Fréttablaðið - 24.03.2012, Side 68

Fréttablaðið - 24.03.2012, Side 68
KYNNING − AUGLÝSINGBrúðkaup LAUGARDAGUR 24. MARS 20126 Hornsteinn lífs og hamingju Hjónabandið er heilög stofnun og tekið hátíðlega í flestum trúarbrögðum. Siðirnir eru þó mismunandi eins og lesa má hér að neðan um brúðkaup múslima, gyðinga og kristinna manna. Hjónaband er einn af hornsteinum tilverunnar meðal gyðinga og einstakt tilefni til hátíðahalda. Brúðkaupi gyðinga fylgir langur undirbúningur hefða og reglna. Rabbíni hefur umsjón með athöfninni, en vinir eða fjöl- skyldumeðlimir mega stjórna henni með leyfi rabbína. Athöfnin byrjar á undirritun hjúskaparsáttmála í viðurvist fjögurra votta og embættismanns. Næst setur brúðgum- inn brúðarslör yfir andlit brúðar sinnar, sem tákn um að fæða hana, klæða og vernda um ókomna tíð. Brúðurin klæðist yfirleitt hefðbundnum, hvítum brúðarkjól og brúðguminn svörtum smóking. Brúðurin mætir síðust til athafnarinnar og er oft fylgt af föður sínum að chuppah, sem er eins konar tjaldhiminn þar sem brúðhjónin eru gefin saman. Þar gengur hún sjö sinnum eða oftar í kringum framtíðar eiginmann sinn. Hefð segir að brúð- hjónin skuli fasta á brúðkaupsdaginn til að hreinsa sig af syndum sínum og hefja hjónaband með hreinan skjöld. Talan sjö er táknræn í gyðingabrúðkaupum; drukknir eru sjö bikarar víns því Guð skapaði heiminn á sjö dögum og í veislunni eru brúðhjónin blessuð sjö sinnum. Mikilvægasta athöfnin er þegar brúðguminn gefur brúði sinni hring, en hann þarf að vera látlaus, án steina eða skrauts og alls ekki fenginn að láni. Athöfnin endar á því að brúðguminn brýtur glerstaup með fæti sínum og eftir það rignir yfir brúðhjónin hamingjuóskum. Kristnir menn trúa því að hjónabandið sé Guðs gjöf og því ekki sjálf- gefin. Að gefast hvort öðru í Guðs húsi er mikilvægt, á forsendum þess að byggja framtíð og fjölskyldulíf saman. Hjónaband meðal kristinna er opinber yfirlýsing um ást og skuldbindingu, frammi fyrir fjölskyldu og vinum. Meðal kaþólskra er Guð álitinn upphafsmaður hjónabandsins sem er guðdómleg stofnun sem aldrei má skemma, jafnvel þótt brúðhjónin skilji að lögum, því svo lengi sem þau bæði lifa álítur kirkjan þau sameinuð af drottni. Kaþólskir eru hvattir til að gefast öðrum kaþólikkum til að öðlast fullkomið samneyti hugar og lífs, þótt í dag séu „blönduð hjónabönd“ algengari en áður. Meðal kaþólskra tíðkast tvenns konar brúðkaupsat- hafnir; ein fjögurra tíma með messu og önnur án messu, sem tekur um tuttugu mínútur. Múslimabrúðkaup kallast nikah og eru afar mismunandi enda er íslamstrú iðkuð á mismunandi menningarsvæðum. Athöfnin er látlaus og þarf brúðurin ekki að vera viðstödd ef hún sendir til hennar tvo vitundarvotta. Nærvera íslamsks prests er ekki nauðsyn en oftar en ekki leiðir hann athöfn- ina og fer með stutta predikun. Lesið er upp úr Kóraninum og skipst á tryggðarheitum í votta viðurvist. Gifting mús- lima má ekki fara fram með leynd og því gerð opinber með miklum veisluhöldum. Flestar brúðir klæðast hefðbundn- um, hvítum brúðarkjól en asískar múslimabrúðir klæðast gjarnan purpurarauðum fatnaði með gullþráðum og láta flúra hendur sínar og fætur með henna-litum. Í sumum menningarsamfélögum er skotið af byssum og dansað af glaðværð í brúðkaupum sem standa oft dögum saman. UPPRUNI HVEITIBRAUÐSDAGA Orðið hveitibrauðsdagar er notað yfir fyrstu daga hjónabands en það hefur verið í mál- inu frá því að síðari hluta 19. aldar. Þar segir að orðið sé tökuorð úr dönsku, samanber hvedebrødsdage. Skýringin er sú að hveiti- brauð var borðað á hátíðisdögum. Viðey er paradísareyja og draumastaður elskenda á brúðkaupsdaginn,“ segir Friðgeir Ingi Eiríksson, yfirkokkur á Hótel Holti, en Gallery Restaur- ant sér um veisluhald í Viðeyjar- stofu árið um kring. „Til Viðeyjar streyma brúðhjón frá öllum heimshornum til að gefast hvort öðru í einstakri náttúrufegurð og friðsæld eyjunnar, enda magnað að geta haldið brúðkaup á einkaeyju við litskrúðugt sólarlag sem merlar í sænum en líka undir dansi norður- ljósa þegar eyjan skartar sínu feg- ursta vetrarskarti,“ segir Friðgeir um eina rómantískustu eyju lýð- veldisins. Í Viðey að sumri til eru brúð- hjón gefin saman í Viðeyjarkirkju og hægt að bjóða allt að 150 gestum til brúðkaupsveislu í Viðeyjarstofu. „Brúðkaupsdagurinn er einn af merkisdögum lífsins og við leggjum metnað í að brúðhjónin og gestir þeirra njóti hans til fulls. Á neðri hæð Viðeyjarstofu er barnagæsla og afþreying fyrir káta krakka svo fullorðna fólkið geti setið rólegt yfir borðhaldinu. Þá mætum við öllum óskum í mat og drykk, finnum út hver er uppáhaldsmatur brúð- hjónanna og færum í sparibúning sem smárétti á milli rétta til að gefa brúðkaupsveislunni enn persónu- legra bragð,“ segir Friðgeir, og að sjálfsögðu baka matreiðslumeist- arar Hótels Holts draumabrúðar- tertu brúðhjónanna. „Viðey er umlukin rómantík og afslappaðri stemningu. Salurinn í Viðeyjarstofu er bæði konunglegur og kósí, og margir vilja njóta töfra eyjunnar utanhúss, ganga að Frið- arsúlunni eða í fagra laut til að upp- lifa sem mest af eyjunni,“ segir Frið- geir. Upplýsingar um lausa daga til sumarbrúðkaups í Viðey fást á Hótel Holti í síma 552 5700 eða á netfang- inu videyjarstofa@holt.is. Sjá nánar á www.videyjarstofa.is. Ást að eilífu í Viðey Sumarbrúðkaup á einkaeyju uppfyllir rómantíska drauma brúðhjóna. Í Viðey á sundunum bláu fullkomnar allt hinn stóra dag; kirkja, fegurð og konungleg veisluhöld. Friðgeir Ingi Eiríksson, yfirkokkur á Hótel Holti. MYND/DANÍEL Í Viðeyjarstofu fá brúðhjónin konunglegar móttökur og þar er stjanað við þau í hvívetna. Íris Lind brúðkaupstónlist þú finnur mig einnig á vefnum www.irislind.is Netfang: iris77@internet.is · gsm: 696 1178
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.