Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 12
12 9. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR P aul Larsson, prófessor við Lögregluháskólann í Ósló, ráðlagði Íslendingum í samtali við Fréttablaðið í gær að vænta ekki of mikils af saksókn vegna efnahagsbrota í aðdraganda bankahrunsins. Ólíklegt væri að þungir dómar féllu vegna meiriháttar mála. Larsson, sem flutti erindi á ráð- stefnu Norræna sakfræðiráðsins á Selfossi, segir að eftir norrænu bankakreppuna fyrir tveimur áratugum hafi komið í ljós að vegna þess hvað efnahagsbrot séu flókin og sönnunarfærslan þung hafi saksókn í fæstum tilvikum skilað sér í sakfellingu. Íslend- ingar þurfi að búa sig undir að dómar sem hér falli snúi að stórum hluta að „smærri“ afbrotum á borð við bókhaldsbrot. Þetta er möguleiki, sem þarf að gera ráð fyrir. Margir hafa mikl- ar væntingar til þess að starfsemi embættis sérstaks saksóknara skili sér í þungum dómum yfir bankamönnum og viðskiptajöfrum, sem óumdeilt er að tóku of mikla áhættu sem á endanum varð bankakerfinu að falli. Hins vegar er fyrir það fyrsta ekki víst að lög hafi verið brotin í málum sem sérstakur saksóknari rannsakar. Rannsókn getur skilað þeirri niðurstöðu að enginn ásetningur hafi verið um slíkt. Það er líka hugsanlegt að jafnvel þótt hann hafi verið fyrir hendi, sé ekki hægt að sýna fram á það þannig að hafið sé yfir vafa. Kaarlo Jännäri, finnski sérfræðingurinn sem á sínum tíma var fenginn til að taka út fjármálaeftirlit á Íslandi, benti í skýrslu sinni á að bankar og stórfyrirtæki hefðu einblínt á bókstaf fremur en anda laganna. Þau hefðu haft her lögfræðinga í að finna glufur í banka- og fyrirtækjalöggjöfinni með eignarhaldsflækjum og lagakrókum. Þessi vonda fyrirtækjamenning stuðlaði ekki aðeins að falli bankakerfisins, hún getur líka haft í för með sér að erfitt verði að draga menn til ábyrgðar. Jännäri og margir fleiri sem hafa fjallað um íslenzka fjármála- kerfið leggja áherzlu á að hér verði byggt upp skilvirkt fjármála- eftirlit og lært af mistökum sögunnar. Paul Larsson segir að slíkir lærdómar af kreppunni 1989-1990 hafi gert að verkum að Norð- menn hafi komizt hjá því að lenda í sömu sporum og Íslendingar þegar fjármálakreppan skall á árið 2008. Hann bendir á að það sé auðveldara og einfaldara að grípa inn í áhættusama starfsemi fjármálastofnana með stjórnsýsluaðgerðum á borð við sektir og leyfissviptingar en með því að fara með mál í gegnum lögreglurannsókn og dómstóla. Það segir sig líka sjálft að sú leið er líklegri til að fyrirbyggja kerfishrun en dómstólaleiðin. Að sjálfsögðu vona flestir að þeir sem brutu af sér í aðdraganda bankahrunsins verði látnir taka ábyrgð á gerðum sínum. En við verðum líka að hafa í huga þá grundvallarreglu réttarríkisins að brot þarf að sanna til að hægt sé að refsa fyrir þau. Það er að minnsta kosti óráðlegt að hengja sálarheill sína á það að þungir dómar falli. Það hversu fáar ákærur eru komnar fram, þremur og hálfu ári eftir hrun, sýnir hvað málin eru flókin sem sérstakur saksóknari glímir við. Niðurstaðan í þeim málum skiptir líka hlutfallslega litlu máli til að hindra að annað bankahrun geti orðið á Íslandi, miðað við þá vinnu sem enn er ólokið við að efla fjármálaeftirlit og hagstjórn á Íslandi. Þó fær sú vinna bæði mun minni athygli og fjármuni en saksókn efnahagsbrotanna. Hvað ef fáir fá þunga dóma fyrir efnahagsbrot? Sök þarf að sanna Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Það hefur vart farið framhjá landsmönn-um að umfangsmikið málþóf á sér stað á Alþingi þessa dagana. Tilefnið er tillaga um fækkun ráðuneyta og verkaskipting innan stjórnarráðsins. Frá því vorið 