæmis með því að hætta að taka fíknisjúkdóma út fyrir sviga í kjarasamningsbundnum réttind- um til veikindalauna og viðurkenna sjúkdómshugtakið þannig í verki. Í sumum tilvikum vísa kjara- samningsákvæði í niðurstöðu dóm- stóla í vinnurétti þegar kemur að kjarasamningsbundnum réttind- um fíknisjúklinga. Þangað er þó lítið að sækja þegar kemur að rétt- arbót fyrir fíknisjúklinga. Í Hæsta- réttardómi frá 2007 eru til dæmis ekki gerðar athugasemdir við það að yfirmaður leggi mat á bata sjúk- lings, gang sjúkdóms og árangur af meðferð. Samningur sem yfirmað- ur gerir við starfsmann um að hann fái veikindalaun fyrir eina meðferð og skuli svo ná varanlegum bata þaðan í frá, er ekki sérstök réttar- bót heldur afarkostir sem fíknisjúk- lingur verður að sætta sig við. Fíknisjúkdómar eru þess eðlis að vera langvinnir og ólæknandi. Gangur sjúkdómsins einkennist af falli eða föllum, stundum skömmu eftir fyrstu meðferð og stundum eftir löng tímabil án neyslu vímu- efna. Sú tíðkun að „leyfa“ mönn- um að fara í eina meðferð og setja það skilyrði að ná varanlegum bata setur ómannlegar byrðar á herðar sjúklingi sem gengur með sjúkdóm sem einkennist af föllum. Aðrir sjúklingahópar mæta ekki sams konar viðhorfum. Enn eimir eftir af þeim viðhorf- um að fíknisjúkdómar séu lestir eða stafi af röngu vali sjúklingsins. Fíknisjúklingar velja sér ekki fíkn- ina heldur er það með þennan sjúk- dóm, eins og aðra, að hann leggst á fólk af mismunandi þunga. Fíkni- sjúkdómar eru ekki merki um veik- lyndi, leti eða lesti frekar en aðrir sjúkdómar. Nú er tímabært að jafna rétt fíknisjúklinga til meðferðar og eyða kerfisbundinni mismunun gagnvart þessum stóra hópi fólks. Fíknisjúkdómar eru ekki merki um veiklyndi, leti eða lesti frekar en aðrir sjúk- dómar. Nú er tímabært að jafna rétt fíknisjúk- linga til meðferðar... Samfélagstúlkun er túlkun fyrir einstaklinga sem ekki geta tjáð sig nægilega vel á íslensku í við- tölum þar sem mikið er í húfi, eins og í heilbrigðiskerfinu, í félags- þjónustunni, í foreldraviðtali eða við skilnað. Starf þessara túlka er mjög krefjandi, það er ekki nóg að geta talað tvö tungumál sæmilega til að vera túlkur. Samtölin geta verið einföld og skemmtileg, eins og í foreldravið- tölum í leikskólum, en líka af allt öðru tagi, túlkar sjá fólk deyja eftir bílslys og eru beðnir um að hringja í ættingja erlendis, túlk- ar þurfa að vera hlutlausir þegar þeir túlka fyrir kynferðisafbrota- mann jafnt sem fórnarlamb hans. Ábyrgð túlks er mikil, hlutir eins og röng sjúkdómsgreining, trúnað- arbrestur eða vanlíðan barns vega þungt. Einnig eru sum samfélög innflytjenda mjög lítil og allir þekkjast sem getur gert tilveru túlks mjög erfiða og hafa margir góðir túlkar gefist upp eða þurft að fórna sínu eigin félagslífi. Samt er þessu starfi sýnd mjög lítil virðing; launin eru lægri en á kassanum í Bónus og það er undir viðkomandi túlkaþjónustu komið hvort einhver fræðsla túlka fer fram. Rammasamningar Ríkis- kaupa eða sveitarfélaga gera engar formlegar kröfur til menntunar túlka. Nám við HÍ í samfélagstúlk- un liggur niðri vegna fjárskorts. Þó að yfirvöld borgi túlki minna en helming þess sem þau borga viðgerðarmanni sem kemur til að líta á kaffivélina finnst þeim þjón- ustan dýr og á tímum sem þess- um þarf að spara. Þess vegna taka flestir innan kerfisins því feg- ins hendi ef fólk kemur með sinn eigin túlk. Stundum eru það vinir og vandamenn en mjög oft er það fólk sem ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera yfir- leitt viðstatt erfið viðtöl, hvað þá að bera ábyrgð á þeim og það eru börn þeirra sem í hlut eiga. Börn eru yfirleitt fljótari að tileinka sér nýtt tungumál og eftir hrunið hefur þetta viðgengist æ meir. Til eru dæmi um að barn hefur verið tekið úr eigin kennslustund- um til að túlka fyrir starfsfólk í eldhúsi skólans, hjá félagsþjónust- unni hefur barn verið látið miðla samtali um að fjölskyldan ætti að missa húsnæði sitt og börn allt niður að 10 ára aldri hafa túlkað í læknisviðtölum þar sem meira að segja er til staðar lögbundinn rétt- ur á túlkun. Svo eru tvítyngd börn ekki allt- af góðir túlkar – barn pólskra foreldra sem elst upp hér á