Fréttablaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 8
17. mars 2012 LAUGARDAGUR8 EFNAHAGSMÁL Forgreiðsla á lánum Ríkissjóðs Íslands og Seðla- bankans upp á 116,1 milljarð króna, sem tilkynnt var um á fimmtudag, munu spara hinu opinbera um fimm milljarða króna í vaxtagreiðslur. Um er að ræða lán sem Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn (AGS) og Norðurlöndin veittu Íslendingum í tengslum við efnahagsáætlun AGS og stjórnvalda. Erlend skuldastaða þjóðar- búsins lækkar um 6,6% af landsframleiðslu við greiðsluna. Endur- greiðslan nær til gjald- daga sem áttu að falla á árinu 2013 í tilfelli AGS-lána, og til gjald- daga sem myndu falla á árunum 2014, 2015 og 2016 í tilfelli Norður- landa-lána. Alls námu lán AGS og Norðurlandanna til Íslands í upphafi um 3,4 milljörðum evra, eða 564 millj- örðum króna miðað við núverandi gengi. Endur greiðslan sem innt var af hendi nemur því um fimmt- ungi af þeim lánum sem Ísland fékk í tengslum við áætlunina. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri segir að ljóst hafi verið að ekki hafi verið þörf á jafnstórum forða og var til staðar á þessu ári. Endurgreiðslan hafi því staðið til í lengri tíma. „Það kostar mikið að vera með þennan forða. Með því að greiða hluta hans til baka getum við sparað um fimm millj- arða króna í vaxtakostnað án þess að veikja á nokkurn hátt okkar erlendu lausafjárstöðu. Með því að greiða þetta niður erum við ekki að breyta nettó-forðanum mikið en hins vegar að spara heilmikinn kostnað.“ Í lok árs 2011 var síðasti hluti lána frá Norðurlöndum til ríkis- sjóðs og Seðlabankans, sem bætt var við gjaldeyrisforðann, greidd- ur út. Um var að ræða um 141 milljarð króna. Gjald- eyrisforðinn, sem er að fullu skuldsettur, var 1.081 milljarður króna í lok janúar síðast- liðins og hefur aldrei verð meiri í sögu þjóð- arinnar. Greining Íslands- banka hélt því fram í gær að endur greiðslan kæmi í beinu fram- haldi af því að fyrr í vikunni voru lög um gjaldeyrishöft hert. Í Morgunkorni greiningarinnar í gær segir að eðlilegt sé að þegar „losun haftanna virðist vera að dragast á langinn sé minni áhersla lögð á að vera með stóran gjaldeyrisforða en áður“. Már segir forgreiðsluna ekkert hafa með tafir á afléttingu gjald- eyrishafta að gera. „Það er ekkert sem segir að afnám haftanna sé að dragast meira á langinn en var útlit fyrir í lok síðasta árs. Þá töldum við rétt að draga á öll lánin, annars hefði aðgangur að þeim lokast, og fara svo í þessa aðgerð. Með þessu lengjum við í lánum okkar en borgum niður stysta hlutann.“ thordur@frettabladid.is Fimm milljarða sparnaður Forgreiðslur á um 20% lána frá AGS og Norðurlöndum sparar um fimm milljarða króna í vaxtagreiðslur, að sögn seðlabankastjóra. Hann segir greiðslurnar ekkert hafa með tafir á afléttingu gjaldeyrishafta að gera. EVRUR Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki hafi verið þörf á jafn stórum gjaldeyrisforða og var til staðar á þessu ári. Forðinn hefur aldrei verið stærri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Lögum um gjaldeyrismál var breytt 13. mars síðastliðinn. Í fyrsta lagi fela breytingarnar í sér að undanþága á greiðslum úr þrotabúum og samnings- kröfum samkvæmt nauðasamningi í íslenskum krónum er felld úr gildi. Slíkar greiðslur eru nú háðar samþykki Seðlabanka Íslands. Þessi breyting var gerð til að koma í veg fyrir að útgreiðslur innlendra þrotabúa valdi óstöðugleika í greiðslujöfnuði eða dragi úr áætlun um losun gjaldeyrishafta. Í öðru lagi var gert óheimilt að kaupa erlendan gjaldeyri fyrir verðbætur og afborganir af höfuðstóli skludabréfa. Í þriðja lagi var undanþága skilanefnda og slitastjórna gömlu bankanna frá banni við fjármagnshreyfingum milli landa í erlendum gjaldeyri afnumin. Breytingar á gjaldeyrishöftum VESTFIRÐIR Íbúum Vestfjarða með erlent ríkisfang fækkaði um 12 prósent milli áranna 2010 og 2011, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta. Á síðasta ári voru 622 íbúar á Vestfjörðum með erlent ríkis- fang, 321 kona og 301 karl. Á sama tíma ári fyrr voru 709 erlendir ríkisborgarar skráðir til heimilis í fjórðungnum og hefur þeim því fækkað um 87 milli ára. Erlendum ríkis borgurum fækkaði mest milli ára í Bolungar vík. Árið 2010 bjuggu 166 innflytjendur í Bolungar- vík en árið 2011 voru 102 innflytjendur skráðir til heimilis í bænum. Hæst er hlut- fall innflytjenda á Tálknafirði eða tæplega 20 prósent, en þar eru 60 af 302 íbúum með erlent ríkisfang. Breytingar á Vestfjörðum: Erlendum íbúum fækkar KJÖRKASSINN Með því að greiða þetta niður erum við ekki að breyta nettó-forðanum mikið… MÁR GUÐMUNDSSON SEÐLABANKASTJÓRI Hræðist þú uppgang glæpa- gengja hér á landi? JÁ 88% NEI 12% SPURNING DAGSINS Í DAG: Átt þú iPad eða annars konar spjaldtölvu? Segðu skoðun þína inni á Vísi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.