Fréttablaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSINGFermingargjafir LAUGARDAGUR 17. MARS 20124
Gjafir sem endast
Það er margt sem hugur fermingarbarna girnist enda eiga þau lífið fram
undan. Símar, fartölvur, húsgögn í herbergið, myndavélar og
utanlandsferðir eru þar á meðal. Umræddar gjafir eru þó ekki á færi allra
og það má láta sér detta ýmislegt annað í hug.
Gefðu spegil. Sjálfsmyndin
mótast sem aldrei fyrr í
kringum fermingaraldur-
inn og fáir aldurshópar
spegla sig meira. Gefðu
fallegan spegil í herbergið.
Þú getur verið viss um að
hann verður í stöðugri
notkun.
Gefðu ferðatösku.
Góð ferðataska eru
lífstíðareign og kemur
yfirleitt að góðum
notum.
NORDICPHOTOS/GETTY
Gefðu myndaalbúm. Standir
þú barninu nærri áttu eflaust
myndir af því við ýmis tilefni;
úr fjölskylduboðum, útilegum,
utanlandsferðum og úr daglegu
lífi. Þetta geta jafnvel verið
myndir sem unglingurinn og
foreldrar hans hafa aldrei séð
og vekja eflaust lukku. Það er
ekki verra að dunda sér við að
skreyta albúmið en í föndur-
verslunum fást alls kyns fallegir
límmiðar til að gera gjöfina enn
persónulegri.
Gefðu landakort eða hnött.
Stór landakort og flottir
hnettir fást víða. Kortin er hægt
að ramma inn eða hengja beint
upp á vegg og fara vel í unglingaher-
bergi. Láttu teiknibólur fylgja með svo
fermingarbarnið geti merkt inn á kortið staði
sem það hefur heimsótt og staði sem
það langar til að sækja heim.
Gefðu tíma í hljóðveri. Hver
vill ekki eiga upptöku af sér
að syngja uppáhaldslagið?
Það getur verið óborganlegt
að eiga slíka upptöku seinna
og upplagt að grafa hana
upp fyrir stórveislur og brúð-
kaup síðar um ævina.
Gefðu tré. Fermingarbarnið getur gróðursett
það í garðinum og það vex með því. Það getur
verið gaman að vitja þess seinna og segja
börnum og barnabörnum frá því að þarna sé
fermingartréð orðið fullvaxta.
Amma fermdist
í sveit árið 1924
Prestssonurinn Þórður Sigurðarson, sem fermdist árið 2003, tók
viðtal við ömmu sína, Svanfríði Guðnýju Kristjánsdóttur frá Braut-
arhóli, daginn fyrir eigin fermingu. Svanfríður er látin en Frétta-
blaðið fékk leyfi til að birta spjallið.
„Ég fæddist 1910 svo fermingin hefur verið 1924. Þetta var á
hvítasunnu. Ég hafði gengið til prestsins á Völlum fyrir ferm-
inguna. Presturinn, séra Stefán Kristinsson, spurði okkur út úr í
kirkju og hlýddi okkur yfir. Ég kunni nú marga sálma, milli fjörutíu
og fimmtíu. Flest fermingarbörnin höfðu metnað og vildu kunna
sem flesta sálma því presturinn vildi það.
Fermingarmessurnar voru alltaf fjölmennar. Á þessum hvíta-
sunnudegi var hríðarveður. Engu að síður var kirkjan troðfull og
þurfti að setja inn aukastóla. Börnin voru miklu fleiri í sveitinni þá
en nú. Mörg systkini á hverjum bæ.
Fermingarkjóll að láni
Ég var í hvítum kjól og mér var kalt. Kjóllinn var þunnur og fínn. Ég
átti hann ekki því hann var fenginn að láni. Fermingarkjólar voru
hvítir og ónothæfir fyrir aðra daga og voru því lánsföt. Ég fékk síðan
sparikjól fyrir önnur tilefni. Þetta var áður en kyrtlarnir komu til
sögunnar. Ég
var í dönskum
skóm sem svo
voru kallaðir.
Þeir voru svart-
ir og ágætir.
Við fórum út að
Völlum þar sem
presturinn bjó
og svo skiptum
við stelpurnar
um föt inni á
kontór prests-
ins. Vinkona
mín var með
kyrtil og í skaut-
búningi.
Þegar við
vorum búin að
fara í ferming-
arfötin gengum við út í kirkju með fjölskyldum okkar. Við feng-
um sérstakt sæti í messunni. Þegar stólræðan var búin var sunginn
fermingarsálmur: „Lát þennan dag, ó Drottinn, nú.“ Þá færðum við
okkur upp að altarinu og settumst þar. Presturinn hélt ræðu númer
tvö, fermingarræðuna, og talaði beint til okkar. Síðan vorum við
fermd. Við þurftum ekki að svara prestinum með öðru en jáyrði því
yfirheyrslur voru búnar í spurningum. Svo tók presturinn í hönd
okkar um leið og hann var búinn að ferma. Það var engin altaris-
ganga í guðsþjónustunni en hún var í vikunni á eftir.
Sauðburður hafði áhrif
Þetta var eftirminnilegur dagur. Við vinkonurnar, og allir krakkar á
þessum tíma, tókum fermingarheitið alvarlega. Við vildum tilheyra
Guði. Það var engin veisla. Börnunum sem fermdust og foreldrum
þeirra var boðið inn á prestssetrið. Þegar við komum heim skipti ég
um föt, enda var sauðburður og allir að sinna skepnunum. Ég fór
að ná saman kindunum sem voru úti. Það var ekki vonskuveður en
nauðsynlegt að koma skepnunum inn.
Það var ekki til siðs að gefa margar gjafir á þessum tíma. Ég fékk
fermingarkort og Gísli bróðir minn hafði keypt notað úr, sem hann
gaf mér. Pabbi og mamma gáfu mér kind.“
Svanfríður Guðný Kristjánsdóttir frá Brautarhóli með ferm-
ingarsystur sinni, Önnur Stefánsdóttur frá Gröf. Þær fermdust
árið 1924 að Völlum.