Fréttablaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 10
17. mars 2012 LAUGARDAGUR10 Árvekni, stundum kallað gjörhygli, byggist á hugleiðsluaðferðum búddískrar sálfræði. Í árvekniþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Rannsóknir hafa sýnt fram á að árvekniþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð. Áherslan er að læra að nema staðar „hér og nú“, láta af sjálfstýringu hugans og sættast betur við það sem er. Með fræðslu, stuttum hugleiðsluæfingum og annarri hugarþjálfun er markmiðið að öðlast meiri hugarró og njóta betur líðandi stundar. Velkomin í núið – frá streitu til sáttar Mindfulness-based Stress Reduction Námskeiðið er í 6 vikur og hefst miðvikudaginn 21. mars í ráðstefnusal Nordica Hótel kl.17:30 til 19:00. Athugið: Engin kennsla verður 4. apríl í dymbilviku. Skráning er hjá Nordica Spa í síma 444 5090 og á http://nordicaspa.is Verð: 36.000 kr. Meðlimir Nordica Spa fá 10% afslátt Leiðbeinendur: Margrét Bárðardóttir og Herdís Finnbogadóttir sálfræðingar Innifalið 1 vika ók eypis aðgangur í alla opn a tíma Nord ica Spa, gufu og h eita potta N Á M S K E I Ð Hægt er að skrá sig á námskeiðið með tölvupósti á lagmuli@heilsuhusid.is eða í síma 578 0300 milli kl. 10 -18 virka daga. Verð kr. 6.100,- Á námskeiðinu verður þessum spurningum m.a. svarað: • Hvernig er best að byrja? • Hvernig á að sá/forrækta? • Hvernig er plantað út? • Hvaða áhöld þarf? •Hvernig fá plönturnar næringu? • Hvað þarf til að fá uppskeru allt sumarið? • Hvaða jurtir eru fjölærar? HEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR kennir hve auðvelt er að rækta grænmeti og kryddjurtir og gefur góð ráð sem nýtast byrjendum jafnt sem lengra komnum. Námskeiðsgögn fylgja sem hægt er að nota ár eftir ár! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? KALT ÚTI Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa 6.990 Panelofnar í MIKLU ÚRVALI! FRÁBÆRT VERÐ! KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ Ryco-1509 Olíufylltur 2000W rafmagnsofn m/termo stillingum og yfirhitavörn 9 þilja 8.690 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Ryco-2006T Rafmagns - þilofn Turbo með yfirhita - vari 3 stillingar 2000w 5.890 Rafmagnshita- blásari 2Kw 1.995 AFGANISTAN, AP Bandaríski her- maðurinn sem myrti sextán Afgana í síðustu viku hafði misst hluta af fæti og hlotið heilaskaða í Írak. Þetta sagði lögfræðingur hans, John Henry Browne, sem greindi frá högum hans í banda- rískum fjölmiðlum í gær. Hann hefur rætt við fjölskyldu mannsins og manninn sjálfan. Maðurinn fór út af her stöðinni um klukkan þrjú aðfaranótt síðasta sunnudags. Hann réðst svo inn á heimili í nágrenninu og skaut á þá sem þar voru. Níu þeirra sem létust voru börn. Maðurinn brenndi nokkur líkanna einnig. Rannsakendur málsins greindu frá því í gær að maðurinn hefði neytt áfengis áður en hann fór af herstöðinni. Hermönnum er bannað að neyta áfengis í landinu. Nafn mannsins hefur ekki verið gefið upp en hann var yfirheyrð- ur á fimmtudag þótt hann sýni ekki samstarfsvilja við rannsókn málsins. Hann er 38 ára gamall og hafði verið í hernum í ellefu ár. Hann er giftur og á tvö ung börn, þriggja og fjögurra ára gömul. Fjölskylda hans hefur nú verið flutt frá heimili sínu á herstöð í nágrenni borgarinnar Tacoma í Washington vegna ótta hersins um öryggi þeirra. Maðurinn hefur fengið marg- ar orður fyrir störf sín í hernum að sögn lögmannsins. Hann hefur þrisvar sinnum farið til Íraks og slasaðist tvisvar. Hann hlaut heila- hristing í bílslysi sem varð í kjöl- far bílasprengju. Þá meiddist hann á fæti í átökum og þurfti að fara í aðgerð þar sem hluti af öðrum fæti hans var fjarlægður. Hermaðurinn vildi ekki til Afganistan Hermaður sem skaut sextán manns til bana í Afganistan síðastliðinn