Fréttablaðið - 10.03.2012, Page 88

Fréttablaðið - 10.03.2012, Page 88
10. mars 2012 LAUGARDAGUR56 folk@frettabladid.is „Hvar varstu þegar ég var tólf ára?“ Þessa spurningu fæ ég á næstum því hverj- um einasta kynfræðslu- fyrirlestri sem ég held í framhaldsskólum lands- ins. Oftast eru það nem- endafélögin sem óska eftir fræðslu frá mér, sjaldnast skólayfirvöld, þó það komi fyrir. KYNLÍF Kynfræðslan miðar að því að svara helstu spurningum ungs fólks um kynlíf og byggir því á spurningum sem ég hef fengið á fyr- irlestrum í gegnum tíðina. Fræðslan er yfirgripsmikil enda þarf margt að koma fram á skömmum tíma. Ég eyði dágóðum tíma í kynfæri karla og kvenna. Nálgunin er mynd- ræn og um leið er fjallað um stærð, fagurfræði, lykt og lögun. Ég brýni fyrir þeim að leggöng teygjast lárétt en lengjast ekki lóðrétt og að typpi geti ekki stækkað meira en þau gera þegar þeim stendur. Munnmök setja kynfæri í sviðs- ljósið. Þrátt fyrir að vera tekin sem hversdaglegri kynhegðun þá vekja munnmök upp allskyns spurningar því kynfæravitneskja er afskaplega takmörkuð. Ég segi unga fólkinu að píkan geti bragðast misjafnlega eftir sýrustigi og tíðahringnum. Ef viðkomandi hefur einhverjar áhyggjur af lyktinni eða bragðinu þá ætti sturtuferð án sápu að nægja. Vissulega er hægt að kaupa sleipi- efni með allskyns bragðefnum en mín skoðun er sú að píka á að bragð- ast eins og píka en ekki dísætt jarð- arber, en sitt sýnist hverjum. Ég fer ekki í aðferðafræðina við að stunda munnmök en bendi á að mælt sé með notkun getnaðarvarna og að báðir þurfi að veita samþykki. Seinni punkturinn er mikilvægur því margar stúlkur eru mjög óör- uggar með píkuna sína og geta ekki notið munnmaka sökum þess. Það sama á við um stráka. Ég bendi á að „deep throat“ (þegar limur fer ofan í háls í munn- mökum) sé vandasamt og krefjist töluverðar æfingar og yfirvegunar. Það eru ósjálfráð viðbrögð líkam- ans að kúgast og tárast. Þetta er því ekki eitthvað sem „allir“ gera, langt í frá, þó þetta sé alls ekki rangt, að því gefnu að báðir séu samþykk- ir. Það er ekki mitt að dæma kyn- hegðun sem rétta eða ranga held- ur einungis að fræða. Spurningar um sæði eru tíðar og þá helst hvort eigi að gleypa eða spýta, eða yfir- höfuð að stunda munnmök fram að þeim tímapunkti. Ég er með ágætis þumalputtareglu; ef þú biður kyn- lífsfélaga um að gleypa þitt sæði þá þarftu að hafa smakkað það sjálfur. Þú býður ekki einhverjum í heima- tilbúinn mat en neitar svo sjálfur að borða matinn. Í grunninn er kynfræðsla ekki um kynhegðun heldur líkamsvitund og sjálfsöryggi í eigin líkama. Ólíkt því sem „fullorðnir“ telja þá er unga kynslóðin ekki gegnum- sýrð af klámi og með sérstaklega óheilbrigðar hugmyndir um kynlíf. Flestir geta aðgreint klám frá raun- veruleikanum. Í hjónabandsráðgjöf er oft sagt að þegar kynlíf sé í lagi þá sé það lítill hluti af hamingjunni innan sambandsins en þegar kyn- lífið er í ólagi þá sé það stór hluti af vandamálum innan sambandsins. Með tilliti til skilnaða og sambands- slita þá á spurningin hér í upphafi kannski einnig við þig lesandi kær, hvar var opinská umræða um kynlíf þegar þú varst 12 ára? KYNFÆRIN Í SVIÐSLJÓSINU MIKILVÆG FRÆÐSLA Í grunninn er kynfræðsla ekki um kynhegðun heldur líkams- vitund og sjálfsöryggi í eigin líkama. NORDICPHOTOS/GETTY TÍSKA Á tískuvikunni í París mátti víða sjá tískuspekúlanta skarta hinum sérstaka „visor“ hatti frá tískuhúsinu Balenciaga. Höfuðfat- ið var hluti af vorlínu hússins sem frumsýnd var í september í fyrra. Tískubloggarinn Hanneli Mus- taparta og stílistinn Anna Dello Russo eru á meðal þeirra kvenna er skartað hafa hattinum á götum Par- ísarborgar. Höfuðfatið, sem minnir marga á hjálm illmennisins Darth Vader úr kvikmyndunum Star Wars, er svart og mikið og kemur í tveim- ur útgáfum; sem hattur og sem der. Höfuðföt og -skraut hafa verið vinsælir fylgihlutir síðustu misseri en óvíst er hvort vinsældir Balen- ciaga-hattsins nái hingað til lands með vorinu. Balenciaga-hattur- inn nær vinsældum FRUMKVÖÐULL Ítalska tískutröllið Anna Dello Russo er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir í klæðnaði. NORDICPHOTOS/GETTY ÖNNUR HVER KONA PISSAR Í SIG Ef marka má nýjustu rannsóknir Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi þjáist önnur hver kona af því að missa þvag er hún hlær, hóstar eða stundar líkamsrækt. Hins vegar vilja 3/4 af þeim konum sem þjást af þessum kvilla ekki viðurkenna það fyrir sínum nánustu. KYNLÍF: ÞARFTU HJÁLP? Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.isLaugavegi 7 Opið: laugardaga frá 11-17 sunnudaga frá 13-18 Fyrsta sending af vorvörunum er komin í hús... lifsstill@frettabladid.is 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.