Fréttablaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 73
KYNNING − AUGLÝSING Fermingargjafir17. MARS 2012 LAUGARDAGUR 7 UM 90% UNGMENNA KJÓSA AÐ FERMAST Ferming hefur alla tíð verið mikilvæg athöfn í augum Íslendinga og rausnarlega er lagt í veisluhöld og gjafir. Nokkuð algengt er að ungmenni sem ekki voru skírð í barnæsku fái skírn fyrir ferminguna. Í ár eru það unglingar sem fæddir eru árið 1998 sem hafa gengið til prestsins í vetur og fengið fermingarfræðslu. Um hundrað íslensk börn fermast erlendis, þar af 56 í Noregi og 24 í Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu eru 4303 ungmenni hér á landi á fermingaraldri. Þar af eru 3587 í þjóðkirkjunni, eða 83%, sem fermast þetta vorið. Að auki eru tæplega 5% þessara ungmenna í lútersku fríkirkjunum. Þegar kaþólsku kirkjunni er bætt við má gera ráð fyrir að um 90% unglinga fermist í kristnum kirkjum. Þá má geta þess að árið 1962 fermdust tæplega 95% ungmenna á Íslandi í kristnum kirkjum. Alls voru 3711 börn á fermingaraldri 1. janúar það ár. 3284 fermdust í þjóðkirkjunni og 235 í lúthersku fríkirkjunum. Árið 2002 fermdust um 4200 börn í þjóðkirkjunni af þeim 4628 sem voru í þeim árgangi, eða 90 prósent. BORGARALEG FERMING „Hátíðleg athöfn sem ekki tengist kirkju eða kristni en er haldin fyrir börn á fermingaraldri (í kjölfar fræðslu um siðfræðileg og félagsleg efni.)“ Þannig er borgaraleg ferming skilgreind í íslenskri orðabók. Siðmennt hefur boðið upp á borgaralega fermingu allt frá 1989. Líkt og börn í kristinni fermingar- fræðslu þurfa börn sem fermast borgaralega að sækja námskeið þar sem ýmislegt er til umræðu. Á vef Siðmenntar www.sidmennt. is segir að íslenska orðið ferming sé þýðing á latneska orðinu con- firmare sem merki meðal annars að styðja og styrkja. Ungmenni sem fermist borgaralega séu ein- mitt studd í því að vera heilsteyptir og ábyrgir borgarar í lýðræðis- legu samfélagi en megintilgangur borgaralegrar fermingar sé að efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins og kenna þeim að bera virðingu fyrir manninum, menningu hans og umhverfi. Hápunktur borgaralegu fermingar- innar er virðuleg lokaathöfn sem foreldrar barnanna skipuleggja og stjórna með hjálp Siðmenntar. Þar eru börnin í aðalhlutverkinu. Þau koma fram prúðbúin, flytja ávörp, ljóð og sögur, spila á hljóðfæri og dansa svo fátt eitt sé nefnt. Að lokum fá þau afhent skrautritað skjal til staðfestingar því að þau hafi lokið fermingarnámskeiðinu. Ekki er nauðsynlegt að vera skráður í Siðmennt og raunar er 16 ára aldurstakmark til slíkrar skrán- ingar. Foreldrar fermingarbarns þurfa heldur ekki að vera meðlimir Siðmenntar. Öllum er frjálst að fermast borgaralega, hvort sem fólk er skráð í trúfélög eður ei. Heimild: sidmennt.is/ visindavefur.is UM FERMINGUNA Fermingar snúast um meira en veislu og gjafir, eins og fram kemur á heimasíðu Þjóðkirkjunn- ar www.kirkja.is. Þar er ferming fyrst og fremst skilgreind sem staðfesting á trú. Það er að segja, unglingurinn staðfestir skuld- bindingu foreldra og guðfeðgina í skírnarathöfninni. Hann fer með trúarjátninguna, vinnur ferm- ingarheit og þiggur fyrirbæn og blessun. Áður þarf hann að hafa lagt stund á fermingarfræðslu hjá presti sínum eða fermingarfræð- ara. Börn mega reyndar frá unga aldri ganga til altaris ásamt for- eldrum sínum þótt reglan sé að þau neyti í fyrsta sinn kvöldmál- tíðarsakramentisins við fermingu eða meðan á fermingarfræðslu stendur. Gefðu sparnað í fermingargjöf Fermingarkortið er inneignarkort sem hentar þeim vel sem vilja gefa sparnað í fermingargjöf. Lands bankinn greiðir 5.000 króna mótframlag þegar fermingar - börn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn. Fermingarkortið er gjöf sem leggur grunn að árhag framtíðarinnar. Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í öllum útibúum Landsbankans. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.