sunnu- dag hafði misst framan af fæti og hlotið heilaskaða í herþjónustu í Írak, segir lögmaður hans. Hann hélt að hann yrði ekki sendur til frekari herþjónustu. Hamid Karzai, forseti Afganistan, gagnrýndi Banda- ríkjamenn harðlega í gær. Hann fundaði með fjöl- skyldum þeirra sextán sem létust í skotárás banda- ríska hermannsins í Kabúl í gær. Fjöl skyldurnar telja að fleiri en einn skotmaður hafi tekið þátt í árásinni og segjast ekki hafa fengið fullnægjandi upplýs- ingar hjá bandarískum yfirvöldum á staðnum. Á fimmtudag tilkynntu talíbanar að þeir hygðust slíta öllum viðræðum við Bandaríkjamenn og Karzai tilkynnti að hann vildi flýta brottför þeirra frá landinu. Þá hefur hann krafist þess að erlend herlið fari frá strjálbýlum svæðum í landinu strax. „Svona hegðun getum við ekki liðið. Tíminn fyrir slíkt er liðinn,“ sagði Karzai í gær. Hann sagðist vilja eiga í góðu sambandi við Bandaríkin en það væri sífellt erfiðara. 14 létust í þyrluslysi Tyrknesk herþyrla hrapaði á hús í Kabúl í gær með þeim afleiðingum að tólf tyrkneskir hermenn og tvö börn létu lífið. Ekki er vitað hvað varð til þess að þyrlan hrapaði en ekkert er talið benda til þess að árás hafi verið gerð á hana. Gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur Hermaðurinn hafði staðið í þeirri meiningu að hann yrði ekki sendur með herdeild sinni til Afganistan í lok síðasta árs. „Hann var ekki spenntur fyrir því að fara í nýtt verkefni. Honum var sagt að hann færi ekki, og svo sagt að hann færi,“ sagði Browne. Það væri skrítið að þrátt fyrir allt hafi hann verið sendur til herþjónustu á ný. Maðurinn kom til Afganist- an í desember síðastliðnum. Fyrsta febrúar var hann sendur til Panjwai í nágrenni Kandahar. Á laugardag, daginn fyrir skot- árásina, varð hermaðurinn vitni að því þegar annar hermaður missti fótinn í sprengjuárás. Þessar upp- lýsingar fékk Browne frá fjölskyldu mannsins, en þær höfðu ekki verið sannreyndar hjá hernum. Hermaðurinn var fluttur frá Afganistan til Kúveit á miðviku- dag og flytja á hann í herfangelsi í Bandaríkjunum. thorunn@frettabladid.is STUND MILLI STRÍÐA Formúlu 1-öku- þórinn Sebastian Vettel beið rólegur á annarri æfingu fyrir kappaksturinn í Ástralíu sem fer fram um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Fljótfærnisleg, tíð og ófagleg laga setning og vilji til þess að búa til sér- íslenskar lausnir sem ekki hafa verið reyndar annars staðar grefur undan stöðugleika og fyrirsjáan leika sem nauðsyn- legur er í alþjóðaviðskiptum. Þetta sagði Niels Jacobsen, stjórnarformaður Össurar, á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Jacobsen ítrekar með orðum sínum gagn- rýni á rekstrarumhverfi íslenskra stór- fyrirtækja sem hann setti fram á aðalfundi Össurar fyrir ári síðan. „Fyrirtækja- og lagaumhverfinu á Íslandi hefur hrakað síðustu ár,“ sagði hann og benti á að Össur starfaði nú á almennri undan þágu frá ríkjandi gjaldeyrishöftum. Yrði undanþágan afnumin myndi það hins vegar kippa fótunum undan rekstri fyrir- tækisins. „Við þurfum að sætta okkur við þvingaða skráningu á hlutabréfamarkað hér, minnkandi seljanleika og tvöfalt hlutabréfa- verð. Við þurfum að þreifa okkur áfram í umhverfi alls kyns óvenjulegra reglugerða sem samkeppnisaðilar okkar þurfa ekki að taka tillit til.“ Jacobsen sagði síðasta ár annars hafa verið fyrirtækinu gjöfult. „Frá skráningu árið 1999 hefur stærð Össurar aukist tuttugu og tvöfalt miðað við sölu og fyrirtækið orðið eitt af arðbærustu fyrirtækjum Evrópu á sviði heilbrigðistækjabúnaðar.“ - óká Sérstaða Íslands skaðar samkeppnisstöðu Össurar að mati Niels Jakobsen stjórnarformanns: Segir rekstrarumhverfinu hafa hrakað Á FUNDI Niels Jacobsen stjórnarformaður Össurar á fundi í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.