Fréttablaðið - 24.03.2012, Page 86
24. mars 2012 LAUGARDAGUR50
HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR · GISSUR PÁLL GISSURARSON / ÞÓRA EINARSDÓTTIR · GARÐAR THÓR CORTES
ÁGÚST ÓLAFSSON · HRÓLFUR SÆMUNDSSON · JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON
HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR · BERGÞÓR PÁLSSON
HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON · LEIKSTJÓRI: JAMIE HAYES
LEIKMYND: WILL BOWEN · BÚNINGAR: FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR · LÝSING: BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON
„Tímamótaviðburður í tónlistarlífinu“
- Jónas Sen, Fréttablaðið
„Frábær skemmtun og frammistaða“
- Ríkharður Örn Pálsson, Morgunblaðið
„Þarna verða til sannir töfrar...
Maður tók andköf í glæsilegustu aríunum“
- Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is
„Bravo! Bravi! Bravissimo!“
- Ólafur Arnarson, pressan.is
NÆSTU SÝNINGAR:
LAUGARDAGINN 31. MARS KL. 20 - 3. SÝNING - UPPSELT
SUNNUDAGINN 1. APRÍL KL. 20 - 4. SÝNING - ÖRFÁ SÆTI LAUS
LAUGARDAGINN 14. APRÍL KL. 20 - 5. SÝNING - ÖRFÁ SÆTI LAUS
FÖSTUDAGINN 20. APRÍL KL. 20 - LOKASÝNING
Minnum á kynningar á
La Bohème í boði Vinafélags
Íslensku óperunnar í Kaldalóni
kl. 19 hvert sýningarkvöld
- Hugo Shirley, Daily Telegraph, London
„Rosaleg upplifun... Sjónarspilið var magnað...
Snilldarlega vel sett upp“
- Ingi Þór Jónsson og Kristjana Stefánsdóttir,
Listræninginn á Rás 1
„Stórkostleg sýning í öllu tilliti...
Sennilega besta uppfærsla sem ég hef séð
hjá Íslensku óperunni“
- Helgi Jónsson, Víðsjá á Rás 1
MIÐASALA Í HÖRPU OG Á WWW.HARPA.IS
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
PÁSKAVERÐ*
Miele þvottavél W1634
áður kr. 184.500
nú kr. 169.900
Miele þvottavél W1714
áður kr. 202.500
nú kr. 184.900
* á meðan byrgðir endast
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 24. mars 2012
➜ Fundir
15.00 Sögufélagið Húnvetningur held-
ur aðalfund sinn í Fræðslusetrinu að
Einbúastíg 2 á Skagaströnd sem hefst
með fyrirlestri Þorláks Axels Jónssonar
um rán Hollendinga á Skagaströnd
1686 og samskipti þjóðanna á 17.öld.
➜ Sýningar
12.00 4Horn opna dyr sínar fyrir gesti
og gangandi með sýningunni Form-
heimar. Þar leika mynstrin úr Íslensku
sjónabókinni aðalhlutverk, en sýningin
er samstarfsverkefni fyrirtækisins og
hönnuðarins Ingibjargar Sigurðardóttur.
14.00 Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
opnar myndlistarsýninguna Faðirinn í
Flóru í Listagilinu á Akureyri.
16.00 Sýningin Tilvist opnar í Listasafni
Reykjanesbæjar. Myndlistamaðurinn
Jón Axel sýnir ný málverk og vatns-
litamyndir.
➜ Söfn
10.00 Safnahelgi verður haldin á
Suðurnesjum. Ókeypis aðgangur verður
á öll söfn og þá dagskrá sem í boði
er. Dagskrá helgarinnar má nálgast á
safnahelgi.is.
➜ Umræður
14.00 Heimspekikaffihúsið verður á
Horninu, Hafnarstræti 15. Umræðuefnið
er Á maður alltaf að segja það sem
manni finnst? Rætt verður um málfrelsi
og hatursáróður. Allir velkomnir.
➜ Kvikmyndir
16.20 Frumsýning verður í Menningar-
miðstöðinni Gerðubergi á heimildar-
mynd Kristins Arnar Guðmundssonar
um Pál Guðmundsson á Húsafelli.
Aðgangur er ókeypis.
➜ Uppákomur
10.00 HönnunarMars heldur áfram.
Dagskrána má sjá á honnunarmars.is.
14.30 Páskaeggja-Bingó verður í Breið-
firðingabúð, Faxafeni 14. Allir velkomnir.
