Fréttablaðið - 10.03.2012, Page 36

Fréttablaðið - 10.03.2012, Page 36
10. mars 2012 LAUGARDAGUR36 M eðan repúblik- anar hafa borist á banaspjótum í forvali flokks- ins fyrir for- setakosningar í haust, hefur Barack Obama Banda- ríkjaforseti verið í nokkurs konar aukahlutverki. Athygli almenn- ings og fjölmiðla hefur beinst að Mitt Romney, Newt Gingrich, Rick Santorum og Ron Paul, auk hinna mörgu sem hafa gengið úr skaftinu frá því að baráttan fyrir útnefn- ingunni hófst fyrir alvöru síðasta haust. Síðustu vikur hefur Obama þó lagt sífellt meiri áherslu á bar- áttuna fyrir endurkjöri eftir þrjú stormasöm og erfið ár. Verkefnið sem bíður Obama er erfitt, en margt þykir þó benda til þess að hann muni á endanum tryggja sér fjögur ár til viðbótar í húsbóndastóli Hvíta hússins með sigri í kosningunum í nóvember. Von eða vonbrigði Sá Barack Obama sem nú legg- ur sín verk fyrir dóm kjósenda er ekki sami frambjóðandinn og hreif milljónir manna með sér á vængjum vona og umbóta í aðdraganda hinna sögulegu kosninga árið 2008. Víst er að Obama hefur valdið stórum hluta stuðningsmanna sinna vissum vonbrigðum þar sem hann hefur meðal annars verið gagnrýnd- ur fyrir að hafa ekki lokað fangels- inu í Guantanamo og verið of hallur undir risafyrirtækin á Wall Street í aðgerðum sínum. Í stað fyrirheita munu verk hans og mat banda- rísks almennings á stöðu mála ráða hvernig fer. Lengi vel blés ekki byrlega fyrir forsetanum þar sem umbætur hans á heilbrigðiskerfi landsins ærðu repúblikana og fólk lengst til hægri, auk þess sem efnahagsbatinn var hægur og fátt sem benti til þess að staðan færi að skána mikið. Það hefur hins vegar breyst að undanförnu en efnahagsmál verða í forgrunni þegar kemur að kosning- unum í nóvember. Lykilmálin Þrátt fyrir að hátt sé galað um eldfim mál eins og fóstureyðing- ar, hjónabönd samkynhneigðra og þess háttar sýna niðurstöður skoð- anakannana bersýnilega að Banda- ríkjamenn munu horfa til efnahags- mála þegar komið er í kjörklefann. Fyrir utan áhyggjur af atvinnu- leysi (sem mælist rúm átta prósent), húsnæðismarkaði og skuldum heim- ilanna er fjárlagahallinn og skulda- söfnun ríkissjóðs fólki einnig ofar- lega í huga. Heildarskuldir ríkissjóðs eru nú rúmlega 15.000 milljarðar dala og munu aukast enn þar sem fyrir- sjáanlegt er að halli verði í ríkis- rekstri næstu árin. Lausn þess vanda er svo annað deilumálið því að á meðan vinstri menn vilja hækka skatta, taka repú- blikanar algerlega fyrir slíkt og vilja fremur skera niður í útgjöldum hins opinbera. Obama lagði til að farið yrði bil beggja, en þingmenn hafa ekki fundið sátt í þeim efnum. Þá stendur Obama frammi fyrir erfiðum málum á utanríkissviðinu, meðal annars tengdum stríðunum í Írak og Afganistan, kjarnorku- vopnaeign Írans auk hinnar hefð- bundnu pattstöðu í málefnum Ísra- els, að ógleymdum samskiptum við Kína sem eru vandkvæðum bundin á flestan máta, meðal annars þar sem Kína er stærsti einstaki hand- hafi bandarískra ríkisskuldabréfa. Drápið á Osama Bin Laden mun hins vegar telja drjúgt með Obama í þessum málaflokki. Fábreyttir valkostir Það sem vinnur einna helst með Obama þessa stundina eru einmitt andstæðingar hans. Þó að ekki sé almenn ánægja með störf hans sem forseta höfða valkostirnir sem Repúblikanaflokkurinn býður upp á