Fréttablaðið - 10.03.2012, Síða 86

Fréttablaðið - 10.03.2012, Síða 86
10. mars 2012 LAUGARDAGUR54 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 10. mars 2012 ➜ Tónleikar 15.00 Síðdegistónleikar verða haldnir á Draugasetrinu á Stokkseyri í tengslum við Folk Festival tónlistarhátíðina. Hljómsveitirnar Kryss frá Danmörku, Kvonn frá Færeyjum og South River Band stíga á svið. Miðaverð er kr. 1.900. ➜ Listasmiðja 12.00 Þórey Mjallhvít sér um vatnslita- smiðju fyrir börn á öllum aldri í tengslum við sýninguna Sjáðu svarta rassinn minn í kjallara Þjóðmenningarhússins. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. ➜ Sýningar 15.00 Sýningin Rætur - íslensk sam- tímaskartgripahönnun verður opnuð í Hafnarborg. Sýningin er unnin í sam- starfi við Gullsmíðafélag Íslands og er hluti af HönnunarMars 2012. 15.00 Ljósmyndasýning Einars Fals Ingólfssonar opnar í Listasafni ASÍ. Á sýningunni eru þrjár tengdar ljósmynda- raðir. Aðgangur er ókeypis. 16.00 Sýningin Losun með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttir verður opnuð í sal Íslenskrar grafíkur. Verkin eru unnin úr efnivið sem annars hefði lent á Sorpu. Aðgangur er ókeypis. 16.00 Víðir Mýrmann opnar málverka- sýningu í Reykjavík Art Gallery, Skúla- götu 30. Léttar veitingar verða í boði og óvænt uppákoma. Allir velkomnir. 17.00 Lilja Bragadóttir opnar sýn- inguna Lilja - Á ferð og flugi í Listasal Mosfellsbæjar. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. ➜ Leikrit 14.00 Möguleikhúsið sýnir barnaleik- ritið Alli Nalli og tunglið í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi. Sýningin er ætluð áhorfendum á aldrinum tveggja til átta ára og tekur 45 mínútur í flutn- ingi. Miðaverð er kr. 2.000. ➜ Málþing 11.00 Málþing um listir og menntum til sjálfbærni verður haldið í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg 7. Málþingið er ætlað myndlistarkennurum og öðrum áhugasömum sem vilja kynna sér verk Rúríar og tengjast náminu í skólanum. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir og aðgangseyrir er enginn. ➜ Tónlist 11.00 Nótan, uppskeruhátíð tón- listarskólanna verður haldin í sal FÍH við Rauðagerði. Boðið verður upp á svæðistónleika grunn- og miðdeildar- nema tónlistarskólanna í Reykjavík og að þeim loknum svæðistónleika fram- haldsdeildarnema tónlistarskólanna í Reykjavík. 20.00 Andrius Mamontovas frá Litháen syngur og spilar eigin lög á tónleikum í Salnum, Kópavogi. Andrius er einn af stofnendum Foje, sem er þekktasta rokkhljómsveit Litháens. Miðaverð er kr. 3.000. Myndlistarkonan Gunnhild- ur Þórðardóttir fagnar 33 ára afmæli sínu í dag með opnun sýningarinnar Losun/Emission í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnar- húsinu. Verk hennar eru öll unnin úr verðmætum úr hennar eigin umhverfi, sem hjá flestum öðrum hefðu lent á haugunum. „Ég nota meðal annars textíl, afskurð af ýmsum toga og matarumbúðir. Það er hægt að búa til fallega hluti úr hlutum sem fólk hendir umhugsunarlaust,“ segir Gunn- hildur. Á sýningunni eru veggverk, innsetning og skúlptúrar, en þá hefur Gunnhildur unnið ofan í timburkössum utan af vínflösk- um. „Þetta eru svona vínkass- ar eins og hipparnir notuðu sem bókahillur í gamla daga,“ útskýr- ir Gunnhildur hlæjandi. „Á sýn- ingunni eru verk úr mismunandi hráefni, en það sem sameinar þau eru grunnlitirnir og grunnformin sem ég nota. Þau gera sýninguna svolítið „happy“, því hún er svo litrík.“ Á sýningunni verður barna- horn, þar sem börnum er velkom- ið að sitja og gera sín eigin lista- verk úr endurvinnanlegu hráefni. „Mér fannst þetta gráupplagt, enda á ég sjálf þrjú lítil börn. Ég vildi líka búa til umhverfi sem væri svolítið kunnuglegt og heim- ilislegt. Ég stilli til dæmis verk- unum upp á húsgögn sem ég fann á nytjamarkaði og lakkaði hvít. Þannig verður stemningin ekki alveg eins formleg, eins og oft er á listasöfnum.“ Gengið er inn í sal Íslenskrar grafíkur hafnarmegin í Hafnar- húsinu. Sýningin hefst klukkan 16. - hhs Opnar sýningu á afmælisdaginn SÝNIR Í HAFNARHÚSINU Gunnhildur Þórðardóttir myndlistarkona situr fyrir framan nokkur af verkum sínum sem verða á sýningunni Losun, sem opnar í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.