Fréttablaðið - 10.03.2012, Blaðsíða 87
LAUGARDAGUR 10. mars 2012 55
22.00 Ljótu hálfvitarnir halda tónleika
á Græna hattinum, Akureyri. Efnisskráin
verður hæfileg blanda af „Hálfvitastönd-
ördum” og minna spiluðum lögum af
plötunum þremur auk þess sem eitt-
hvað nýtt efni flýtur með. Miðaverð er
kr. 2.500.
23.00 Magnús Einarsson og Tómas
Tómasson skemmta á Ob-La-Dí, Frakka-
stíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
➜ Fyrirlestrar
11.30 Þorsteinn Gunnarsson, sviðs-
stjóri Útlendingastofnunar, verður gestur
á laugardagsspjalli Framsóknar að
Hverfisgötu 33. Þorsteinn ræðir málefni
stofnunarinnar og SCHENGEN samning-
inn. Allir velkomnir og heitt á könnunni.
Sunnudagur 11. mars 2012
➜ Tónleikar
16.00 Átta kórar úr Mosfellsbænum
koma fram á kóraveislu í Guðríðarkirkju.
Hver kór syngur þrjú lög auk þess sem
allir syngja eitt lag sameiginlega í lokin.
Aðgangseyrir er kr. 2.000 en ókeypis er
fyrir 14 ára og yngri.
20.00 Orgeltónleikar verða haldnir
í Langholtskirkju á vegum Listafélags
kirkjunnar. Organisti er Guðmundur
Sigurðsson, en hann er organisti í
Hafnarfjarðarkirkju.
20.00 Komið er að síðustu tónleikum
starfsársins í tónleikaröð Tríós Reykja-
víkur og Hafnarborgar. Á tónleikunum
verður meðal annars verkið Fiskur undir
steini eftir hina 22ja ára gömlu Báru
Gísladóttur frumflutt.
20.00 Linda Chatterton, flautuleikari,
heldur tónleika í Norræna húsinu ásamt
Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanó-
leikara. Aðgangseyrir er kr. 2.500, en kr.
2.000 fyrir nemendur og eldri borgara.
➜ Félagsvist
14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið-
firðingabúð, Faxafeni 14. Allir velkomnir.
➜ Kvikmyndir
15.00 Sovéska kvikmyndin „Moskva
trúir ekki á tár“ frá 1978 verður sýnd í
MÍR-salnum, Hverfisgötu 105. Enskur
texti er á myndinni og aðgangur er
ókeypis.
22.00 Þynnkubíó Priksins verður á
sínum stað. Allir velkomnir og popp í
boði.
➜ Uppákomur
14.00 Þjóðminjasafn Íslands heldur
Þjóðbúningadag þar sem gestir eru
hvattir til að mæta í þjóðbúningi til að
sýna sig og sjá aðra. Þjóðdansafélag
Reykjavíkur sýnir dans, greining verður á
búningaskarti og fleira.
14.00 Spilavinir mæta í Gerðubergs-
safn og kynna borðspil af öllum
gerðum. Allir velkomnir.
➜ Dansleikir
20.00 Dansleikur Félags eldri borgara
í Reykjavík verður haldinn í Stangarhyl
4. Danshljómsveitin Klassík leikur létta
danstónlist auk þess sem Sigríður
Beinteinsdóttir syngur nokkur lög.
Aðgangseyrir er kr. 1.500, en kr. 1.300
fyrir félagsmenn FEB.
➜ Leikrit
14.00 Leikfélag eldri borgara, Snúður
og Snælda, sýnir leikritið Rommí eftir
D. L. Colburn í Iðnó. Leikstjóri er Bjarni
Ingvarsson.
➜ Málþing
14.00 Málþing um róttækni og andóf
í samtímanum verður haldið í Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í tengslum við
hina umdeildu sýningu spænska lista-
mannsins Santiagos Sierras, NEI! Meðal
þeirra sem varpa ljósi á umræðuefnið
eru þeir Jón Ólafsson heimspekingur
og Helga Katrín Tryggvadóttir, þróunar-
fræðingur.
➜ Tónlist
15.00 Efnt er til danskra síðdegistón-
leika í Norræna húsinu í samvinnu við
Reykjavík Folk Festival. Aðgangseyrir er
kr. 2.300.
16.00 Jakob Viðar spilar af fingrum
fram á vetrartónleikaröðinni á heimili
söngvaskáldanna Uni og Jóns Tryggva,
Merkigili á Eyrarbakka. Búast má við
einlægum tónleikum. Aðgangur er
ókeypis en frjáls framlög eru vel þegin.
➜ Leiðsögn
14.00 Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður
Hönnunarsafns Íslands, mun ganga um
sýninguna Hlutirnir okkar með safn-
gestum í Hönnunarsafni Íslands. Þetta
er síðasta sýningarhelgi sýningarinnar.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
www.facebook.com/drdenimiceland
LAUGAVEGI 7 & SMÁRALIND
Heimir & Kolla vakna með þér í bítið
Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00