Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.03.2012, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 10.03.2012, Qupperneq 96
10. mars 2012 LAUGARDAGUR64 sport@frettabladid.is Edda Garðarsdóttir knattspyrnukona VIKTOR KRISTMANNSSON er ekki meðal keppenda á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Laugabóli í Reykjavík í dag og á morgun. Viktor hefur orðið Íslandsmeistari í fjölþraut undanfarin níu ár en er meiddur á baki. Það er samt líklegt að titilinn haldist í fjölskyldunni því bróðir hans Róbert Kristmannsson hefur verið í öðru sætinu á eftir Viktori undanfarin þrjú ár. Thelma Rut Hermannsdóttir hefur titil að verja hjá konunum en hún hefur unnið fjölþrautina tvö ár í röð. Eftir nýliðið fótboltaár þurfti ég að setjast að samningaborði með knatt- spyrnufélaginu mínu hér í Örebro. Hér hef ég spilað við góðan orðstír síðan í ársbyrjun 2009 og hef haldið áfram að bæta minn leik hægt og bítandi þó ég sé að nálgast eftirlaunaaldur fótboltalega séð (Katrín Jónsdóttir fyrir- liði landsliðsins er sem betur fer enn að teygja mörkin). Því miður bý ég ekki svo vel að geta söðlað um og ráðið umboðsmann í samningaviðræður. Mér finnst þær hvimleiðar vegna þess að ég er af gamla skólanum og á mjög erfitt með að biðja um peninga fyrir að gera það sem mér finnst skemmtilegast, þ.e.a.s. spila fótbolta. Þarna þurfti ég að sitja og tala um eigið ágæti, hvað ég hefði gert fyrir félagið og sem leikmaður. Einnig þurfti ég að sýna og „selja“ æfingaplanið mitt utan æfinga með félaginu og sannfæra nýja stjórn í félaginu, sem ég er búin að spila fyrir í þrjú ár, um að ég væri afreksíþróttakona og ómissandi (eng- inn er ómissandi). Í þetta sinn sat ég með meiðsla- pakka á bakinu eftir „smá“ misheppnað ár 2011. Löng saga stutt: Tognun í febrúar, opið (skrautlegt) nefbrot í maí og rifinn liðþófi í hné í lok ágúst. Þeir sem að hafa meiðst vita það að endurhæfing tekur mun meiri tíma en venjulegar æfingar, og reynir töluvert mikið meira á taugarnar. Þetta voru þeir ekki að skilja og töluðu við mig eins og ég hefði verið í sumarfríi síðan í septem- ber og virtust ekki vita að konur æfa jafnmikið eða meira en karlar til að vera í fremstu röð. En með „frekjunni“ (af því að ég er kona) tókst mér að sannfæra þá um að ég væri happafengur og þeir ættu að reyna að næla sér í fleiri íslenskar fótboltakonur af því að við erum vanar að þurfa að hafa fyrir hlutunum. Ég fór skjálfandi út af þessum fundi. Athugið þó að hér er ég að biðja um algjör lágmarkslaun og kort í ræktina, basic. Þetta er harður heimur. Maður er alltaf að berjast fyrir tilvist sinni sem íþróttamaður. Það eru ekki margir íþróttamenn sem geta lifað á því að æfa og keppa í sinni íþrótt. Kudos til þeirra, ég samgleðst hverjum þeim sem getur framfleytt sér á þann hátt. Það gerði ég í eitt ár. En það kostar að lifa og það er ekki sjálfgefið að eiga í sig og á þegar maður er íþróttamaður. Ég hef verið heppin að geta unnið með fótboltanum en samt getað æft eins og mörður. Oft á tíðum hef ég unnið 100% vinnu og svo eina eða tvær aukavinnur. Í dag gæti ég þetta aldrei. Hér í Svíþjóð vinn ég 50% vinnu og svo æfi ég og keppi í fótbolta í efstu deild. Það er mikið vinnutap og mikið um launalaus frí. Ég er samt þakklát fyrir að vera með vinnu af því að annars væri þetta ekki hægt nema með herkjum. Vinnan göfgar manninn. Ef ég ætti kost á því að þurfa ekki að vinna myndi ég glöð troða mér fremst í þá röð til að vera í allra fremstu röð. Styrki hef ég aldrei fengið þó ég hafi sótt um þá nokkrum sinnum. Ég hef aldrei verið á samningi hjá neinu fyrirtæki. Mér hafa stundum verið gefnir fótboltaskór í gegnum árin og það er ég þakklát fyrir. Ég er þakklát fyrir að hafa þetta tækifæri hérna í Svíþjóð, hef nýtt það og mun nýta það áfram. Á nýju ári munu koma ný tækifæri og nýir tímar. Ég bukta mig og beygi fyrir afreksíþróttafólki