Fréttablaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 22
17. mars 2012 LAUGARDAGUR
Fyrir hvern er hagkvæmnin reiknuð, þegar kemur að því
að reikna kostnað af raforku-
flutnings kerfum? Hversu mikið
kostar vond ímynd? Margar
þjóðir eyða miklum fjármunum í
að markaðssetja sig sem best þær
geta. Ef við viljum að Suðurnes
verði vitnisburður um 19. aldar
iðnvæðingu á 21. öldinni, þá er
vitaskuld best að halda áfram á
þeirri braut sem Landsnet hefur
markað. Eftir tíu ár verður þessi
ímynd enn fjarlægari nútímanum
sem gerir hana enn sérstæðari.
E.t.v. er þetta í samræmi við áform
ríkisstjórnarinnar.
Af hverju þykir það sjálfsagt
(sbr. það sem komið hefur fram
í máli forstjóra Landsnets) að
það skili sér beint í hærra orku-
verði til almennings ef raforku-
flutningskerfi sem byggt er
fyrir einka fyrir tæki í Helguvík
verður dýrara en Landsnet gerði
ráð fyrir? Í fyrsta lagi hefur við-
komandi einkafyrirtæki væntan-
lega samið sérstaklega um annað
og lægra orkuverð en við hin
borgum. Í öðru lagi, hefði ekki átt
að taka tillit til þessa í hag kvæmni-
út reikningum fyrir tækisins?
Var það kannski hugmyndin að
almenningur stæði undir kostnaði
sem snýr að umhverfi, aðlögun
eða auknum gæðum almennt? Eru
umhverfismál og gæði kannski
alfarið á kostnað almennings –
eitthvað sem greiðist eftir skatt
en ekki með sköttum?
Þriðja leiðin
Það er eitt að byggja álver og
annað hvernig það er gert. Það
er eitt að byggja raforkuflutn-
ingskerfi fyrir loftlínur og annað
hvernig það er gert. Iðnaðarmann-
virki þarf ekki að hanna með
sama hætti og gert var snemma
á tuttugustu öld – tímarnir eru
breyttir. Auðvitað er hægt að
aðlaga iðnaðarmannvirki að nútím-
anum, landslaginu og samfélaginu
– og í sátt við það – með umhverfis-
væn sjónarmið í huga. Til þess þarf
bara vilja og það kostar ekki meira
ef rétt er að farið. Þriðja leiðin
felur í sér lausnir sem uppfylla
bæði tæknilegar og umhverfis-
legar kröfur á hagkvæman hátt.
Þrýstingur á breytingar eykst
nú hratt með vaxandi um hverfis-
vakningu og tilheyrandi um-
hverfis kröfum í mannvirkja-
hönnun. Það er e.t.v. ráð að hafa
þetta í huga, þar sem mannvirk-
in sem nú stendur til að reisa á
Reykjanesskaganum munu standa
þar um margra áratuga skeið.
Til að forðast misskilning er rétt
að taka fram að háspennumöstur í
formi „skúlptúra“, eins og oft vill
verða niðurstaðan í arkitektasam-
keppnum um háspennumöstur,
eru ólíkleg til þess að vera lausn á
vandamálinu sem hér er rætt. Það
krefst þekkingar að greina á milli
skúlptúra annars vegar og lausna
hins vegar, sem ekki bara uppfylla
kröfur til tæknilegs hlutverks,
umhverfis og kostnaðar, heldur
jafnframt bæta þær aðferðir sem
notaðar hafa verið í gegnum tíðina.
Háspennustrengir í jörðu
Háspennustrengur í jörðu er
krefjandi framkvæmd í umhverfis-
legu tilliti. Vegagerð fyrir þunga-
vinnuvélar, stórir skurðir og
fyllingar tilheyra slíkri fram-
kvæmd. Breitt svöðusár verður
eftir í landslaginu sem í íslenskum
aðstæðum er oft viðkvæmt. Í sam-
hengi við Suðvesturlínur er um
að ræða mosa og hraun, svöðusár
sem ekki verður lagað eftir á. Um
þetta hefur verið skrifað í Frétta-
blaðinu (Gústaf Adolf Skúlason,
25. nóvember 2011). Engu að síður
ber að ígrunda þennan valkost
vel, ef valið stendur á milli þess
og þeirrar lausnar sem Landsnet
býður upp á. Hér þarf bráðnauð-
synlega að kanna þriðju leiðina.
