Fréttablaðið - 10.03.2012, Síða 74

Fréttablaðið - 10.03.2012, Síða 74
10. mars 2012 LAUGARDAGUR42 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is „Ég er svo heppin að fá að fagna þess- um tímamótum í Orlando í Flórída í faðmi fjölskyldunnar. Börnin okkar hjóna, þrjú talsins, og tengdadóttir héldu mér sérstakan dag með Stones- þema og bleikum blöðrum, sendu mig á skotæfingasvæði og dekruðu svo við mig í mat og drykk. Barna- börnin færðu mér golfbolta að gjöf, merkta „amma rokk“ og það verður toppurinn að fá að spila með þeim golf hér í góða veðrinu.“ Þannig lýsir Sól- veig Guðrún Pétursdóttir, fyrrver- andi dóms- og kirkjumálaráðherra, stemningunni kringum sextugsaf- mælið sem er á morgun. Aðalfjör- inu var flýtt um fáeina daga og ævin- týrabragurinn vekur athygli. Er hún svona flippuð? „Nei, ég er ekkert flippuð,“ svarar hún hlæjandi. „Ég hef bara gaman af góðri tónlist og er náttúrlega rokkari eins og flestir af minni kynslóð. Sólveig er Reykvíkingur í húð og hár. Er lögfræðingur að mennt og starfaði í borgarmálum í Reykjavík, meðal annars í borgarstjórn áður en hún settist á Alþingi Íslendinga sem hún stjórnaði um tíma sem forseti. Auk þess hefur hún setið í mörgum nefndum og ráðum. „Ég hef fengið tækifæri til að gegna ýmsum trúnað- arstörfum sem mér hefur verið treyst fyrir,“ segir hún og kveðst þakklát fyrir það því störfin hafi verið gef- andi. En hvað skyldi hún helst fást við um þessar mundir, þegar hún er ekki í afmælisreisu? „Ég er í ýmsu. Var til dæmis for- maður afmælisnefndar sem sá um undirbúning að 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar á síðasta ári. Það var ákaflega skemmtilegt verkefni. En það er líka góð tilfinning að hafa tíma fyrir fjölskyldu og tómstundir. Það er alveg yndislegt að vera sam- vistum við barnabörnin þrjú, sem eru sex ára, fjögurra ára og tveggja og hálfs mánaða. Þannig að ég tel mig vera lukkunnar pamfíl.“ Á morgun ætlar Sólveig að gera sér glaðan dag með fjölskyldunni og góðum vinum sem einnig eru í Flór- ída í golfferð. „Það er frábært að fá að stökkva svona burt með fjölskyldunni og taka forskot á sumarið,“ segir hún. „Ég hélt upp á fimmtugsafmælið með pompi og prakt þegar ég var ráð- herra og langaði að vera bara með mínu nánasta fólki núna. Persónulega verð ég að segja að mér finnst svolít- ið sérstök tilfinning að verða sextug en fyrir það er ég líka þakklát. Ég er svo heppin að vera heilsuhraust og það skiptir ákaflega miklu máli. Ekki síst er ég þakklát fyrir hana móður mína sem er 85 ára og eldhress og er með okkur hér. Þannig að ég er mjög ánægð með þetta allt og vil nota tæki- færið og senda bestu kveðjur til vina og ættingja á Íslandi.“ gun@frettabladid.is SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR FYRRVERANDI RÁÐHERRA: ER SEXTUG Á MORGUN Ekki flippuð en rokkari eins og flestir af minni kynslóð AFMÆLISBARNIÐ „Það er frábært að fá að stökkva svona burt með fjölskyldunni og taka for- skot á sumarið,“ segir Sólveig sæl á Flórída. ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON fyrrverandi alþingismaður á afmæli í dag. „Ég bý við þá sérstöðu að hafa fæðst á afmælisdegi móður minnar og hef alltaf litið svo á að ég hafi verið afmælispakki til hennar.“ 35 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Emil S. Guðmundsson skipasmiður, Digranesvegi 34, Kópavogi, lést fimmtudaginn 8. mars á Landspítalanum í Fossvogi. Kristín Sveinsdóttir Guðbjörg Emilsdóttir Pétur Karl Sigurbjörnsson Ástríður Herdís Emilsdóttir Pär Åhman Guðrún Emilsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku maðurinn minn, pabbi okkar, sonur og tengdasonur, Steingrímur Jóhannesson frá Vestmannaeyjum, Hæðargarði 42, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans fimmtudaginn 1. mars. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 12. mars kl. 13.00. Jóna Dís Kristjánsdóttir Kristjana María Steingrímsdóttir Jóhanna Rún Steingrímsdóttir Geirrún Tómasdóttir María Gústafsdóttir Kristján Birgisson og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún E. Guðmundsdóttir Lækjargötu 32, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi fimmtudaginn 8. mars síðastliðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigríður Harðardóttir Margrét Magnúsdóttir Sigríður Magnúsdóttir Einar Gylfason Guðmundur Magnússon Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Margrét Finnbogadóttir sem andaðist laugardaginn 3. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 13. mars kl. 15.00. Valgerður I. Jóhannesdóttir Sigurður S. Guðmundsson Rafnhildur R. Jóhannesdóttir Agnar Olsen og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar, mágkonu og frænku, Steinunnar Haraldsdóttur frá Þorvaldsstöðum, Norðurbrún 1, Reykjavík, sem lést 16. febrúar sl. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki B-6 og B-4 á Landspítala í Fossvogi fyrir einstaka hlýju og góða umönnun. Ingveldur Haraldsdóttir Sigrún Haraldsdóttir Ragnar Haraldsson Hálfdán Haraldsson Bergljót Einarsdóttir Auðunn Haraldsson Arnór Haraldsson Júlía Friðriksdóttir Guðríður Haraldsdóttir Haraldur Haraldsson Sigríður Jóhannesdóttir Þórunn Haraldsdóttir Magnús Guðjónsson Ragnhildur Haraldsdóttir Brynjólfur Magnússon Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flugfélagið Loftleiðir var stofnað þennan mánaðardag árið 1944. Það voru þeir Alfreð Elíasson, Kristinn Olsen og Sigurður Ólason sem stóðu að því eftir að hafa lokið saman flugnámi í Kanada og stundað kennslustörf við kanadíska flugherinn. Fyrir kaupið hjá hernum festu þeir kaup á þriggja sæta flugvél af Stinson gerð. Í upphafi skiptu þeir félagar fluginu jafnt á milli sín en nokkur verkaskipting var á öðrum sviðum. Kristinn Olsen sá um viðhald og viðgerðir en Alfreð fór með bókhald og fjárreiður. Loftleiðir fékk fljótlega samning um síldarleit. Samhliða var flogið farþegaflug á Vestfirði og sjúkraflugi sinnt en Loftleiðavélin var hin eina hérlendis sem þá gat lent á sjó. ÞETTA GERÐIST: 10. MARS 1944 Flugfélagið Loftleiðir stofnað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.