Fréttablaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 18
18 17. mars 2012 LAUGARDAGUR Þjóðarsátt um nýjan gjaldmiðil Stærsti vandi atvinnulífs og heimila í landinu um þessar mundir er veikburða króna. Ekkert hefur valdið jafn miklum búsifjum á síðari árum og gríðarlegt fall krónunnar samfara hruni bank- anna haustið 2008. Þótt gengis- skuldir heimilanna minnki hratt hefur fall krónunnar og hækkun verðlags í kjölfarið rýrt kaupmátt svo mjög að tvísýnt er um greiðslu- getu stórra hópa af íbúðalánum. Helmingur skulda fyrirtækja í landinu er í erlendum gjald- miðlum. Fyrirtæki, sem aðeins hafa tekjur í íslenskum krónum, eru illa í stakk búin til að mæta frekara gengissigi. Hvort tveggja, gengisvandi heimila og fyrirtækja, er sífellt viðfangsefni stjórnvalda og stofnana sem verja dýrmætum tíma, kunnáttu og fé í að leysa við- fangsefni sem beint eða óbeint má rekja til ótryggs gjaldmiðils og yfirvofandi verðbólguskota. Þótt krónan hafi vissulega hjálpað útflutningsgreinum okkar og ferðaþjónustu eftir hrunið gengur ekki til lengdar að búa við örmynt sem kostar samfélagið, heimilin, fyrirtækin og hið opin- bera ofurvexti og sveiflukenndari og lakari lífskjör en ella væri. Verðum að marka stefnu Síðastliðinn mánudag þurfti Alþingi að glíma við þennan inn- byggða vanda; veikburða íslenska krónu. Þá brá svo við að ágæt samstaða náðist í þinginu um að herða enn gjaldeyrishöftin vegna vaxandi útstreymis á gjaldeyri og aukinnar hættu á gengissigi krónunnar. En gjaldeyrishöft eru eins og lyfjameðferð við erfiðum sjúkdómseinkennum. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er raunveruleg lækning fólgin í rót- tækum uppskurði. Gjaldeyrishöft, verðtrygging og önnur hjálpar- tæki krónunnar tala sínu máli og sýna svart á hvítu hvers konar stuðnings umhverfi þarf sífellt að búa henni með ærinni fyrirhöfn. Stærsta verkefnið fram undan er að undirbúa upptöku nýs gjald- miðils og losa um höftin sem sam- ofin eru krónunni. Skýr stefnu- mótun um framtíðar skipan í gjald miðils málum er því eitt af brýnustu verkefnum stjórn- málanna á næstu misserum. Enginn stjórnmálaflokkur getur lokað augunum fyrir því að haldið er uppi fölsku gengi krónunnar og ef engin væru gjaldeyris- höftin þyrfti ekki að spyrja um af leiðingarnar: Aukna verðbólgu, rýrari kaupmátt og aukna skuld- setningu heimila og fyrirtækja. Þótt Samfylkingin sé eini flokkurinn sem talað hefur skýrt í þessum efnum og hvatt til aðildar að Evrópusambandinu og upptöku evru hafa stjórnmálamenn úr nær öllum flokkum stigið fram og viður kennt mikilvægi þess að ráða fram úr gjaldmiðils vandanum. Umræða um einhliða upptöku annarra gjaldmiðla ber þessu glöggt vitni. Veigamikil rök hníga að því að besti kosturinn sé þó eftir sem áður að taka upp evru samfara aðild að Evrópu sam bandinu, ekki síst vegna þess að langstærstur hluti viðskipta okkar er við lönd innan evrusvæðisins, eða 42 pró- sent þeirra. Til saman burðar eru viðskipti okkar í Kanada- dollurum innan við 2 prósent. Með sama hætti eru viðskiptin 10 pró- sent í Bandaríkja dölum sem og í breskum pundum og dönskum krónum. Loks er á það að líta að í ályktun Alþingis um aðildarvið- ræður við ESB er ekki gert ráð fyrir að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir upptöku annarra gjaldmiðla meðan viðræður standa yfir. Setjumst við samningaborðið Hreinskiptin og opin umræða um nýjan gjaldmiðil er þjóðarnauðsyn og mikilvægt er að ræða og meta þá kosti sem í stöðunni kunna að vera. Þetta á líka við um Samfylk- inguna sem verður líka að vera opin fyrir umræðu um kosti og galla annarra gjaldmiðla ef svo illa færi að aðildarumsókn að ESB yrði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að mínu viti kemur enda ekki til álita að búa við óbreytt ástand til framtíðar. Því skora ég á forystu- menn allra stjórnmálaflokka að koma með opnum huga að þessu verkefni. Við þurfum þjóðarsátt um lausn á gjaldmiðilsvandanum. Ríkisstjórnin ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í þessu efni. Á vegum efnahags- og viðskipta- ráðherra hefur nú verið skipuð samráðsnefnd allra flokka og aðila vinnumarkaðarins um mótun gengis- og peningamála- stefnu. Nefndinni er ætlað að skila greinar gerð til ráðherra fyrir lok maímánaðar. Viðfangs- efni hennar eru að fara yfir helstu kosti þjóðarinnar í gjaldeyris- og peninga málum, hvort heldur sem þeir felast í því að halda krónunni eða taka upp aðra mynt. Jafnframt vinnur Seðlabanki Íslands að viðamikilli skýrslu um leiðir í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar og er þess vænst að hún komi út með vorinu eða snemma sumars. Með opnum huga Ýmislegt bendir til þess að meiri ró sé að færast yfir evru svæðið og góðar fréttir eru teknar að berast af mörkuðum beggja vegna Atlants ála eftir kreppuástand undanfarinna ára. Lánveitingar til heimila í löndum Evrópusam- bandsins hafa aukist á þessu ári. Þótt of snemmt sé að slá því föstu að tekist hafi að koma böndum á skuldakreppuna í evrulöndunum er þó ýmislegt sem bendir í þá áttina. Batnandi ytri skilyrði koma íslensku þjóðinni til góða. En ávaxtanna af fórnum sínum undan farin ár myndi hún njóta í enn ríkari mæli ef hún þyrfti ekki að glíma við gjaldmiðilsvanda sem samofinn er efnahagslegum óstöðug leika. Stjórnvöld geta ekki lengur skotið sér undan því að ræða í fullri alvöru og með opnum huga um stærsta vanda þjóðarinnar; gjaldmiðil sem nauðsynlegt er að hafa í gjaldeyrishöftum. Hags- munir samfélagsins alls eru í húfi. Enginn stjórn- málaflokkur getur lokað augunum fyrir því að haldið er uppi fölsku gengi krónunnar... Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Gegn krabbameini í körlum Í mars renna 100 kr. af hverjum seldum pakka af Nicotinell beint til átaksins Mottumars. Mundu að það eru bláu pakkarnir frá Nicotinell sem styrkja gott málefni. 100 KRÓNUR Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Nicotinell lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín (nikótínpólacrillín). Nicotinell lyfjatyggigúmmí er notað til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir nikótíni. Þannig getur það auðveldað reykingafólki sem vill hætta að reykja að hætta eða að draga úr reykingum. Ekki má nota fleiri en 25 stk. 2 mg lyfjatyggigúmmí eða meira en 15 stk. 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Ef þú ert með ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðrum innihaldsefnum eða reykir ekki má ekki nota Nicotinell lyfjatyggigúmmí. Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp - ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, ofvirkar nýrnahettur, alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða magasár. Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti máttu einungis nota lyfið í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema í samráði við lækni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ. Fjármál Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.