Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 36
Margrét Pála Ólafs-dóttir, fræðslu-stjóri Hjallamið-stöðvarinnar, er óvirkur alkóhól-isti. Alkóhólismi
er fjölskyldusjúkdómur og alkóhól-
isminn er í hennar fjölskyldu. „Ég hefði
getað séð það sem unglingur að áfeng-
isdrykkja væri eitthvað sem ekki færi
mér vel. En ég hugsaði þvert á móti
með mér að svona væri að verða full-
orðinn, þetta er það sem ég verð að
gera til þess,“ byrjar Magga Pála eins og
hún oftast er kölluð.
„Ég drakk áfengi og var lengi að þróa
sjúkdóminn með mér. Sem ung kona
var þetta fyrst og fremst helgardrykkja
sem var lengi vel tengd við skemmt-
anir og stöku sinni í miðri viku. Smátt
og smátt fóru varnirnar að falla og ég
byrjaði líka að drekka í miðri viku,“ út-
skýrir hún.
Gat ekki lengur
selt hugmyndina
„Ég fór að sötra bjór seinni partinn
og fór æ fyrr að fá mér í glas um helg-
ar. Síðasta árið mitt drakk ég nánast á
hverjum degi þegar ég var komin heim
úr vinnunni. Ég hefði aldrei misst úr
vinnu sama hvað það hefði kostað. En
ég taldi mér trú um að meðan ég gæti
unnið, staðið mína plikt og væri ekki
búin að rústa öllu í kringum mig, væri
þetta allt í fínu lagi. Ég mætti í vinnuna
og konan mín fór ekki frá mér, ég átti
fjölskyldu og allt leit vel út á yfirborð-
inu. Ég taldi mér þess vegna trú um að
svona væri bara líf mitt. Ég gat ekki séð
að ég væri að eyðileggja neitt í kringum
mig eins og alkóhólistar gera. Ég taldi
mig því bara vera í góðum málum,“
heldur hún áfram.
Magga Pála var þó byrjuð að finna
fyrir þunglyndi undir lok drykkju-
tímabilsins. Hún segist hafa farið að
skynja æ oftar að hún gæti ekki lengur
selt sjálfri sér þá hugmynd að það væri
ekki eitthvað að drykkjunni. Hinsvegar
hafi tilhugsunin um að gera eitthvað í
ástandinu verið óbærileg. „Ég vissi að
drykkjan var of mikil en það var helst
hún sem gladdi,“ segir hún um sálar-
tetrið.
Skilningsaugnablikið rann upp
Í huga sér á Magga Pála innrammaðar
myndir af sjálfri sér síðustu vikurnar í
drykkju og rifjar upp að hún hafi farið
yfir strikið ein jólin þar sem dóttir sín
og barnabörnin hafi verið hjá sér og
konu sinni. Hún rifjar líka upp minn-
ingu frá svipuðum tíma þar sem hún
leit fram á veginn og hugsaði um líf
sitt og þróun þess, hvernig hún ætlaði
að lifa næstu tíu árin, hvort hún ætl-
aði að drekka á hverju kvöldi, stundum
mikið, stundum minna og rífa sig upp
á morgnana með verkjatöflum eins og
hún hafði verið að gera.
„Allt í einu þyrmdi yfir mig og skiln-
ingsaugnablikið rann upp. Það ásamt
því að hafa misboðið dóttur minni og
barnabörnum um jólin gerði það að
verkum að ég hringdi sjálf á Vog í byrj-
un mars 2001 og bað um hjálp. Það var
lífgjöfin mín. En það má segja að dóttir
mín og barnabörn hafi helst ýtt við mér,
ég áttaði mig á því að ég myndi ekki
halda þeim lengi með þessu áfram-
haldi,“ segir hún og kveðst hafa verið
búin að afneita vandanum ansi lengi.
Allir reyktu og drukku
Magga Pála er alin upp norður í landi.
Á þeim tíma drukku konur ekki en
karlar skvettu í sig við ákveðin tækifæri.
Þegar systkini hennar voru orðin eldri
og fjölskyldan flutti á mölina breytt-
ist lífið. Allir voru farnir að nota áfengi
nema mamma hennar sem hafði óbeit
á víni og tóbaki enda alin upp á bind-
indisheimili.
„Allir aðrir í kringum mig reyktu og
drukku. Ég sagði frá því á opnum fundi
hjá SÁÁ að ég hefði aldrei þolað áfengi
og tóbak þegar ég var unglingur en síð-
an kom að því að ég yrði að verða full-
orðin og til að ná því marki fannst mér
ég verða að læra að drekka kaffi, reykja,
sofa hjá og drekka brennivín. Þetta var
allt saman fyrirkvíðanlegt,“ segir hún.
Unga konan Magga Pála taldi sig
verða að tileinka sér allt fernt til að
verða fullorðin og gekk í verkið. Nokkr-
um áratugum síðar horfir hún allt
öðruvísi á hlutina. „Í dag er ég nátt-
úrulega búin að taka til í lífi mínu. Ég
hvorki reyki, drekk kaffi né áfengi og bý
með konu minni. Það hefur verið löng
og mikil tiltekt að vinna úr því sem ég
hélt að ég þyrfti að gera til að verða full-
orðin,“ segir hún.
