Fréttablaðið - 10.03.2012, Page 40

Fréttablaðið - 10.03.2012, Page 40
FÓLK|HELGIN framhald hans. Um morguninn er hefðbund- inn flokksstjórnar fundur en í hádeginu verð- ur fundurinn opnaður öllum sem áhuga hafa á málefninu. Farið verður yfir aðgerðaáætlunina og hvort herða þurfi á einhverjum málum eða jafnvel bæta við. Hópur ungs fólks vann áætl- unina sem endaði með fremur jarðbundnu plaggi þar sem horft er til grunnþátta eins og menntunar, atvinnutækifæra og húsnæðis- mála,“ segir Dagur. „Það þyrfti til dæmis að koma upp öruggu íbúðaleigukerfi fyrir ungt fólk sem ekki er fyrir hendi núna. Við viljum horfa á lausnir ekki leiðir,“ segir Dagur sem fer yfir stöðu aðgerða- áætlunar Samfylkingarinnar á fundinum. PITSA OG KÓSÍ-KVÖLD „Þar sem ég er upptekinn í allan dag verður fjöl- skyldudagur á morgun. Ég er ekki einráður en við finnum okkur örugglega eitthvað skemmti- legt að gera. Veðrið er svo skrítið, annaðhvort er vetur eða vor, en það fer svolítið eftir því hvað gert verður,“ segir Dagur. „Við reynum allt- af að gera eitthvað með börnunum þótt það sé heilmikið fyrirtæki. Þau hafa gaman af því að fara í sund, í heimsókn til afa og ömmu eða skoða hestana sem foreldrar mínir eru með í Víðidal.“ Dagur býr í miðbænum svo það er stutt að labba niður að tjörn en öll börn hafa gaman af því að gefa öndunum. „Yfir háveturinn skiptir máli fyrir bra bra að fá smávegis brauð,“ gantast hann en bannað hefur verið að fóðra máva við tjörnina. „Ungviðið á heimilinu biður líka oft um kósí-kvöld um helgar. Þá er bökuð pitsa og horft á sjónvarpið,“ segir Dagur sem viðurkennir að vera mikill fjölskyldumaður. Þegar hann er spurður um hæfni sína í eld- húsinu, svarar hann: „Ég myndi aldrei segja að ég væri meistarakokkur en við hjónin höfum bæði ánægju af því að elda. Við leggjum áherslu á hollan og góðan mat,“ segir Dagur að lokum, enda kominn tími til að sinna börnunum. ■ elín ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU GAMAN HEIMA Þótt dagarnir séu annasamir hjá Degi þá finnst honum lúxus að fá tækifæri til að hugsa um börnin. MYND/STEFÁN SAMVERU- STUNDIR „Við reynum allt- af að gera eitt- hvað með börn- unum þótt það sé heilmikið fyrirtæki. Þau hafa gaman af því að fara í sund, í heimsókn til afa og ömmu eða skoða hestana sem for- eldrar mínir eru með í Víðidal.“ Einfaldir og fremur fljótlegir rétt- ir eru mikilvægir fyrir upptek- ið fjölskyldufólk. Hér er uppskrift að kjúklingi í ofni sem er fljótleg- ur en líka afar ljúffengur. Kjúklingalundir eða niðurskorn- ar bringur Rautt pestó að eigin vali Tómatar Fetaostur Kjúklingurinn er steiktur stutt á pönnu og raðað í eldfast mót, pestóinu hellt yfir. Tómaturinn er skorinn í sneiðar og raðað yfir og að lokum er fetaosti að eigin vali dreift yfir. Bakað í ofni við 180 gráður í um 40 mínútur. KJÚKLINGALUNDIR MEÐ PESTÓI LJÚFFENGUR RÉTTUR SEM PASSAR BÆÐI HVUNN- DAGS EÐA SPARI Í þættinum heimsækir Lísa fimm hönnunar-teymi, Kría hjól, fatahönnunarfyrir tækið Farmers Market, grafísku hönnuðina Hildi- gunni Gunnarsdóttur og Snæfríði Þorsteins, Netagerðina við Mýrargötu og fatahönnuð- inn Bóas Kristjánsson. Hönnuðirnir segja frá vinnu sinni og spjalla um stöðu íslenskra hönnuða í dag og hvar þeir eru að koma sér fyrir. Þá segja þeir frá því sem þeir munu frumsýna á HönnunarMarsinum sem fram fer dagana 22.-25. mars næstkomandi. Í næsta þætti heimsækir Lísa Hönnun- arsafn Íslands, forvitnast um tilurð þess og kíkir í geymslur safnsins. Í þættinum ræðir hún við Arndísi S. Árnadóttur, doktor í hönn- unarsögu, um húsgagnahönnun á Íslandi. Flakk er endurtekið á miðvikudagskvöld- um klukkan 23.05. ■ rat FLAKKAÐ UM HÖNNUNARHEIMINN Íslensk hönnun verður efni þáttarins Flakk með Lísu Pálsdóttur í dag á Rás 1. Þátturinn hefst klukkan 13. HÖNNUN Á ÍSLANDI Í þættinum heimsækir Lísa meðal annars Neta- gerðina við Mýrargötu. Teppi eftir hönnunar- teymið Volki. Heilsusetur Þórgunnu 552 1850 / 896 9653 · www.heilsusetur.is Viðurkenndur sérmenntaður kennari með 20 ára reynslu NÁMSKEIÐ Í ANDLITSNUDDI & INDVERSKU HÖFUÐNUDDI 27 nóvember frá kl. 11.00 til 15.00 Upplýsingar í síma 896-9653 og á www.heilsusetur.is. Nám í svæða - og viðbragsmeðferð í svæðanuddskóla Þórgunnu Byrja 15. mars næstkomandi viðurkent nám af SMFI og BIG Heilsusetur Þórgunnu 552 1850 / 896 9653 · www.heilsusetur.is Upplýsingar í síma 896-9653 og á www.heilsusetur.is. miðvikudaginn 14. mars kl. 17.00 – 19.00OPIÐ HÚS Í MK Áfangastjórar, námsráðgjafar og kennarar verða á staðnum, veita upplýsingar um nám og kennslu og sýna skólann. Nemendur kynna félagslífið. Félagsfræða Málabraut tungumál, ferðagreinar Náttúrufræðibraut eðlis- og efnafræði, líffræði og tölvur Viðskipta og hagfræðibraut Framhaldsskólabraut Bakstur – Bakari Framreiðsla – Þjónn Kjötiðn – Kjötiðnaðarmaður Matreiðsla – Kokkur Námsframboð Menntaskólinn i Kópavogi Hótel- og matvælaskólinn Ferðamálaskólinn og Leiðsöguskólinn Digranesvegi 51 sími 594 4000 www.mk.is Kjólar í miklu úrvali st. 36-48 Verð frá 14.990 Fyrir fermingarveisluna FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.