Fréttablaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 104
17. mars 2012 LAUGARDAGUR68
sport@frettabladid.is
Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona
BIKARMEISTARAR verða krýndir í blakinu um helgina þegar lokaúrslit Asicsbikarsins fara fram í Laugardalshöllinni.
Undanúrslitaleikirnir í karla- og kvennaflokki fara fram í dag og úrslitaleikirnir eru síðan á morgun. Hjá konunum spila Þróttur Nes
- Eik (klukkan 12.00) og Afturelding - HK (14.00) en hjá körlunum mætast Þróttur R - Stjarnan (16.00) og HK - KA (18.00).
Úrslitaleikirnir fara síðan fram klukkan 13.30 (konur) og 15.00 (karlar) á morgun.
FÓTBOLTI Stórleikur átta liða
úrslitanna er klárlega viðureign AC
Milan og Barcelona. Þarna mætast
tvö af stærstu knattspyrnuveldum
Evrópu.
„Bæði lið hafa verið að spila vel
upp á síðkastið og Milan er komið
á toppinn á Ítalíu. Barca er þó á
siglingu og Messi er með sýningu í
hverjum leik. Ég held að Barcelona
taki þetta og ekki síst þar sem þeir
eru úr leik í baráttunni á Spáni
og leggja ofuráherslu á þessa
keppni,“ segir Heimir Guðjónsson,
þjálfari FH og s érfræðingur 365 í
Meistara deildinni.
„Barca og Milan léku saman í
riðlakeppninni og þar náði Milan
óvænt jafntefli á Spáni en Barca
vann á Ítalíu og sýndi að það er
sterkara,“ segir Heimir, en hvað
með Milan-liðið? Það sýndi frá-
bæran fyrri leik gegn Arsenal en
var svo hræðilegt í seinni leiknum.
„Þeir virðast ekkert hafa lært
af sögunni er þeir féllu út gegn
Deportivo á sínum tíma og svo
leikurinn frægi gegn Liverpool
í Tyrklandi. Það sýnir að það
vantar stöðugleika í Milan-liðið.
Þeir ætluðu að taka Arsenal með
vinstri og það er aldrei hægt í
Meistaradeildinni.“
Svíinn Zlatan Ibrahimovic fær
enn og aftur tækifæri í þessum
leikjum til þess að sýna Barca
hverju þeir eru að missa af. Það
hefur ekki alltaf gengið vel.
„Hann á ekki alltaf sína bestu
leiki í stóru leikjunum en lék vel í
fyrri leiknum gegn Arsenal. Hann
passaði ekki inn í kerfi Barcelona
enda ekki til í að hlaupa mikið.
Leikur þeirra gengur út á að vinna
boltann strax aftur með hlaupum.
Það var ekki fyrir hann og er svo
að senda pillur á Guardiola sem ég
hef aldrei skilið. Guradiola er að
þjálfa besta félagslið frá upphafi
og dapurt að Zlatan sé að þenja
sig.“
Heimir segir að Real Madrid og
FC Bayern eigi nokkuð greiða leið
í undanúrslitin en býst við því að
Chelsea lendi í vandræðum.
„Real Madrid er númeri of
stórt fyrir APOEL. Bayern
klárar Marseille án mikilla vand-
ræða. Chelsea gegn Benfica
verður hörkuviðureign. Benfica
er með flott lið og Chelsea hefur
ekki verið sannfærandi í vetur.
Portúgalska liðið á vel að geta
strítt Chelsea.“
henry@frettabladid.is
Barcelona er of sterkt fyrir Milan
Dregið var í átta liða og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Heimir Guðjónsson, sérfræðingur 365 í
Meistaradeildinni, segir að Barcelona sé of stór biti fyrir AC Milan. Hann spáir því að Chelsea lendi í vand-
ræðum með Benfica en býst við því að Real Madrid og FC Bayern fari auðveldlega í undanúrslit.
ANNAÐ TÆKIFÆRI Augu margra verða á Zlatan Ibrahimovic er hann mætir sínu gamla
félagi á ný. Hann fagnar hér marki í leik liðanna fyrr í vetur. NORDICPHOTOS/GETTY
Meistaradeildin
8-liða úrslit:
APOEL - Real Madrid
Marseille - Bayern Munchen
Benfica - Chelsea
AC Milan - Barcelona
Fyrri leikirnir fara fram 27. og 28. mars og
seinni 3. og 4. apríl.
Undanúrslit:
Marseille/Bayern - APOEL/Real Madrid
Benfica/Chelsea - AC Milan/Barcelona
Fyrri leikir 17. og 18. apríl og seinni 24.
og 25. apríl.
Fyrir nokkrum vikum bætti ég
Íslandsmetið mitt í fimmtarþraut.
