Fréttablaðið - 24.03.2012, Page 70
KYNNING − AUGLÝSINGBrúðkaup LAUGARDAGUR 24. MARS 20128
BLETTIR Í DÚKUM
Súkkulaðiklessur er best að láta þorna og skafa
svo burt. Eftir á þarf svo að bleyta upp í blettinum
og bera í hann uppþvottalög eða lífræna sápu.
Dúkurinn er svo látinn í plastpoka, bundið fyrir
og hann látinn bíða í nokkra klukkutíma. Þá er
skolað úr blettinum og dúkurinn þveginn í vél á
venjulegan máta.
Rauðvínsbletti skal þurrka vel upp með klút eða
pappír. Þá má strá vel af salti yfir blettinn en saltið
dregur vökvann upp. Ef hvítvín er við höndina
er hægt að hella því strax yfir og þurrka svo upp
með svampi. Eins virkar vel á rauðvínsbletti að
bera uppþvottalög á blettinn og setja í poka.
Dúkurinn er síðan þveginn í vél eftir að þessi ráð
hafa verið reynd. Sjá Leiðbeiningastöð heimilanna.
Salt dregur upp vökvann
sem helltist niður.
LÖGIN Í BRÚÐKAUPINU
Það getur verið höfuðverkur að
velja réttu lögin fyrir brúðkaupið.
Brúðurin velur yfirleitt lag handa
brúðgumanum til að flytja í
kirkjunni og svo öfugt. Einnig þarf
að velja heppileg lög í veisluna
en þá eru valin fjörug danslög.
Íslensk lög með texta um ástina
hafa verið vinsæl í brúðkaupum.
Má þar nefna Ást við fyrstu sýn
eftir Magnús Þór Sigmundsson
og Bláu augun þín eftir Gunnar
Þórðarson. Þá hefur sálmurinn
Amazing Grace verið afar vinsæll í
íslenskum brúðkaupum.
Samkvæmt könnun á erlendum
brúðarvef hefur lagið Just A Kiss
fengið góða dóma sem brúðarlag
en flytjandi er Lady Antebellum.
Á síðasta ári virðist lagið I Do með
Colbie Caillat vera langvinsælast
og fékk fjórar stjörnur af fimm
mögulegum. Næst á eftir því
kom What Makes You Beautiful
með One Direction, A Thousand
Years með Christina Perri, Are
You Gonna Kiss Me or Not með
Thomson Square og I Can‘t Wait
með Runner Runner.
Sitt sýnist hverjum þegar kemur
að lagavali í brúðkaupinu en
auðvelt er að finna lagalista á
netinu fyrir þá sem eru óákveðnir.
GIFTA SIG Á ÖLLUM ALDRI
Karlar á Íslandi eru flestir á
aldrinum 30-34 ára þegar þeir
kvænast. Á árinu 2010 voru þeir
387 samkvæmt vef Hagstofunnar.
Algengasti giftingaraldur kvenna
er hins vegar 25-29 ára. Á árinu
2010 giftu sig 426 konur á þeim
aldri. Konur virðast almennt yngri
þegar þær ganga í hjónaband
heldur en karlar.
Árið 2010 voru 173 konur á
aldrinum 20-24 sem giftu sig á
móti 74 körlum á sama aldri. Fólk
gengur í hjónaband á öllum aldri.
Á árinu 2010 gengu 30 konur í
hjónaband sem komnar voru yfir
sextugt á móti 66 körlum.
Ellefu stúlkur á aldrinum 15-19
ára gengu í hjónaband árið 2010
á móti þremur piltum á þeim
aldri.
Hjónavígslur á þessu ári voru
1547, þar af 1201 í kirkju en 346
borgaralegar. DALSHRAUN 8RB RÚM 220 HAFNARFIRÐI SÍMI 555 0397WWW.RBRUM.IS
Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson
ehf. framleitt rúm af öllum stærðum
og gerðum, allt eftir þínum óskum.
Lengd, breidd og mismunandi hæð á
rúmunum eykur þægindin.
Við ráðleggjum fólki að hafa tvær
dýnur í öllum hjónarúmum, tengja
dýnurnar saman með rennilásum.
Mismunandi stífleika er hægt að
velja um allt eftir þyngd þeirra sem á
dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á
rúmið þitt og stígur létt framúr.
Hafið samband við sölumenn okkar
fyrir frekari upplýsingar.
Alþjóðleg viðurkenning
fyrir framúrskarandi
árangur í framleiðslu í
rúmum og springdýnum.
OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ 8 - 18
OG Á LAUGARDÖGUM FRÁ 10 - 14
ÍSLENSK HÖNNUN