Fréttablaðið - 10.03.2012, Síða 95

Fréttablaðið - 10.03.2012, Síða 95
LAUGARDAGUR 10. mars 2012 63 Mágkona Whitney Houston segist lengi hafa óttast að hún myndi deyja. Ástæðan er vafasamur lífsstíll hennar síðustu mánuðina áður en hún lést. Í væntanlegu viðtali við Oprah Winfrey segist Patricia Houston, sem er gift bróður Houston, hafa haft miklar áhyggjur af söngkonunni. Hún hélt reyndar að hún væri að kom- ast á beinu brautina en allt kom fyrir ekki. „Hlutirnir voru farnir að breyt- ast hjá henni. Þetta snerist ekki um vímuefni heldur meira um lífsstílinn. Ég var hrædd um aðra hluti. Hún elti ákveðinn draum og leitaði að ástinni á röngum stöð- um,“ sagði hún. Óttaðist um Houston ÁHYGGJUR Mágkona Whitney Houston hafði miklar áhyggjur af henni. Fyrirsætan og sjónvarpskonan Heidi Klum hefur í fyrsta sinn tjáð sig um skilnaðinn við popp- arann Seal. Þau skildu í janúar eftir sjö ára hjónaband. „Mér finnst ég vera inni í miðjum fellibyl. Tilfinningarnar sem bærast inni í mér eru eins og fellibylur. Svo er algjör klikkun í gangi allt í kringum okkur með alls konar vangaveltum. Það er annars konar fellibylur,“ sagði hún og bætti við að almenningur hafi aðeins séð frábæru hliðarnar á sambandinu en neitaði að tjá sig nánar um það í samtali við tímaritið Elle. „Fólk þarf ekki að vita hver gerði hvað. Ég vil hvorki tala jákvætt né neikvætt um þær hæðir og lægðir sem við áttum.“ Í FELLIBYL Heidi Klum er enn að jafna sig eftir skilnaðinn við Seal. ★★★★★ Wrecking Ball Bruce Springsteen Wrecking Ball er sautjánda plata Bruce Springsteen. Hún er ekki gerð með hljómsveitinni hans E- Street Band, heldur koma fjöl- margir hljóðfæraleikarar við sögu, bæði meðlimir í E-Street bandinu og aðrir, þ.á m. fyrrum Rage Against the Machine-gítar- leikarinn Tom Morello sem spilar í tveimur lögum. Upptökum stjórn- aði Ron Aniello. Wrecking Ball er þemaplata. Hún fjallar um hrunið árið 2008 og efnahagskreppuna sem fylgdi í kjölfarið. Lögin hafa hvert sitt sjónarhorn á viðfangsefnið; í Shackled and Drawn fá verðbréfa- braskarar kaldar kveðjur, í This Depression bendir Bruce á nauð- syn þess að standa saman í þreng- ingum, í Jack of All Trades, sem er ósvikin ballaða í anda lagsins The River, er söguhetjan búin að missa vinnuna og í Death to My Hometown er vakin athygli á því að þeir sem lögðu bæinn í rúst hafi ekki farið um með sprengjur og riffla, og að þeir séu enn frjálsir ferða sinna … Bruce er reiður og segir hlutina beint út á plötunni, en í titillaginu Wrecking Ball setur hann þessa efnahagskreppu í sam- hengi við þær fyrri, sem er auðvi- tað jákvæð afstaða, „Hard Times Go and Hard Times Come“. Tón- listarlega er platan eins og óður til bandarískrar tónlistarsögu. Wrecking Ball hefur kraftmik- ið og rokkað yfirbragð, en hún er full af tilvísunum í aðrar tónlistar- stefnur. Það er írsk þjóðlagatónlist hér, gospel, mexíkósk stemning á einum stað og meira að segja lítill rappkafli. Engar áhyggjur samt, það er ekki Bruce sjálfur sem rappar heldur gospelsöngkonan Michelle Moore. Þrátt fyrir þetta virkar tónlistin aldrei eins og ein- hver samsuða. Lögin eru öll góð og heildarmyndin er mjög sterk. Tónlistarmenn hafa lítið látið í sér heyra um kreppuna. Einhverj- ir lýstu yfir stuðningi við Occupy- hreyfinguna, en fáir hafa gert efnahagsástandið að viðfangsefni á plötum sínum. Það er kannski allt í lagi, fæstir þeirra gætu gert það af einhverju viti. Bruce Spring steen er hinsvegar rétti maðurinn í verkið. Wrecking Ball er búin til utan um stóra hugmynd sem gengur fullkomlega upp. Tónlist og textar vinna saman. Að mínu mati besta plata Spring- steens allavega síðan Born in the U.S.A. kom út árið 1984. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Mikilvægasta plata Bruce Springsteen í langan tíma. Réttur maður í verkið Í miðjum fellibyl Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Gegn krabbameini í körlum Í mars renna 100 kr. af hverjum seldum pakka af Nicotinell beint til átaksins Mottumars. Mundu að það eru bláu pakkarnir frá Nicotinell sem styrkja gott málefni. 100 KRÓNUR Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Nicotinell lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín (nikótínpólacrillín). Nicotinell lyfjatyggigúmmí er notað til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir nikótíni. Þannig getur það auðveldað reykingafólki sem vill hætta að reykja að hætta eða að draga úr reykingum. Ekki má nota fleiri en 25 stk. 2 mg lyfjatyggigúmmí eða meira en 15 stk. 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Ef þú ert með ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðrum innihaldsefnum eða reykir ekki má ekki nota Nicotinell lyfjatyggigúmmí. Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp - ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, ofvirkar nýrnahettur, alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða magasár. Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti máttu einungis nota lyfið í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema í samráði við lækni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.