Í kjölfarið átti ég samtal við eina
bestu vinkonu mína sem vakti
mig til umhugsunar og gaf mér
innblástur í þennan pistil. Þessi
vinkona mín æfir og keppir einnig
í frjálsum íþróttum. Síðastliðin ár
hafa verið henni erfið á brautinni og
ekki gengið sem skyldi. En loksins
núna í vetur fóru hlutirnir aftur að
gerast hjá henni og hún er farin
að hlaupa á mun betri tímum en
síðastliðin ár. Sama dag og ég setti
Íslandsmetið hafði hún einmitt
hlaupið á flottum tíma. Við vorum
því báðar sáttar með daginn. Ég
talaði mest um hvað mér hefði þótt
gaman í dag en hún talaði mest um
hvað hún ætti mikið inni sem kæmi
fram í næsta hlaupi. Auðvitað var ég
sammála henni í því en fannst ég
þó verða að stoppa hana þegar hún
sagði: „Ó, það verður svo gaman hjá
okkur næsta sumar.“
Af hverju þurfum við alltaf að
vera einu skrefi á undan okkur
sjálfum? Við erum varla komin yfir
endamarkslínuna þegar við erum
farin að tala um hvað næsta hlaup
á að vera rosalega öflugt. Þegar
íslenska landsliðið í handbolta
hefur keppni á stórmóti virðist það
stundum skipta meira máli að ná
góðu sæti upp á að komast inn á
næsta stórmót eða lenda í góðum
riðli í næstu undankeppni í stað
þess að ná virkilega góðum árangri
á því móti sem er í gangi akkúrat þá
stundina.
Þegar ég set Íslandsmet í
fimmtarþraut innanhúss gefur
það góð fyrirheit fyrir sumarið. Að
sjálfsögðu má líta á það þannig en
væri ekki gáfulegra bara að taka
öllum árangri fagnandi án þess að
þurfa sífellt að skilyrða hann við
eitthvað sem hugsanlega getur
orðið í framtíðinni? Ég veit að fyrir
frjálsíþróttafólk skiptir sumarið 2012
miklu máli en það kæmi mér ekki
á óvart ef að árangur sumarsins
2012 verði tengdur við sumarið
2016 þegar Ólympíuleikarnir verða
haldnir aftur.
Ég sjálf stend mig oft að því
að vera byrjuð að plana næsta
æfinga- og keppnistímabil
áður en núverandi æfinga- og
keppnistímabili er lokið. Næsta
sumar ætla ég að stökkva svona
langt, lyfta svona þungt, hlaupa
svona hratt, æfa svona mikið, vinna
allar keppnir sem ég tek þátt í og
bæta öll met. Það er auðvelt að
gleyma sér í framtíðinni og missa af
núverandi tímabili, tímabilinu sem
síðasta sumar átti einmitt að vera
tímabilið sem allt átti að ganga upp.
Það er mikilvægt að vera
samferða sjálfum sér, taka eitt
skref í einu og byrja á réttum
enda. Ætli maður sér að verða
Ólympíumeistari er gott að byrja
á því að tryggja sér keppnisrétt á
leikunum fyrst.
Að vera samferða
sjálfum sér
Iceland Express karla
Keflavík - Stjarnan 69-94 (41-53)
Stig Keflavíkur: Charles Michael Parker 25 (5
stolnir), Valur Valss. 14, Jarryd Cole 12, Magnús
Þór Gunnarss. 7, Sigurður Gunnarss. 4, Halldór
Halldórss. 3, Andri Daníelss. 2, Arnar Jónss. 2.
Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 20 (6 stoðs.),
Renato Lindmets 17 (9 fráköst), Keith Cothran
15, Marvin Valdimarss. 13, Jovan Zdravevski 10,
Fannar Helgas. 8 (13 fráköst), Dagur Jónss. 5,
Guðjón Láruss. 5, Sigurjón Láruss. 1.
Tindastóll - Þór Þorl. 97-80 (48-47)
Stig Tindastóls: Curtis Allen 25 (9 fráköst),
Maurice Miller 25, Igor Tratnik 11 (10 fráköst),
Hreinn Birgiss. 9, Helgi Margeirss. 8, Friðrik
Hreinsson 7, Þröstur Jóhannss. 6 (9 fráköst/5
stoðs.), Helgi Viggóss. 6
Stig Þórs: Darrin Govens 21, Blagoj Janev 20,
Matthew Hairston 16, Darri Hilmarsson 10,
Guðmundur Jónsson 6, Baldur Ragnarsson 5 (6
stoðs.), Grétar Erlendsson 2.
Valur - KR 72-105 (40-53)
Stig Vals: Benedikt Blöndal 14 (6 stoðs.), Birgir
Pétursson 13 (11 frák.), Kristinn Ólafsson 13,
Marvin Jackson 13, Ragnar Gylfason 11, Alexander
Dungal 6, Bergur Ástráðsson 2.
Stig KR: Emil Jóhannss. 14, Robert Ferguson 14,
Hreggviður Magnúss. 14, Dejan Sencanski 12,
Martin Hermannss. 10 (6 stoðs.), Jón Kristjánss.
10, Joshua Brown 10, Finnur Magnuss. 8, Krist
ófer Acox 5, Skarphéðinn Ingas. 4 (5 stoðs.),
Ágúst Angantýsson 2, Björn Kristjánss. 2
STAÐAN Í DEILDINNI
Grindavík 20 17 3 1799-1599 34
KR 20 13 7 1784-1681 26
Stjarnan 20 13 7 1761-1643 26
Þór Þ. 20 13 7 1704-1613 26
Keflavík 20 12 8 1785-1697 24
Snæfell 20 11 9 1877-1780 22
Tindastóll 20 10 10 1675-1732 20
Njarðvík 20 9 11 1682-1714 18
ÍR 20 8 12 1770-1855 16
Fjölnir 20 8 12 1714-1801 16
Haukar 20 6 14 1575-1654 12
Valur 20 0 20 1516-1873 0
KARFAN Í GÆR
VELKOMIN
1.250 kr
990 kr
1.750 kr
1.250 kr
1.250 kr
1.350 kr
1.450 kr
PHO víetnamskur veitingastaður Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími: 588 6868
HOLLT
OG GO
TT