Fréttablaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 56
17. mars 2012 LAUGARDAGUR10
ORF Líftækni leitar eftir áhugasömum
sérfræðingum í eftirfarandi störf:
Sameindalíffræðingur –
klónun og skimun
Starfslýsing: Almenn vinna með DNA (plasmíð,
klónun, PCR o.s.frv.), prótein-skimun (Western Blot /
ELISA) og skráning og utanumhald gagna
Menntunar- og hæfniskröfur: B.Sc. í sameindalíffræði
eða sambærilegt. Reynsla af rannsóknarvinnu
nauðsynleg.
Lífefnafræðingur -
Tæknimaður í próteinframleiðslu.
Starfslýsing: Framleiðsla á próteinafurðum félagsins
og greining á framleiðsluafurðum með t.d. SDS-
PAGE. Starfið er að einhverju leyti utan hefðbundins
dagvinnutíma.
Menntunar- og hæfniskröfur: M.Sc. í lífefnafræði með
reynslu í próteinlífefnafræði eða sambærilegt.
Reynsla í próteinhreinsitækni (chromatography,
filtration, fractionation) æskileg. Þekking á tækni við
greiningu próteina og reynsla af notkun SDS-PAGE
og Western blot greininga æskileg.
Leitað er eftir starfsmönnum sem hafa metnað í
starfi og sýna frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í
vinnubrögðum, auk þess að búa að góðri samskipta-
hæfni og tölvukunnáttu. Nánari upplýsingar veitir
Júlíus B. Kristinsson starfsmannastjóri.
Áhugasömum einstaklingum, sem vilja taka þátt í
uppbyggingu og þróunarstarfi hjá spennandi fyrir-
tæki er bent á að senda umsókn með ferilskrá til
starf@orf.is fyrir 2. apríl.
ORF Líftækni hf. er vaxandi fyrirtæki, þar sem frum-
kvöðlaandi ríkir með mikla möguleika á framþróun í
starfi fyrir dugmikla og áhugasama starfsmenn.
Fyrirtækið er leiðandi í framleiðslu hágæða sérvirkra
próteina fyrir læknisrannsóknir, húðvörur og líftækni-
iðnað. Með þróun og nýtingu á einstakri framleiðslu-
aðferð sinni, sameindaræktun í byggi, stefnir ORF
markvisst að enn frekari uppbyggingu sem hátækni-
fyrirtæki í fremstu röð á alþjóðlegum markaði.
Áhersla er lögð á að selja vaxtaþætti, á markaði fyrir
húðvörur, til rannsóknastofa á sviði frumurannsókna
(t.d. stofnfrumurannsókna), frumuræktunar og
þróunar vefjasmíði (regenerative medicine) undir
vörumerkjunum BIOEFFECT™, ISOkine™ og öðrum
vörumerkjum.
www.innnes.is
Innnes er einn stærsti og öflugasti matvöruinnflytjandi
landsins og eru vörumerki fyrirtækisins neytendum vel
kunnug. Innnes á m.a. velgengni vörumerkja sinna að
þakka góðu og samhentu starfsfólki en hjá Innnes starfar
samhent liðsheild um 100 starfsmanna. Innnes er eigandi
Selecta á Íslandi sem sérhæfir sig í drykkjarlausnum fyrir
fyrirtæki og stofnanir.
Höfuðstöðvar Innnes eru að Fossaleyni í Grafarvogi.
Auk þess rekur fyrirtækið útibú á Akureyri.
LAGHENTUR STARFSMAÐUR ÓSKAST
Okkur vantar laghentan starfsmann á verkstæði okkar. Um er að ræða viðgerðir
á vatns- og kaffivélum, sjálfsölum ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.
Á verkstæði okkar starfa 6 starfsmenn.
Hæfniskröfur:
Umsóknum skal skilað í tölvpósti á netfangið olafurj@selecta.is
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir:
Ólafur Jóhannesson í síma 696 8586
Umsóknarfrestur er til 26. mars
Sykepleiere til Norge
Helse Personal AS søker engasjerte og faglig dyktig
sykepleiere til ulike oppdrag i Bergen og omegn til
oppdrag innenfor sykehjem, hjemmesykepleie og
bofellesskap.
Vi tilbyr gode lønnsbetingelser og god oppfølging.
Man må beherske norsk, dansk eller svensk språk
godt både skriftlig og muntlig.
Ønsker du en prat, eller mer informasjon, så er vi å
treffe på rekruteringsmessen i
Reykjavik 20.03.2012 på Hotel Borgen kl 12.00-18.00
Kontaktinformasjon: Trude Vereide, +47 908 30 003
post@helsepersonal.no www.helsepersonal.no
ERTU SNJALL
FORRITARI?
www.hr.is
Háskólinn í Reykjavík auglýsir eftir forritara í fullt starf á upplýsingatæknisvið. Í starfinu
felst ábyrgð á og umsjón með fjölbreytilegri forritun í rekstrarumhverfi skólans í
samstarfi við annað starfsfólk.
STARFSSVIÐ
Greining á þörfum, tæknilegum kröfum og hönnun
Þátttaka í þróun upplýsingatækni innan skólans
Útfærsla á lausnum
Þátttaka í rekstri og þjónustu upplýsingatækni
HÆFNISKRÖFUR
Háskólapróf á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum
Þekking og reynsla af viðurkenndum aðferðum við hugbúnaðarþróun
Þekking á og reynsla af PHP, JAVA, .NET og SQL
Færni til að greina og sjá lausnir
Umsóknarfrestur er til og með 26. mars 2012.
Tekið er á móti umsóknum á vefsíðu HR www.hr.is/lausstorf
Nánari upplýsingar um starfið veitir Heiðar Jón Hannesson, forstöðumaður upplýsingatæknisviðs,
á netfanginu hjh@ru.is