2011 hefur stjórnarandstaðan (Sjálfstæðisflokk- ur og hluti Framsóknarflokks) rætt skipan stjórnarráðsins af kappi, með hléum. Nú má að sjálfsögðu hafa á þessu máli ólíkar skoðanir eins og öðrum, en að ræða það dögum og vikum saman er nú fullmikið af því góða. Í flestum þingræðisríkjum er fjöldi ráðuneyta og verkaskipting þeirra í millum einfaldlega ákveðin með reglugerð forsætisráðherra. Verkaskipting stjórnar- ráðsins er talin á ábyrgð ríkisstjórnar en ekki þingsins. Þar sem skipan ráðuneyta er ákveðin með lögum, t.d. í Finnlandi, dytti engum í hug að efna til stórpólitískra deilna eða málþófs í þingsal vegna breytinga á stjórnarráðinu. Langdregin ræðuhöld um stjórnarráðið á Alþingi verður að skoða í þessu ljósi. Þetta leiðir óneitanlega hugann að því að málþóf er nær óþekkt fyrirbæri í þingræð- isríkjum Evrópu. Hollast er okkur að líta til nágranna okkar á Norðurlöndum. Ef þing- menn vilja sterkt þing og sjálfstætt í störf- um þá eru norrænu þingin góð fyrirmynd. Hér á landi er gjarnan talað um málþóf sem eðlilegt og sjálfsagt vopn stjórnarandstöðu á hverjum tíma. Nánast er talað um málþóf eins og náttúrulögmál. Ég skora á þá sem verja málþóf að benda á norræn dæmi máli sínu til stuðnings. Með því að stunda málþóf um fjölda ráðu- neyta hefur verið settur nýr mælikvarði um málþóf á Alþingi. Stjórnarandstaðan leikur sér að eldi. Hér eftir verður málþóf réttlæt- anlegt um hvaða mál sem er, jafnvel fjár- lög. Ég skora því á þingmenn stjórnarand- stöðunnar að hugsa sig um tvisvar áður en málþófi um fjölda ráðuneyta verður fram haldið. Þingmenn stjórnarflokkanna verða einnig að hugsa með gagnrýnum hætti um þingstörfin enda eru margir þeirra börn hinnar illræmdu málþófshefðar. Málþóf um fjölda ráðuneyta er sjúkdómseinkenni, undirliggjandi er sjúkdómur sem takast þarf á við. Leikur að eldi Stjórnmál Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður Hér eftir verður málþóf réttlætanlegt um hvaða mál sem er, jafnvel fjárlög. Hræsni Fátt óttast Íslendingar meira en að útlendingar komi og steli fiskinum úr sjónum þeirra. Drjúgur hluti and- stæðinga aðildar Íslands að Evrópu- sambandinu grundvallar afstöðu sína á þessari hræðslu. Á sama tíma lóna íslenskir togarar úti fyrir ströndum fátækustu ríkja Afríku, moka þar upp fiski í kappi við tréduggur heima- manna og stunda það sem sumir kalla rányrkju, eins og DV hefur greint frá. Ekki er að sjá að margir missi svefn yfir þessu hér norður frá. Við erum nefnilega álíka flink í tvískinnungi og fiskveiðum. Allir þægir Senn líður að lokum aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Þegar kosningabarátta já- og nei-fylkinganna stendur fyrir dyrum ríður á að allir haldi hópinn. Hvorug þeirra má við því að uppreisnarseggir hlaupi útundan sér og viðri efasemdir sem gætu komið samherjum þeirra illa. Flestir stjórnmála- flokkar eru til dæmis við- kvæmir fyrir slíkum frávikum, en kannski síst Samfylkingin. Hún hefur staðið sem einn maður að baki ESB- aðild. Efasemdarmaður fær stöðu Guðbjartur Hannesson, velferðarráð- herra Samfylkingarinnar, hefur skipt um stjórnarformann hjá Íbúðalána- sjóði. Katrín Ólafsdóttir hagfræðilektor víkur fyrir Jóhanni Ársælssyni, fyrr- verandi þingmanni Samfylkingarinnar. Til Jóhanns hefur lítið sem ekkert spurst frá því að hann hætti á þingi árið 2006. Síðan hefur hann meðal annars rannsakað sjóslys. Jóhann er einn hinna örfáu liðsmanna Sam- fylkingarinnar sem hefur varann á gagnvart Evrópusambandinu og ásælni þess í fiskimiðin okkar. Það er gott að hann er ekki látinn gjalda þess við stöðuveitingar. stigur@frettabladid.is ÁLFASALAN 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.