Að lokum
Hér er ekki mælt gegn loftlínum
sem slíkum, við þurfum rafmagn.
Hér er bent á að valkostirnir eru
fleiri en tveir. Í þriðju leiðinni er
að finna aðrar lausnir sem gætu
verið grundvöllur að meiri sátt
um framkvæmdir en þær sem
hér er rætt um – stóriðnaðarfram-
kvæmdir. Það má ekki gleyma
því að niðurgrafinn háspennu-
strengur út eftir Reykjanes-
skaganum veldur óafturkræfu
umhverfisraski. Jarðstrengur er
því frá umhverfissjónarmiðum að
vissu leyti vafasöm framkvæmd.
Kostnaðar hliðin er þekkt og hefur
verið rædd mikið í fjölmiðlum.
Fjárfesting í orkuflutnings-
kerfum er skv. sérfræðingum
áhættuminnsta fjárfestingin sem
hægt er að gera í orku geiranum
í dag. Umhverfisslys vofir nú
yfir Reykjanesi og með breyttri
hugsun má enn koma í veg fyrir
það. Um leið er fjárfest í nýrri
sýn, forsendum og aðferðum –
þekkingu. Nútíma verkfræði býr
yfir mýmörgum möguleikum til
þess að skapa nýjar raunveru-
lega hagkvæmar og umhverfis-
vænar lausnir sem endurspegla
samtímann og getu hans til að
leysa flókin verkefni vel. Forðumst
umhverfisslys á Reykjanesskaga.
Greinina má lesa í fullri lengd á:
www.linudans.org
19. aldar iðnvæðing á Suður-
nesjum?
Menn afla sér peninga með ýmsum hætti. Langflestir
stunda heilbrigða atvinnustarfsemi
sem gagnast þeim sjálfum og þá
ekki síður þeim sem hjá þeim vinna
og þjóðfélaginu öllu. Það köllum við
atvinnuvegi landsins. Aðrir brjóta
lög og reglur samfélagsins til að
afla fjár. Þeir tilheyra gjarnan und-
irheimum þjóðfélagsins og eru ekki
hluti af atvinnulífinu. Svo eru enn
aðrir sem stunda atvinnustarfsemi
sem lög ná ekki yfir en samræmist
ekki vitund okkar sem viljum siðað
þjóðfélag. Undir þennan flokk vil ég
fella svokölluð smálánafyrirtæki
sem bjóða lán á okurvöxtum.
Það er langt handan eðlilegra
viðskiptahátta að á Íslandi skuli
vera opinberlega boðið upp á lán-
veitingu gegn vöxtum sem eiga sér
varla aðra samsvörun hvað vaxta-
kjör varðar en þegar inn heimtir
eru vextir á fíkniefnaskuldir í
þeim ógeðfellda heimi. Á heima-
síðu smálánafyrirtækis er tafla
yfir þau vaxtakjör sem í boði eru.
Þar eru ársvextir vegna smálána á
vegum þess tilgreindir frá 390,9%
þeir lægstu, en allt upp í 657,0%
þeir hæstu. Þessi fjárplógsstarf-
semi lýtur hvorki gildandi lögum
um fjármálafyrirtæki, þar sem
smálánafyrirtækin lána fyrir eigin
reikning, eða lögum um neytenda-
lán vegna þess hve lánstíminn er
skammur.
Markhópur þessara aðila er unga
fólkið okkar. Þú bara skráir þig og
svo bíða þeir eftir að þú sendir þeim
sms og þá renna blóð peningarnir
inn á reikninginn sam stundis.
Einfalt, auðvelt og freistandi.
Hagur lánveitandans er augljós. Ef
þú getur ekki borgað að fullu þá er
ekkert vandamál að slá lán ofan á
lán.
Engir lánasamningar eru undir-
ritaðir og engin athugun er gerð á
því hvort lántakinn sé fyllilega með-
vitaður um afleiðingar lán tökunnar
eða hvort hann sé borgunar maður
fyrir skuldinni. Ég held að það dytti
t.d. engum bankastarfsmanni í hug
að veita drukknum einstaklingi lán.
