Fréttablaðið - 17.03.2012, Side 32

Fréttablaðið - 17.03.2012, Side 32
17. mars 2012 LAUGARDAGUR32 E f ætti að lýsa Marokkó í einu orði yrði orðið „andstæðukennt“ lík- lega fyrir valinu. Á einum degi er hægt að aka frá Sahara- eyðimörkinni, þvert yfir Atlas- fjöllin þar sem snæviþaktir tindar blasa við manni, í gegnum ys og þys Marrakech og niður að strönd þar sem Suður-Atlantshafið sleikir hvítar strendur. Ég heimsótti landið í fyrsta sinn í byrjun árs og var það jafnframt í fyrsta sinn sem ég ferðaðist til annarrar heimsálfu en Evrópu. Ætli marokkósk matargerð og svo- lítil ævintýraþrá hafi ekki verið það sem lokkaði mig til landsins í upphafi og ekki varð ég fyrir von- brigðum í þeim efnum; maturinn var dásamlegur og hver dagur lumaði á nýjum ævintýrum og upplifunum. Lífleg stræti Marrakech Fyrsti áfangastaður minn var borgin Marrakech þar sem gist var í gamla bænum, svonefndri Medinu, aðeins steinsnar frá markaðsgötunum og hinu fræga torgi Jamal el Fna. Gist var í Riad, hefðbundnu marokkósku húsi, sem breytt hafði verið í gisti heimili. Eigendur þess, Adil og Andrea El Qadimi, reyndust ómetanleg þegar kom að því að undirbúa óreyndan Evrópubúa fyrir marokkóska menningu og kenndu þau mér listina að prútta, nokkur þörf orð í arabísku og hvernig forðast mætti ágenga sölumenn. Í hverjum bæ í Marokkó má finna markaðstorg, eða souq, og er markaðstorgið í Marrakech sannkallað völundarhús lítilla, krókóttra stræta sem forvitnilegt er að þræða í gegnum. Áreitið er þó mikið og stanslaust því auk þess að banda burt sölumönnum verður fólk að vara sig á umferð hjóla, skellinaðra og hestvagna sem æða um þessi þröngu og háværu stræti. Þar sem matarmenning heima- manna heillaði mig ákvað ég að sækja matreiðslunámskeið á meðan á dvöl minni stóð. Það fór fram á gamalgrónum veitingastað í Marrakech er nefnist La Maison Arabe og þar lærði ég að elda klassískan kjúklingarétt í tagine- potti. Kokkurinn og læri meistari minn var afskaplega fróður um allt er viðkom marokkóskri matar gerð og kynnti okkur meðal annars fyrir kryddblöndu sem nefnd er „king of house“ og inni- heldur hvorki meira né minna en fjörutíu og fimm ólík krydd. Þetta nota heimamenn á flesta kjöt- og grænmetisrétti. Stjörnubjartur Sahara-himinn Eftir þrjá daga í Marrakech var ferðinni heitið út í eyðimerkur- svæði Marokkó undir leiðsögn Adils. Fyrsti viðkomustaður okkar var Kasbah Aït Benhaddou sem er gamalt berbaþorp eða virki. Þó flestar fjölskyldurnar hafi nú flutt sig um set búa enn um tíu fjöl- skyldur í þessu ævagamla þorpi í húsum sem byggð eru úr leir og krefjast lagfæringar ár hvert svo þau veðrist einfaldlega ekki burt. Mér var boðið inn í eitt þessara húsa og í setustofunni, sem var byggð inn í helli, blasti við mér öflugt vopnabúr í eigu húsráðanda sem útskýrði fyrir skelkuðum gesti að vopnin væru hættulaus með öllu. Þau höfðu verið notuð við gerð stórmynda á borð við The Mummy, Gladiator, Alexander og Kingdom of Heaven, en Aït Benhaddou er vinsæll tökustaður slíkra kvikmynda. Næst var ferðinni heitið í gegnum Dal rósanna og Hin þúsund Kasbah og um nóttina var gist í Todra-gljúfrinu þar sem 200 metra háir klettar gnæfðu yfir náttstað okkar. Það var ólýsanleg tilfinning að vakna daginn eftir, líta út um gluggann á þessa kletta- borg og upplifa sig svo agnarsmáa gegn náttúrunni. Að morgunmat loknum lá leiðin til Sahara-eyði merkurinnar nálægt landamærum Alsír. Við mörk sand- hólanna beið mín úlfaldi, sem ég gaf nafnið Pési, og ungur berbi að nafni Muhammed sem fór fyrir okkur út í eyði mörkina. Við komum að búðunum stuttu eftir sólsetur og Muhammed hófst þá strax handa við gerð kvöld matarins á meðan vinur hans, Hammed, sá um að skemmta ferðalöngunum sem höfðu þá fengið þjálli nöfn upp á arabíska vísu; Fatima og Ali Baba. Kvöldinu var svo eytt í spjall og trommuleik við ylinn af svolitlu báli undir stjörnubjörtum Sahara- himni og þurftu ferðalangarnir að svala forvitni piltanna, sem ekki höfðu gengið í skóla eða ferðast út fyrir eyðimörkina, um heima- land sitt og daglegt líf á norð- lægum slóðum og auðvitað öfugt, því við vorum jafn forvitin um lífið í Sahara. Næsta dag var Tuareg-Húsið heimsótt sem er eins konar sam- yrkjubúð þar sem seldar eru vörur heimamanna. Orðið „tuareg“ er samheiti