Fréttablaðið - 10.03.2012, Side 30

Fréttablaðið - 10.03.2012, Side 30
10. mars 2012 LAUGARDAGUR30 AÐALMAÐURINN „Nú blasir við hlutfallsvandi gagnvart klukkunni,“ sagði dómsformaðurinn Markús Sigurbjörnsson hæðinn, þegar hann lét það í ljós í eitt af fjölmörgum skiptum að tíminn væri ekki endalaus. Þá hló salurinn. Það þurfti ekki meira til. Yfirvaraskeggið gefur Markúsi fógetalegt yfirbragð. Hann kveður sér stundum hljóðs í vitnaleiðslunum og spyr meitlaðra spurninga, rétt stundarhátt, svo salurinn allur hlustar á í andakt. Enginn er bein- skeyttari í spurningum en hann. Á FÖRUM? Geir H. Haarde fylgist íbygginn með vitninu Ingimundi Friðrikssyni úttala sig um aðdraganda bankahrunsins. Verjandinn Andri Árnason nagar gleraugnaspöngina – ekki í fyrsta skipti og ekki hið síðasta – og Ingimundur styður höndinni á stólarminn eins og hann geti ekki beðið eftir því að standa upp og fara. Þannig sat hann drjúgan hluta skýrslutökunnar. Fyrstu myndir úr Landsdómi Eftir að dómþing er sett í Landsdómi er bannað að taka myndir. Fréttablaðið sendi þess vegna teiknarann Halldór Baldursson á vettvang til að fanga andrúmsloftið. Hér gefur að líta afrakstur heimsóknarinnar með skýringartexta Stígs Helgasonar. F yrsta vika réttarhaldanna fyrir Landsdómi hefur runnið sitt skeið. Ólíkt því sem sumir höfðu vonað er þetta engin skemmtidagskrá – í sem stystu máli má segja að þarna hópist miðaldra fólk og ræði efnahagsmál klukku- stundum saman. Þetta á heldur ekki að vera skemmtilegt. Það er jú verið að sækja mann til saka. Engu að síður er jafnan þéttsetið í salnum. Fjöl- miðlar senda heilu teymin svo að ekkert fari nú for- görðum þegar menn tapa óhjákvæmilega athyglinni í örskotsstund. Næst Geir situr hans nánasta fjölskylda og missir ekki af neinu. Víðar um salinn má sjá fólk sem augljóslega er komið til að styðja sakborninginn; fyrrverandi aðstoðarmenn hans hlusta, taka glósur og prjóna, gamlir framkvæmdastjórar Sjálfstæðis- flokksins koma og fara og annar þeirra hristir hausinn þegar talið berst að Landsbankanum. Hann sat einmitt í bankaráðinu. Fyrrverandi aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er meðal þaulsætnustu gesta og spjallar við Geir í flestum kaffipásum. En þarna eru líka fleiri – laganemar í hrönnum, listamenn og hin og þessi þekkt andlit úr stéttum fræðimanna, útvarpsmanna og vörubílstjóra sem hafa ekki legið á skoðunum sínum frá hruni. Og þótt réttarhöldin séu ekki færð þjóðinni heim í stofu milliliðalaust blasir við að þeir sem setjast í vitnastólinn í miðjum salnum eru fullmeðvitaðir um að á þeim hvíla ótal augu og eyru og að orð þeirra – ef þeim tekst sérstaklega vel upp (nú, eða illa) – kunna að verða lengi á allra vörum. Að því leyti er þinghaldið býsna ólíkt því sem tíðkast í þröngum sölum héraðs- dóms þar sem iðulega er verið að takast á um afmark- aðri mál en hrun heils efnahagskerfis. Í stað þess að ógæfuleg vitni tuldri hortugheit í barminn og fyrtist við spurningum setja bísperrt fínimennin í vitnastúku Landsdóms gjarnan á langar og hástemmdar einræð- ur, sem snúast fyrst og fremst um að þau hafi haft rétt fyrir sér en aðrir sjaldnast. Það er nefnilega ýmislegt sem þarf að koma á framfæri við fólkið í landinu. Og var það ekki einmitt það sem við vildum? Kannski – en hinn ofuryfirvegaði dómsforseti Markús Sigurbjörnsson er samt óþreytandi við að benda fólki á að tíminn sé að hlaupa frá þeim, spurningarnar þurfi að vera hnitmiðaðri og svörin ekki síður. Ef maður vissi ekki hvílíku þolgæði þessi virti spekingur býr yfir mætti halda að honum væri farið að leiðast þófið – að hann sé að verða of seinn eitthvert. Það er hins vegar vika eftir og margir eiga eftir að láta ljós sitt skína. FRAMHALD Á SÍÐU 32
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.