Fréttablaðið - 10.03.2012, Side 80

Fréttablaðið - 10.03.2012, Side 80
10. mars 2012 LAUGARDAGUR48 krakkar@frettabladid.is 48 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is „Ég sá draug uppi á háa- lofti.“ „Nú, hvernig leit hann út?“ „Eins og alger hálfviti.“ „Það er nú óþarfi að hræðast sinn eigin skugga.“ „Fyrir hvað var frændi þinn tekinn fastur?“ „Hann ákvað að hefja jóla- innkaupin snemma.“ „Nú, og er það saknæmt?“ „Ja, sko, hann byrjaði áður en búðin var opnuð.“ „Rosalega var ég heppinn að fæðast ekki í Frakklandi.“ „Nú, af hverju segir þú það?“ „Ég kann ekki stakt orð í frönsku.“ Er gaman að syngja í Hörpu? Júlía: Já, það er mjög gaman, sérstaklega þegar við syngjum með hljómsveitinni. Una: Það er rosalega gaman að fá tækifæri til að syngja í þessu flotta húsi. Guðrún: Fyrst var það erfitt, en nú er það gaman. Ertu spennt fyrir frumsýning- unni? Júlía: Ég er bæði spennt og líka pínu kvíðin! Una: Auðvitað er ég mjög spennt! Guðrún: Já. Hefur þú áður tekið þátt í leik- sýningu eða óperu? Júlía: Já, með Leynileikhúsinu og svo í skólanum mínum, Laug- arnesskóla. Síðan hef ég séð mjög margar óperusýningar. Una: Þetta er fyrsta skiptið sem ég er með hlutverk í svona sýn- ingu en mig hefur langað til þess mjög lengi. Ég byrjaði að tala um það við foreldra mína þegar ég var þriggja ára! Guðrún: Já, ég hef tekið þátt í leiksýningu. Hver finnst þér skemmtilegasta persónan í La Bohème? Júlía: Musetta, af því að hún er svo fyndin. Og Lulu (hundurinn) er líka mjög sæt! Una: Mimì er í uppáhaldi. Kannski bara af því hún er í aðalhlutverki. Guðrún: Mimì. Hvaða hlutverk myndir þú vilja fara með, ef þú værir í aðalhlut- verki? Júlía: Mimì, af því það er svo flott sem hún fær að syngja. Una: Í La Bohème myndi ég vilja syngja bara mitt hlutverk, það er að segja vera eitt af götu- börnunum. Ef ég mætti velja hlutverk úr öðrum söngleikjum þá er hlutverk Maríu í Söngva- seið í fyrsta sæti. Ég kann það utanað. Guðrún: Hlutverk Mimì. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Júlía: Kannski leikari, eða óperusöngkona, eða rithöfund- ur. Una: Óperusöngkona og leik- kona. Guðrún: Það kemur í ljós þegar ég verð stór. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera, fyrir utan að syngja? Júlía: Leika við vini mína, fara í sund og vera heima, þó það hafi ekki verið mikill tími til þess síðustu daga! Una: Næstskemmtilegast á eftir því að syngja og leika finnst mér að spila á fiðlu. Guðrún: Að teikna. SPENNTAR FYRIR FRUM- SÝNINGU LA BOHÈME Þær Guðrún Ýr Guðmundsdóttir, Júlía Helga Kristbjarnardóttir og Una Ragnars- dóttir eru allar átta ára. Þær eru þrír yngstu meðlimir 32 barna kórs sem syngur í óperunni La Bohème, sem verður frumsýnd í Hörpu næstkomandi föstudag. Júlía, Guðrún og Una eru yngstu þátttakendurnir í uppfærslu Íslensku óperunnar á La Bohème, en þær eru allar átta ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í DAG býður Maxímús Músíkús upp á söng- og sögustund í Hörpu, með hjálp Eddu Austmann söngkonu og Rúnars Steins Benediktssonar gítarista. Hittu Maxa fyrir utan músarholuna hans klukkan 15. Þú finnur hana á jarðhæð Hörpu, inni í verslun 12 Tóna. Sá sem dregur hæsta spil úr stokknum á að byrja. Spilin eru sett í stokkinn aftur og honum er dreift á borð með spilin á grúfu. Hver spilari dregur fimm spil til að hafa á hendi, svo byrjar veiðin. Sá sem byrjar spyr einhvern hinna hvort hann eigi tiltekið spil, segjum ás. Ef svo er skal spil- ið (ásinn, ásarnir) látið af hendi. Þá má hann spyrja annan við borðið um eitt- hvert tiltekið spil. Þannig gengur þetta þar til sá sem er spurður á ekki spilið sem beðið er um. Þá segir hann „veiddu“ og sá sem spurði dregur eitt spil úr hrúgunni. Ef hann dregur spilið sem hann bað um má hann spyrja aftur en ef spilið kemur ekki upp er röðin komin að næsta manni (rétt- sælis) að spyrja og veiða. Þegar spilari er kominn með eina samstæðu, leggur hann hana á borð- ið sem slag. Ef hann klárar öll spil á hendi dreg- ur hann eitt spil úr hrúg- unni og heldur áfram. Þegar hrúgan er tæmd er haldið áfram uns allir eru búnir með spilin á hendi. Sigurvegari er sá sem hefur flesta slagi. Veiðimaður Góð kennsla, þjónusta við nemendur, íþróttir, afþreying og skemmtun eftir skóla, sem og gisting að eigin vali. www.namsferdir.is Klapparstíg 25 • Sími 578 9977
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.