svo sannarlega ekki til kjósenda. Hin langa barátta repúblikana um útnefningu flokksins hefur snúist upp í keppni um að höfða til hægri jaðarsins, mestu íhalds- mannanna. Til dæmis saka þeir Gingrich og Santorum Mitt Rom- ney um að vera hentistefnuíhalds- maður sem hafi fyrr á ferlinum verið annarrar skoðunar en nú um hin sígildu baráttumál sem minnst var á hér að ofan. Þessi stöðutaka utarlega á hægri kantinum, eins mikilvæg og hún er í forvalsferlinu, er hins vegar vart til þess fallin að tryggja fylgi óákveð- inna og óháðra sem nauðsynlegt er til að sigra í forsetakosningum. Romney er sigurstranglegastur repúblikana sem stendur og kemur best út í skoðanakönnunum gegn Obama. Hann á þó enn töluvert í land með að ná forsetanum og fylgi þess síðarnefnda hefur verið að aukast jafnt og þétt að undanförnu. Obama loks fram í kastljósið Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins hafa átt sviðið að miklu leyti síðustu mánuði, en Barack Obama forseti hefur nú hafið endurkjörsherferð sína. Þorgils Jónsson kynnti sér komandi kosningabaráttu sem mun verða hörð og strembin. Obama þarf nú að standa með verkum sínum á kjörtímabilinu, en sagan er jafnan hliðholl sitjandi forseta þegar kemur fram á kjördag. BANDARÍSKA STJÓRNARSKRÁIN kveður á um að forseti sitji ekki lengur en tvö kjörtímabil. Það var tryggt með stjórnarskrárbreytingu árið 1951, í forsetatíð Harry S. Truman, en forveri hans í embætti, Franklin D. Roosevelt var kjörinn fjórum sinnum. Síðan þá hafa þrír sitjandi forsetar verið felldir í kosningum: GERALD FORD tapaði fyrir demókratanum Jimmy Carter í kosningunum árið 1976. Ford var í afar erfiðri stöðu eftir að hafa tekið við af Richard Nixon sem hrökklaðist úr embætti tveimur árum áður. Raunar er Ford eini maðurinn sem hefur gegnt embættinu án þess að vera kjörinn forseti eða varaforseti því að hann var áður skipaður varaforseti eftir að Spiro Agnew hætti vegna spillingarmála. JIMMY CARTER tapaði fyrir Ronald Reagan árið 1980, en vandræði Carters voru að miklu leyti tengd utanaðkomandi vandamálum, til dæmis olíukrísunni og byltingunni í Íran þar sem tugir Bandaríkjamanna voru teknir í gíslingu. Þá var það ekki til að bæta stöðu Carters að efnahagslífið var staðnað auk þess sem leiðtogahæfileikar hans voru takmarkaðir og átti hann því í erfiðleikum með að hvetja flokksmenn og almenning til fylgis við málstað sinn. GEORGE H. W. BUSH var gríðarlega vinsæll forseti lengst af ferils síns, sérstaklega í kringum Flóabar- dagann 1990 til 1991, en vandamál heima fyrir, sérstaklega í efnahagsmálum voru mikill dragbítur á Bush. Atvinnuleysi, stöðnun og gjaldþrot fyrirtækja voru þjóðinni þungbær og skattahækkanir, þvert á fyrri kosningaloforð kostuðu hann fylgi meðal flokks- bræðra sinna. Allt þetta varð til þess að sá í akur Ross Perots sem tók mikið af fylgi Bush í kosningunum árið 1992 og varð það til að tryggja Bill Clinton sigur. ■ EKKI Á VÍSAN AÐ RÓA FYRIR SITJANDI FORSETA Demókratinn Grover Cleveland er eini forsetinn sem hefur verið kjörinn aftur eftir að hafa tapað kosningum. Cleveland var fyrst kosinn for- seti árið 1884 og sat sín fjögur ár. Hann tapaði fyrir repúblikananum Benjamin Harrison í næstu kosningum, árið 1888, þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, þar sem Harrison