➜ Málþing
15.00 Málþing Sambands íslenskra
myndlistarmanna verður haldið í fyrir-
lestrarsal Listaháskóla Íslands að Skip-
holti 1, fyrstu hæð. Yfirskrift málþingsins
er Starfsumhverfi myndlistarmanna.
➜ Tónlist
14.00 Tónlistardagskrá verður í Menn-
ingarmiðstöðinni Gerðubergi, í tilefni
sýningar Páls á Húsafelli sem stendur
þar yfir núna. Tónleikarnir og sýningin
eru tileinkuð minningu Thors Vilhjálms-
sonar, rithöfundar.
17.00 Kammerkórinn Ópus er flytjandi
á tónleikum í Seltjarnarneskirkju. Söng-
stjóri er Signý Sæmundsdóttir og með-
leikari Bjarni Jónatansson.
23.00 Magnús Einarsson og Tómas
Tómasson skemmta á Ob-La-Dí Ob-
La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr.
1.000.
23.00 Agent Fresco, Vicky og Cater-
pillarmen spila á tónleikum á Gauk á
Stöng. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og 20
ára aldurstakmark.
➜ Leiðsögn
14.00 Guðrún Tryggvadóttir mynd-
listarmaður leiðbeinir gestum í teikn-
ingu á sýningunni Ásjóna í Listasafni
Árnesinga.
15.00 Hildur Ýr Jónsdóttir tekur þátt í
leiðsögn um sýninguna Rætur - íslensk
samtímaskartgripahönnun í Hafnarborg.
➜ Fyrirlestrar
11.30 Eygló Harðardóttir alþingis-
maður verður gestur á laugardagsspjalli
Framsóknar að Hverfisgötu 33. Eygló
ræðir um lífeyrissjóðina og hvort einn
lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn væri
hagkvæmur kostur. Heitt á könnunni og
allir velkomnir.
12.30 Mímisþing, málþing íslensku-
nema við HÍ, haldið í fundarsal Reykja-
víkurAkademíunnar í JL-húsinu, 4. hæð.
13.00 Þriðji fyrirlesturinn í fyrir-
lestraröðinni Panora - listir, náttúra og
stjórnmál fer fram í Listasafni Íslands.
Á þessum fyrirlestri ræða Rúrí og
hinn sænski Jonatan Habib Engquist
um verkefni sem þau hafa unnið að.
Aðgangur er ókeypis.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
„Þetta er skræpóttasta sýning
sem ég hef séð og ekkert smá
skemmtilegt verkefni,“ segir
Halla Sólveig Þorgeirsdóttir,
teiknari og einn af skipuleggj-
endum sýningarinnar Phobo-
phobia sem er í gangi í Bíó Para-
dís um þessa dagana.
34 íslenskir teiknarar tóku
sig saman og slógu upp sýning-
unni, sem er myndræn framsetn-
ing undir þemanu Phobia. „Allir
teiknararnir á bakvið sýninguna
starfa sem teiknarar og hafa
verið að myndskreyta barnabæk-
ur, auglýsingar, umbúðir og ég
veit ekki hvað,“ segir Halla. Hver
teiknari valdi sér eina fóbíu eða
hræðslu til að túlka í verki sínu,
og segir Halla vera allan gang
á því hvort um alvarlegar eða
fyndnar myndir sé að ræða en
sýningin bjóði upp á allan skal-
ann. „Það er gaman að sjá hvað
verkin eru ólík og gaman að gefa
teiknurum, sem yfirleitt vinna
með kúnna eða textahöfundi,
tækifæri til að vinna þetta verk-
efni algjörlega frá eigin brjósti,“
segir Halla.
Sýningarskráin er líka hluti
af sýningunni, því hver teikn-
ari teiknaði einn líkamspart í
tengslum við sína fóbíu á spjöld-
in, sem gestir eru hvattir til að
taka með sér heim, klippa út og
búa til hræðilegt skrímsli. Hægt
er að senda inn myndir af sínum
skrímslum og vinnur sigurvegar-
inn áritað eftirprent úr sýning-
unni, að eigin vali.
Um er að ræða 34 verk, eitt
frá hverjum teiknara, og eru
öll verkin til sölu á heimasíð-
unni muses.is, Félag íslenskra
teiknara styrkir sýninguna sem
er hluti af HönnunarMars og er
opin til 30.mars. - trs
Fóbíu-teikningar
í Bíó Paradís
ENSK MENNING Halldór Baldursson
teiknari teiknaði þessa mynd sem
lýsir hræðslu við England og enska
menningu.
ELDHRÆÐSLA Halla Sólveig Þorgeirs-
dóttir á þessa teikningu sem sýnir
Pyrophobiu, eða hræðslu við eld.