sem á þess kost að geta farið á Ólympíuleika og úrslitakeppnir í HM, þá bæði ófatlaðra og fatlaðra. Ég er í þessu fyrir sjálfa mig, fyrir sál- ina, líkamann og svo auðvitað land og þjóð. Áfram Ísland! Show me the money! FÓTBOLTI Sjálfsagt muna ekki marg- ir eftir Lettanum Aleksandrs Ceku- lajevs sem lék hér á landi sumarið 2010. Helst stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík og aðrir sem fylgdust vel með keppni í 2. deild karla það sumar. Cekulajevs skoraði fjórtán mörk í 22 leikjum með Ólsurum þetta eina sumar sem hann spilaði hér á landi. Cekulajevs spilaði í JK Trans Narva í efstu deild í Eistlandi síð- asta tímabil og er óhætt að fullyrða að þar hafi hann slegið í gegn – enda skoraði hann 46 mörk í 35 deildar- leikjum með félaginu. Ótrúlegur árangur sem skilaði honum ofar- lega á lista yfir þá sem keppa um gullskó Evrópu en hann fær marka- hæsti leikmaður álfunnar ár hvert. Keppt er í Eistlandi yfir sumar- mánuðina, rétt eins og á Íslandi, og lauk tímabilinu þar í nóvem- ber. Cekulajevs getur því ekki bætt við árangurinn þó svo að hann sé reyndar búinn að skipta yfir í lið sem spilar yfir vetrartímann. Hann er nú hjá FC Valletta á Möltu. Lengi vel var hann með mynd- arlegt forskot á næstu menn á list- anum – þá Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Börsunginn Lio- nel Messi. En þar sem þeir fá tvo punkta fyrir hvert mark þar sem þeir spila í sterkari deild voru þeir fljótir að taka fram úr Cekulajevs á stigum. Ronaldo er kominn með 30 mörk (60 stig) og Messi með 28 (56 stig). Cekulajevs fékk bara eitt stig fyrir hvert mark sem hann skoraði í Eistlandi og situr því eftir með „aðeins“ 46 stig. Robin van Persie, leikmaður Arsenal, hefur einnig tekið fram úr honum með sín 25 mörk (50 stig) í ensku úrvalsdeild- inni. Ejub Puresevic þjálfaði Cekulaj- evs hjá Víkingi fyrir tveimur árum. „Þessar fréttir komu vissulega á óvart. Hann spilaði talsvert hjá okkur en lenti líka í meiðslum. Þetta var góður leikmaður en kannski helst til mjúkur fyrir íslenska bolt- ann. En því er ekki að neita að hann gat klárað sín færi og gerði það vel,“ sagði Ejub sem segir að það hafi komið til tals að hann myndi spila áfram með Víkingum. „En það náðist ekki samkomulag um það.“ Ejub gleðst yfir árangri Cekulajevs. „Þetta er ágætis drengur og þetta eru auðvitað glæsilegar tölur.“ eirikur@frettabladid.is Ólsari keppir um gullskóinn Aleksandrs Cekulajevs, fyrrum leikmaður Víkings Ólafsvíkur, sló í gegn í Eist- landi og átti í keppni við Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Robin van Persie um gullskóinn í Evrópu. Cekulajevs skoraði 46 mörk í 35 leikjum í Eistlandi. ALEKSANDRS CEKULAJEVS Hér í búningi Víkings frá Ólafsvík. MYND/HELGI KRISTJÁNSSON Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 49 83 4 frá kr. 79.900 Benidorm Heimsferðir bjóða páskaferð til Benidorm í 13 nætur. Takið forskot á sumarið og njótið páskanna í veðurblíðunni á Benidorm. Flamingo Playa *** – kr. 79.900 í 13 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í íbúð kr. 104.600 á mann. Hotel Melia **** – kr. 118.800 með hálfu fæði í 13 nætur Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í herbergi m/hálfu fæði. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í tveggja manna herbergi m/hálfu fæði kr. 143.700. Mediterraneo **** – kr. 138.600 með allt innifalið í 13 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 149.900 á mann. 13 nátta ferð 28. mars - 10. apríl Páskaferð til Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Dreglar og mottur á frábæru verði! Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Margar stærðir og gerðir Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter 1.795 Ódýrar mottur 40x60 cm frá kr. 399 PVC mottur 50x80 cm 1.490 Breidd: 66 cm Verð pr. lengdarmeter 1.495 Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.