fékk fleiri kjörmenn, líkt og gerðist þegar George W. Bush náði kjöri árið 2000. Fjórum árum síðar sneri Cleveland aftur og sigraði í kosningunum og er þar með bæði 22. og 24. forseti Bandaríkjanna. Hann féll hins vegar í ónáð meðal eigin flokks- manna sem tilnefndu William Jennings Bryan árið 1896. Einstök endurkoma Grovers Cleveland Þegar allt kemur til alls verður það þó eflaust þróun mála í efnahagsmálum og atvinnulífi sem mun ráða úrslitum. OBAMA Forsetinn stendur frammi fyrir erfiðum málum á utanríkissviðinu, meðal annars þeim sem tengjast stríð- unum í Írak og Afganistan, kjarnorku- vopnaeign Írans og málefnum Ísraels. Þá hefur Romney átt í ímynd- arvandræðum að undanförnu, sökum gríðarlegra auðæfa sinna, en lífsstíll hans og ýmis klaufaleg ummæli um fátækt fólk, uppsagnir og ágæti stórfyrirtækja eru talin þess valdandi að almenningur nær ekki að tengja sig við hann. Þá varð mikið fjaðrafok þegar í ljós kom fyrir stuttu að hann greiðir aðeins um fimmtán prósenta skatt af tekjum sínum á meðan meðal- launamaðurinn greiðir um þrjátíu prósent. Línurnar eru farnar að skýrast þar sem Romney hefur talsvert for- skot, en flokkurinn útnefnir fram- bjóðanda sinn opinberlega í lok ágúst. Fjármálin stóra málið Það sem skiptir einna mestu máli í langri og harðri kosningabaráttu um gervöll Bandaríkin er fjármagn og þar hefur Obama mikla yfir- burði. Talið er að hann muni hafa úr milljarði dala að spila þegar bar- áttan kemst á fullt, meira en nokk- ur frambjóðandi fyrr og síðar. Ekki einu sinni Romney kemst nálægt honum í þeim málum. Í undanförnum kosningum hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á harðar árásir á andstæðinga í sjónvarpsauglýsingum, sem eru afar dýrar, og ef marka má baráttu milli repúblikana verður það sama upp á teningnum í haust. Veltur á endurreisninni Þegar allt kemur til alls verður það þó eflaust þróun mála í efnahags- málum og atvinnulífi sem mun ráða úrslitum. Ef Obama getur sannfært kjósendur um að hann geti stýrt landinu aftur á braut hagvaxtar og til forystu í heimsmálum ætti hann að eiga sigur vísan. Staðan sem stendur er bæri- leg þar sem atvinnulausum hefur fækkað stöðugt síðustu mánuði og spár gera ráð fyrir að hagvöxtur í ár verði um 2,5%. Batinn er hins vegar enn tiltölulega lítill í ljósi áfalla síð- ustu missera og atvinnuleysistöl- urnar eru mun hærri en ásættan- legt þykir. Stjórnmálasaga Bandaríkjanna er afar hliðholl þeim sem sækist eftir endurkjöri. Í þeim undantekn- ingartilfellum sem sitjandi forseti hefur tapað kosningum hefur það þó jafnan verið vegna efnahagsvanda- mála og vantrúar kjósenda á að við- komandi hafi sannfærandi lausnir fram að færa. Obama er því í lykilstöðu, en verður að sannfæra landa sína um að hans leið sé sú rétta. NORDICPHOTOS/AFP Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? GÆÐA MÁLNING Deka Meistaralakk 70 Akrýllakk. hvítt. 1 líter 1.595 DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar 5.490 Mako pensill 50mm 195 Deka Gólfmálning grá 3 lítrar 3.795 Bakki, grind og 2 stk 12cm málningarrúllur 395 Hágæða sænsk málning 10% gljástig, verð 10L 5.290 allir ljósir litir Aqua 25 innimálning á böð 4 lítrar 3.995 Deka Spartl LH. 3lítrar 1.595 Kletthálsi Reykjav. Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.