Lífsgæðin margfölduðust
Magga Pála er nú búin að vera edrú í
rúm ellefu ár. Þegar hún horfir til baka
segir hún að dóttir sín hafi aldrei þol-
að að sjá sig drukkna. „Hún þoldi ekki
þetta endalausa sull á mér síðustu árin.
Hún þoldi ekki hvernig ég gat aldrei
verið allsgáð og ánægð. Ég veit að hún
fær ennþá martraðir um að ég sé byrj-
uð að drekka aftur. Við höfum rætt það
heiðarlega mæðgurnar að ég hefði
aldrei náð að halda sambandi við hana
og eignast þann stóra hlut í barnabörn-
unum sem ég á ef ég hefði haldið áfram
að drekka. Aldrei,“ segir hún.
Lilja Sigurðardóttir, kona Möggu
Pálu, hafði mikið umburðarlyndi með
henni og fannst ástandið ekkert svo
slæmt á þeim tíma sem hún valdi að
hætta að drekka „en auðvitað sá hún
síðan mjög fljótt breytinguna sem
varð á mér og lífi okkar. Lífsgæði okk-
ar margfölduðust. Ég er enn í dag að
þakka þær stórkostlegu gjafir sem mér
hefur hlotnast eftir að ég varð allsgáð,“
heldur hún áfram.
Fingurinn á foreldraslagæðinni
Börn súpa alltaf seyðið af alkóhólisma
foreldranna. Börnin gjörþekkja for-
eldra sína og virka eins og nákvæmur
mælir á hegðun þeirra. Ekki þarf mik-
ið áfengi til að ákveðnar breytingar eigi
sér stað á persónuleikanum. Breyting-
unum fylgir eitthvað ókunnuglegt sem
börnin þekkja ekki og stjórnleysi sem
þau óttast. Börn þjást þar sem drykkja
er í gangi, bæði vegna persónuleika-
breytinganna og stjórnleysisins sem
drykkjan leiðir af sér. Oft þróa börnin
með sér meðvirkni. Magga Pála segir
að börnin séu með „fingurinn á slagæð
foreldranna og bíði í skelfingu eftir því
hvort foreldrarnir séu farnir að drekka
áfengi eða ekki. Mörg þeirra fara í
verndunarhlutverk gagnvart þeim sem
drekka en flest þeirra hata áfengi. Í ein-
hverjum tilvikum fer þetta þó að verða
framtíðarmynstur sem þau sjá fyrir sér,
að svona sé lífið,“ segir hún.
„Ég held að það gerist annað af
tvennu. Börn þróa mikla meðvirkni
gagnvart áfengi, nota jafnvel ekki áfengi
sjálf en eru líkleg til að finna einhvern
sem notar áfengi eða er á ann-
an hátt með stjórnlausa framkomu.
Það getur verið matarfíkn, vinnufíkn
eða önnur stjórnlaus hegðun. Eða þá
að þau á einhverjum tímapunkti ein-
henda sér í drykkju til að deyfa kvöl-
ina sem fylgir meðvirkninni og leika sig
mjög grátt. Ég held að það sé ekki mik-
ið milli þessara öfga,“ segir Magga Pála,
„en fyrst og fremst er það stjórnleysið
óvissan og óttinn við þá hálfókun-
ugu manneskju sem leynist í flösk-
nni sem skapar tilfinningalegar
uflanir fyrir börn.“
Betur heilt en gróið
Áfengisdrykkja foreldra getur haft
margvísleg áhrif á börnin. Líkur eru
á að þau þrói með sér fíknihegðun
og hún er þroskahamlandi. Börn-
in staðnæmast í þroska og allur
þeirra tilfinningaþroski verður
litaður af þessari erfiðu reynslu
sem áfengis- og vímuefnaneysla
foreldranna er. „Betra er heilt en gró-
ið,“ segir Magga Pála. „Það verður
brot í persónuþroska þeirra. Þótt það
megi græða brotin í framtíðinni þá er
allt betra heilt en vel gróið. Svo er rétt
að muna að það þarf ekki alltaf mikla
drykkju til að óstjórn og persónuleika-
breyting verði á foreldrunum. Þessi
breyting sem leynist í flöskunni þarf
ekki að vera svo gríðarleg til að börn
skilji það. Í rauninni ætti fólk ekki að
vera að sýsla mikið með börn þegar
það er í glasi,“ segir hún.
Hamingja uppalenda felst í því að
sleppa áfengisglasi með sama hætti
og enginn vill að tannlæknirinn sé
með rauðvínsflöskuna við höndina
eða bílstjórinn með kokkteilsglas-
ið við akstur. „Við viljum heldur ekki
að foreldrar með uppeldisábyrgð séu
með glasið í hendinni,“ segir Magga
Pála og bendir á að foreldrar geti ekki
ráðið því hvernig foreldrar þeir voru
08 maí 2012
og
n
u
tr
Brynja dóttir
Möggu Pálu með
mömmu sinni.
Glaðar mæðgur
meðan allt
leikur í lyndi.
Unga konan
Magga Pála
byrjuð að reykja.