Fréttablaðið - 24.03.2012, Page 84
24. mars 2012 LAUGARDAGUR48 48
menning@frettabladid.is
SERENÖÐUR OG MANSÖNGVAR
ÁGÚST ÓLAFSSON, BARÍTÓN
ANTONÍA HEVESI, PÍANÓ
HÁDEGISTÓNLEIKAR
ÍSLENSKU ÓPERUNNAR
NORÐURLJÓSUM, HÖRPU
ÞRIÐJUDAGINN 27. MARS KL. 12.15
WWW.OPERA.IS
TÆLINGARSÖNGVAR
AÐGANGUR
ÓKEYPIS
HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfða 20 Reykjavík sími 585 7200
OPIÐ Virka daga 10-18 laugardaga 12-18 sunnudaga lokað
0% VEXTIR Húsgagnahöllin býður nú upp á vaxtalaus lán til allt að 12 mánaða
BASTION Sófaborð
B:70 L:130 H:50.
Kr. 59.990
TIFFANY Svefnsófi B:98 L:145 H:80.
Kr. 119.990 fullt verð 149.990.
NÚNA
20%
AFSLÁTTUR
ÁSKAHÁTÍÐ
BASTION Borðstofuborð B:90 L:180 H:75. Kr. 99.990
MERIT borðstofustóll 20% AFSLÁTTUR, fæst í gráu áklæði kr. 19.990 fullt verð 24.990.
„Starfi hönnuðarins má lýsa þann-
ig að hann fer í eldflaug til tungls-
ins. Þegar þangað er komið fer
hann að leika sér, fær alls konar
brjálaðar hugmyndir og hug-
myndaflugið fær lausan tauminn.
Svo þarf hann að fara til baka til
að framleiða, setja vöruna í sölu-
ferli og finna út verðið á henni. En
mig langaði til að stoppa hann á
tunglinu.“
Svona lýsir Steinunn Sigurðar-
dóttir fatahönnuður hugmyndinni
að baki sýningunni Fingramál,
sem nú stendur yfir í Hönnunar-
safni Íslands, en þar er Steinunn
sýningarstjóri. „Í valinu á hönnuð-
um valdi ég þá sem höfðu unnið í
prjóni eða vefnaði, hvort sem það
voru listamenn, eins og Hrafn-
hildur Arnardóttir, eða vöruhönn-
uðir, eins og Volki. Ég vissi að þau
myndu þekkja hvað þráðurinn
gerir og hvað hann getur gert fyrir
þá. Auk Hrafnhildar og Volka
eiga Mundi, Bára Hólmgeirsdótt-
ir, Bergþóra Guðnadóttir og Erna
Einarsdóttir verk á sýningunni.
Steinunn segir það mikið frelsi
fyrir fatahönnuði að fá að sinna
sköpun sinni án þess að þurfa að
hugsa um að úr eigi að verða vara.
„Það er mjög mikilvægt fyrir
hönnuði að fá að vinna svona af og
til því það setur hugsunina í allt
annað form. Með þessu móti fáum
við að sjá betur inn í hugmynda-
heim hönnuðanna,“ segir hún.
„Verkin sem þau sýna hafa leynst
inni í skúmaskotum þeirra.“
Allir listamennirnur fengu lita-
spjald til að vinna með, sem öll
voru í ljósum litum. „Það sést best
í ljósum litum hvernig garnið virk-
ar, hvernig þræðirnir og saumarn-
ir liggja og hvernig skuggarnir
falla,“ útskýrir Steinunn.
Hún er yfir sig hrifin af útkom-
unni og segir alla listamennina
hafa staðist ögrun hennar, sem
sýningin hafi vissulega verið.
Fingramál er framlag Hönnun-
arsafnins á HönnunarMars 2012
og stendur til 20. maí næstkom-
andi. holmfridur@frettabladid.is
Numið staðar
á tunglinu
VERK BÁRU HÓLMGEIRSDÓTTUR „Hugar-
heimur Báru er viðamikill og ljóðrænn
og skemmtilegur að horfa á. Ég vil
sjá meira eftir hana,“ segir Steinunn
Sigurðardóttir um verk Báru Hólmgeirs-
dóttur.
TRÖLLKONA Erna Einarsdóttir ímyndaði
sér einhvers konar tröllkonu eða veru
sem var búin að vera lengi í náttúrunni
og dregur hluti á eftir sér við sköpun
síns verks.
VERK BERGÞÓRU GUÐNADÓTTUR „Bergþóra sýnir hvað hún er ofsalega fíngerð í sinni
hönnun og hugarheimi með þessu verki,“ segir Steinunn Sigurðardóttir um verk
Bergþóru Guðnadóttur.
LYKKJA FRÁ VOLKA „Lykkjan er upphafið
að vinnu okkar með þráð, hvort sem
það er ull, reipi eða stálvír. Lykkjan
er jafnfjölbreytileg eins og efnin sem
mynda hana,“ segir í lýsingu á verkinu.
Þeir sem misstu af leiksýning-
unni Súldarskeri eftir Sölku
Guðmundsdóttur geta bætt sér
það upp í kvöld. Þá verður auka-
sýning á verkinu sem frumsýnt
var í janúar í fyrra. Sýningin
hlaut mikið lof gagnrýnenda og
áhorfenda og fékk hún tvær til-
nefningar til Grímunnar á síð-
asta ári.
Vegna
anna
þurfti
að hætta
sýningum
fyrir fullu
húsi.
Verkið
er ærsla-
full, tragí-
kómísk
ráðgáta
sem ger-
ist í ein-
angruðu
bæjar-
félagi
sem á
sér ógn-
vænlegt leyndarmál. Tveimur
aðkomukonum skolar upp á hið
grámyglulega Súldarsker í ólík-
um erindagjörðum. Koma þeirra
setur samfélagið úr skorðum og
hrindir af stað æsispennandi
atburðarás.
Með hlutverk kvennanna fara
Aðalbjörg Árnadóttir og Marí-
anna Clara Lúthersdóttir en leik-
stjóri er Harpa Árnadóttir.
Súldarsker
sýnt í kvöld
SÉRSTAKT VEFUPPBOÐ á keramik eftir Guðmund frá Miðdal hefst í dag á síðunni upp-
bod.is og og stendur til 11. apríl 2012. Á þessu uppboði eru keramikmunir sem aldrei áður hafa
sést á uppboði hjá Gallerí Fold eins og Maríuerlupar, Folald og Viti auk fjölmargra annarra muna.
SÚLDARSKER Aðalbjörg
Árnadóttir og Maríanna
Clara Lúthersdóttir í hlut-
verkum sínum.