landi getur kannski haldið uppi almenn- um samræðum á pólsku en það hefur aldrei farið til læknis, hvað þá til sýslumanns í Póllandi. En aðallega getur þetta verið skelfi- lega þung byrði sem ekkert barn ætti að þurfa að bera. Í staðinn eiga börn rétt á vernd sem for- eldrar og stjórnvöld eiga að veita. Í nýju lagafrumvarpi um málefni innflytjenda er einungis tekið fram að æskilegt sé að móta heild- arstefnu um túlkaþjónustu. Hluti af þessari stefnu ætti að fela í sér að brjóta ekki lengur á mannrétt- indum barna af erlendum uppruna með þessum hætti. „Mamma, ég held að þú sért með krabbamein“ Í grein fyrir skemmstu í Frétta-blaðinu eftir Teit Guðmundsson lækni undir fyrirsögninni „Mis- skilin motta!?“ og í viðtali við hann á Bylgjunni komu fram sjón- armið sem þarft er að leiðrétta. Þar gætir nokkurs misskilnings. Það er ekki rétt að Krabba- meinsfélagið einblíni á blöðru- há lsk ir t i lskrabbamei n og eistnakrabbamein í átaks- og fjáröflunarátaki sínu Mottumars, karlmenn og krabbamein. Þvert á móti hefur frá upphafi verið lögð áhersla á almenn heilsuboðorð til karla og að menn þekki fyrstu einkenni margvíslegra krabba- meina. Áhersla var lögð á blöðru- hálskirtilkrabbamein í fyrra og í hitteðfyrra, en það er algengasta krabbamein karla. Að mati okkar var mikilvægt að opna umræðuna um það krabbamein til að auð- velda körlum að bregðast við fyrstu einkennum. Þetta hefur tekist mjög vel. Nú í ár er aukin áhersla á önnur krabbamein jafn- hliða. Það er heldur ekki rétt að ganga út því frá að Krabbameinsfélagið hvetji alla karlmenn til þess að fara í mælingu á PSA í blóði. Hið rétta er að eitt aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins, Framför, sendi fimmtugum körlum bréf og hvatti til slíkra mælinga. Sjón- armið þeirra og rök hafa komið fram í fjölmiðlum. Í yfirlýsingu landlæknis af því tilefni er vísað í fræðsluefni Krabbameinsfélags- ins, sem mælir með einstaklings- bundinni nálgun í þessu efni. Þetta fræðsluefni er að finna m.a. á heimasíðu félagsins (www. krabb.is) og panta má fræðslu- bæklinga beint frá okkur. Teitur hvetur til aðgerða til að sporna við ristilkrabbameini, og þar er Krabbameinsfélagið honum sammála. Þess vegna hafa Krabbameinsfélag Íslands og ýmis aðildarfélög þess á und- anförnum árum staðið fyrir ráð- stefnum um ristilkrabbamein (ein slík er nú í mars), gefið út fræðsluefni og hvatt til skimun- ar. Í fræðslumyndinni „Þetta er svo lúmskt“ (útg. 2011) er fjallað um ýmsa þætti er varða krabba- mein í ristli og endaþarmi. Þar eru viðtöl við einstaklinga sem hafa greinst með þennan sjúk- dóm og við fagfólk sem vinnur að greiningu og meðferð hans. Einn- ig er lögð áhersla á að kynna hvað hver einstaklingur getur gert til að draga úr hættunni á að fá sjúk- dóminn og hvað hægt er að gera til að greina hann á forstigi, þegar mestur möguleiki er á lækningu. Flestum er ljóst að nú er sann- arlega kominn tími til að stíga stærri og fleiri skref til að fækka ristilkrabbameinum hér á landi, og beita til þess öllum tiltækum ráðum. Þar liggja mikil sóknar- færi, því krabbamein í ristli má greina á forstigi og frumstigi, og því fyrr sem það greinist, þeim mun betri er árangur meðferðar. Krabbameinsfélag Íslands mun áfram láta mikið til sín taka og með hjálp og stuðningi almenn- ings í landinu munum við setja markið hátt og ná árangri í bar- áttunni við margs konar krabba- mein. Mottumars og krabbamein Félagsleg réttindi og fíknisjúklingar Heilbrigðismál Björn M. Sigurjónsson stjórnarmaður í framkvæmdastjórn SÁÁ Samfélagstúlkun Sabine Leskopf stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna Heilbrigðismál Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 51 0 89 frá kr. 29.900* 13 og 20. mars * Flug á mann aðra leið með sköttum kr. 29.900 Flug á mann fram og til baka með sköttum kr. 59.800 Kanarí Tenerife Heimsferðir bjóða flug á frábæru verði til Kanarí eða Tenerife 13. og 20. mars. Heimflug eingöngu frá Kanarí 20., 28. eða 29. mars. Fjölbreytt gisting í boði. Kr. 3.600 í tvíbýli á dag í íbúð á Tisalaya Park. Kr. 8.400 í tvíbýli á dag með allt innifalið á Beverly Park.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.