yfir þann hóp fólks sem byggir Sahara og á ættir að rekja til Malí, Alsír og Níger. Einn starfsmanna samyrkju búðarinnar leiddi okkur um húsakynnin og sýndi okkur meðal annars gólf- teppi sem ofin voru af konum frá ólíkum svæðum Marokkó. Hann útskýrði fyrir okkur að berbar eiga ekkert ritmál og því hafi þeir ofið skilaboð eða sögu fjölskyldu sinnar í teppi og þannig mætti lesa úr munstri teppanna ferðalög og atburði í lífi hverrar fjölskyldu fyrir sig. Eftir kynninguna hófust svo teppakaupin. Líkaði mér ekki teppið sem mér var sýnt sagði ég „houzz“, sem þýðir burt. Þótti mér teppið aftur á móti fal- legt sagði ég „khaly“ sem þýðir að setja ætti teppið til hliðar. Eftir miklar vanga- veltur stóðu loks eftir tvö teppi og var mér þá boðið sæti og upp á myntute og með því hófust samningaviðræður. Að lokum urðum við ásátt um verð, gengið var frá kaupun- um og mér boð- inn hádegis- verður. Háskaferð yfir Atlasfjöllin Eftir ævintýraferðina út í hrjóstrugar eyðimerkur landsins lá leiðin aftur til Marrakech og þaðan til strandbæjarins Mirleft. Bærinn stendur við Suður-Atlants- hafið og þar hafði franski herinn eitt sinn bækistöðvar. Mirleft er rólegur og vinalegur bær og and- rúmsloftið þar ólíkt því sem ríkir í Marrakech. Þangað sækja einnig innlendir ferðamenn í nokkrum mæli auk þess sem staðurinn er þekktur meðal brimbrettafólks. Skammt frá Mirleft má líka finna Gzira-klettana, sem mætti kalla Dyrhólaey þeirra Marokkóbúa. Á leiðinni til baka frá Mirleft til Marrakech var ákveðið að fara yfir Atlasfjöllin í stað þess að aka eftir nýju hraðbrautinni. Stefnan var tekin á Taroudant, borg sem gengur undir nafninu „amma Marrakech“, og þaðan í átt til fjalla. Ferðin gekk vel í fyrstu; vegurinn var sæmilegur og útsýnið alveg einstakt. En eftir því sem leið á ferðina varð vegur- inn þrengri, lélegri og fjallshlíðin þverhníptari – en útsýnið áfram alveg jafn einstakt. Hæst fór vegurinn upp í 2100 metra hæð, en hæsti tindur Atlasfjallanna heitir Toubkal og trónir í 4167 metra hæð. Að lokum komust þó ferðalangarnir heilu og höldnu til Marrakech, en bílferð sú mun seint líða mér úr minni. Eftir vikurnar þrjár í Marokkó var ég orðin forfallinn aðdáandi lands og þjóðar og lofaði sjálfri mér hátíðlega að hingað mundi ég koma aftur. Þó ekki væri nema til að kaupa stærra tagine-pott og hei lsa upp á gamla vini. Stjörnubjartur Sahara-himinn Í Marokkó má finna himinhá fjöll með snæviþöktum tindum, hvítar strendur, eyðimerkur og vinalegt fólk. Sara McMahon dvaldi í þrjár vikur í Marokkó í byrjun árs og heillaðist af menningu landsins, fólkinu sem þar býr og síðast en ekki síst; matnum. MORGUNKAFFI Í TODRA-GLJÚFRINU Hótelið í Todra-gljúfrinu var að hluta byggt inn í klettana. Það var ansi kalt í matsalnum um morguninn og því gott að ná sæti nálægt hitaranum. En útsýnið var einstakt. ÆVAGAMALT ÞORP Heimsóknin í hið ævagamla þorp Kasbah Aït Benhaddou var forvitnileg og skemmtileg. Í þorpinu búa enn um tíu fjölskyldur þó flestar séu þær fluttar í nálæg og nýrri þorp skammt frá. SAHARA EYÐIMÖRKIN Mohammed, leiðsögumaður okkar um Sahara eyðimörkina, í hefðbundnum marokkóskum klæðum. Hettufatið kallast jellaba og er notað sem yfirfat víða í Marokkó. Hvíta yfirklæðið er þó sérstakt fyrir íbúa Sahara og kallast gandora og varnar því að fólki verði of heitt undir heitri eyðimerkursólinni. Túrbaninn þykir alveg nauðsynlegur í eyðimörkinni, hann ver fólk fyrir sandfoki auk þess að halda á því hita þegar kalt er og kæla þegar heitt er. MAROKKÓ ■ Landið er ríkt af auðlindum og þar má finna auðugar gullnámur sem eru þó allar í eigu konungsins, Mouhammeds VI. Sá hefur hins vegar oft verið sakaður um spillingu auk þess sem mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfi landsins er nánast ekkert. ■ Riad er hefðbundið marokkóskt hús þar sem híbýlin eru byggð í kringum einkagarð fjölskyldunnar og veitir þannig skjól fyrir hita og vondum veðrum. Orðið má rekja til arabíska orðsins „ryad“ sem merkir einmitt garður. ■ Fjórir ættflokkar byggja Marokkó. Berbar eru þar fjölmenn- astir, eða um 70 prósent þjóðarinnar. Næst koma arabar, touregar og loks gyðingar. Marrakesh Mirleft Agadir Taroudant Ouarzazate Merzouga Rabat Todra Gorge
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.