En það gerist þarna. Afleiðingarnar
af þessari starfsemi hafa verið
skelfilegar í nágrannalöndum okkar
þar sem nokkur reynsla er komin
á. Fjölmörg ungmenni hafa tapað
fjárhagslegu sjálfstæði sínu í við-
skiptum við þessi „fyrirtæki“.
Þetta má ekki gerast hér á
Íslandi líka. Fyrrverandi efna-
hagsráðherra, Árni Páll Árna-
son, sá þessa hættu og lýsti því
yfir að hann vildi beita sér fyrir
löggjöf sem setur þessari ógeð-
felldu starfsemi lagaumgjörð. Því
miður entist hann ekki í embætti
til að koma því í verk. Nú vil ég
skora á alþingismenn að taka sér
í hár og lyfta höfði upp úr dægur-
þrasinu. Þarna er verk að vinna
og það strax áður en illa fer. Brýn
nauðsyn er á löggjöf sem heimilar
ekki óbreytta starfsemi af þessu
tagi. Sú löggjöf verður að fela í sér
tvennt. Að þessum aðilum verði
óheimilt að gera lánasamninga
sem ekki eru skrif legir, og hitt að
lánveitingar fari ekki fram utan
opnunartíma fyrirtækjanna. Skítt
með allar tilskipanir ESB í þessum
efnum. Framtíð fjölmargra
íslenskra ungmenna skiptir hér
öllu máli. Fjarvera Talsmanns
neytenda í þessu máli er illskiljan-
leg enda þótt hann hafi verið utan
þjónustusvæðis vegna anna sinna
undan farið eins og alþjóð hefur
séð og heyrt.
Blóðpeningar.is
Orkumál
Magnús Rannver
Rafnsson
lektor í verkfræði við
HiST University College
í Þrándheimi
Fjármál
Óðinn
Sigþórsson
Einarsnesi
HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfða 20 Reykjavík sími 585 7200
OPIÐ Virka daga 10-18 laugardaga 12-18 sunnudaga lokað
0% VEXTIR - Húsgagnahöllin býður nú upp á vaxtalaus lán til allt að 12 mánaða
NÚNA
20%
AFSLÁTTUR
MODENA sófasett.
2 sæta sófi B:156 D:90 H:82 cm.
3 sæta B:218 D:90 H:82 cm.
ASPEN La-z-boy stóll.
B:85 D:85 H:100 cm.
Fæst svörtu eða brúnu leðri.
111.980
FULLT VERÐ: 139.980
ÞÆGINDI & GÆÐI
Á GÓÐU VERÐI!
NÚNA
20%
AFSLÁTTUR
FULLT VERÐ: 209.990
2 SÆTA
183.990167.990
FULLT VERÐ: 229.990
3 SÆTA
BIM Ísland stendur fyrir kynningarfundi um notkun (BIM)
upplýsingalíkana við mannvirkjagerð þann 22. mars 2012
í Laugardalshöll, fundarsal 1 - inngangur A
ALLIR VELKOMNIR OG AÐGANGUR ÓKEYPIS
Dagskráin er eftirfarandi og hefst stundvíslega kl.13.00
13:00 – 13:10
Inngangur Orri Hauksson framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins lýsir næstu skrefum
í notkun BIM líkana frá hönnun til
framkvæmda
13:10 – 14:20
FMOS Hönnuðir kynna BIM líkan vegna
hönnunar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ
og Jóhann Örn Guðmundsson starfandi
„BIM developer“ í Noregi kynnir gerð
verkáætlana úr BIM- líkani
14:20 – 15:00
Ice consult Kynning á notkun BIM líkana við rekstur
mannvirkja
15:00 – 15:20
Kaffi – hlé Kaffiveitingar
15:20 – 15:35
Kynning frá
Tækniskólanum Ingibjörg Birna Kjartansdóttir kennari við
Tækniskólann kynnir fyrirhuguð nám-
skeið skólans um BIM fyrir verktaka , þ.e.
hvernig verktakar geta nýtt sér BIM líkön í
framkvæmdum
15:35 – 17:00
Pihl a/s Reynsla Pihl a/s af notkun BIM líkana
í framkvæmdum erlendis
Verktakar og hönnuðir !
BIM – Frá hönnun til framkvæmdar
www.bim.is