Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 41
13maí 2012 10 Á ST Æ ÐU R F YR IR Þ VÍ AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ KAUPA ÁLFIN N8 Illugi Jökulsson rithöfundur fékk að skyggnast inn í fjöl- skyldulíf rithöfundarins Eu- gene O‘Neill þegar hann þýddi leikritið Dagleiðin langa sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Við þá vinnu segist hann fyrst og fremst hafa hugsað um „hvað þetta væri einstaklega ógæfu- samt fólk allt, þessi grey. Þetta var fjölskylda í heljargreipum allrar mögulegrar óhamingju sem við getum áttað okkur á nú að stafaði ekki síst af því að allt var þetta fólk upp til hópa svæsnir fíklar bæði á brennivín, efni og óhamingju þannig að ég var aðallega að hugsa um hvað var óskaplega lítið gaman hjá þessu fólki. Það var mesta furða að það skyldi takast að gera úr því svona skemmtilegt leikrit,“ segir Ill- ugi Jökulsson. Fjölskyldan er þrúguð Dagleiðin langa er eittt frægasta og magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Verkið er að einhverju leyti sjálfsævisögulegt og skrifaði Eugene O’Neill það rétt fyrir eða í upphafi síðari heimsstyrj- aldarinnar. Það var hins- vegar ekki frumflutt fyrr en nokkrum árum eftir and- át hans, eða árið 1956. Dagleiðin langa gerist á miklum átakadegi í lífi Ty- rone-fjölskyldunnar, hjóna og tveggja uppkominna sona þeirra. Fjölskyldan er þrúguð af ægivaldi föður- ins og áfengissýki og lyfja- neysla varpa dimmum skugga á öll samskipti. Í fjölskyldunni eru fjórar skemmdar manneskjur sem standa máttvana gagnvart erfiðum aðstæð- um og kunna engin ráð betri en að ásaka hver aðra og brjóta hver aðra niður á milli þess sem þær tjá ást sína og umhyggju. Illugi Jökulsson þýddi leikritið og skrifar kynningu á höfundinum í leik- skrá. Hann telur að leikritið gefi raun- sanna mynd af áfengisdrykkju og áhrifum hennar á fjölskylduna. „Höf- undurinn fór ekkert í felur með það að þetta var nánast eins og svipmynd af degi í lífi hans eigin fjölskyldu. Það var ekkert farið í felur með það. Í alla staði var sagt frá raunverulegum at- burðum og aðstæðum í lífi þessafólks þannig að þetta er raunsæi eins og það gerist allra naktast,“ segir Illugi. Vildi bíða í áratugi O‘Neill vildi að leikritið væri lokað inni í nokkra áratugi því að honum fannst efniviðurinn of viðkvæmur. Leikritið var skrifað á þeim tíma þegar lítið var vitað um orsakir alkóhólisma og fíkna og það talið bera vott um persónuleg- ar veilur að hafa fallið fyrir brennivíni og dópi. Það var því viðkvæmt mál að svipta hulunni af eigin fjölskyldulífi. Þrátt fyrir að hann vildi að þetta yrði ekki birt strax þá var hann ekki fela að þetta fjallaði um hans eigin familíu og að hann væri sjálfur ein persónan í leikritinu,“ segir hann. Illuga fannst skemmtilegt að vinna við þýðinguna. Hann segir að leikritið hafi verið langt en stytt heilmikið. Þetta sé „hörkustykki“ sem gaman hafi verið að þýða. Hann segist ekki hafa hugsað í þaula þá kenningu sína að margir geti verið fíknir í óhamingju en „ég er ekki frá því að það geti verið raunin,“ segir hann og bendir á að umræðan sé mun opnari nú en um það leyti sem leikrit- ið á að gerast fyrir 100 árum, nánar til- tekið í ágúst 1912. Leikritið var skrifað árið 1942 og hann segir að allt hafi ger- breyst varðandi alkóhólismann og fjöl- skylduna, bæði hvað megi tala um og hvað menn skilji en samt sem áður sé alltaf feluleikur og óhamingja í kring- um alkóhólismann. Leikritið haldi sínu gildi þrátt fyrir þessar breyting- ar. Það verði ekki fyrr en eftir kannski 200 ár sem þroskinn og skilningurinn í samfélaginu hafi náð því stigi að Dag- leiðin langa eigi ekki lengur erindi til fólks. -ghs ðleikhúsið hefur gefið SÁÁ þrjár sýningar á verki Eugene O‘Neill, Þjó DAGLEIÐINNI LÖNGU. Fyrsta sýning er nudaginn 3. júní, önnur sýning miðvikudaginn 6. júní og sú síðasta fimmtudaginn 7. júní. Miðaverðið rennur sun ipt til Barna- og fjölskyldudeildar SÁÁ og verður hægt að kaupa miða í Von, Efstaleiti 7, eða í síma 530 7600.ósk Styrktarsýning á Dagleiðinni löngu í Þjóðleikhúsinu Dagleiðin langa Þjóðleikhúsið hefur af rausnarskap sínum gefið SÁÁ þrjár sýningar á meistaraverki Eugene O’Neill; Dagleiðin langa. Fyrsta sýningin er sunnudaginn 3. júní, sú næsta miðvikudaginn 6. júní og sú síðasta fimmtudaginn 7. júní. Leikritið fjallar fjölskyldu sem er þjökuð af alkóhólisma. Sagan gerist á miklum átakadegi í lífi Tyrone- fjölskyldunnar, hjóna og tveggja uppkominna sona þeirra. Fjölskyldan er þrúguð af ægivaldi fjölskylduföðurins, og áfengissýki og lyfjaneysla varpa dimmum skuggum á öll samskipti. Fjórar skemmdar manneskjur sem standa máttvana gagnvart erfiðum aðstæðum kunna engin ráð betri en að ásaka hver aðra og brjóta hver aðra niður á milli þess sem þær tjá ást sína og umhyggju. Bandaríska fíknirannsóknastofnunin, NIDA, hefur notað kafla úr þessu verki til að opna augu heilbrigðisstétta fyrir því hvernig alkóhólismi getur birst á mismunandi hátt og hversu illa hann leikur fjölskyldur. Leikritið er því bæði meistaraleg list en líka ótrúlega glögg mynd af sjúkdóminum og birtingarmyndum hans. Uppfærsla Þórhildar Þorleifsdóttur og frábær frammistaða leikaranna; Arnar Jónssonar, Guð- rúnar Gísladóttur, Hilmis Snæ Guðnasonar og Atla Rafns Sigurðssonar, gera þessa sýningu að einni betsu leiksýningu ársins. Miðaverð er kr. 4.300 og rennur það óskipt til Barna- og fjölskyldudeildar SÁÁ. Hægt er kaupa miða í Von, húsi SÁÁ við Efstaleiti eða í gegnum síma 5307600 (miðarnir verða þá afhentir við dyrnar á sýningardegi). Þetta er einstakt tækifæri fyrir áhugafólk um áfengis- og vímuefnavandann til að kynnast einu besta listaverkiu sem fjallar um sjúkdóminn og styrkja SÁÁ í leiðinni. Miðvikudaginn 30. maí verður í Von Samtal um alkóhólismann í Dagleiðinni löngu og þar mun Þórhildur ræða um leikritið, Illugi Jökulsson um höfundinn og hans alkóhólisma og Valgerður Rúnarsdóttir um alkóhólisma persónanna. Hver var O‘Neill? Eugene O‘Neill lifði á árunum 1888 til 1953 og er talinn „fremsta leikskáld Bandaríkjanna. O‘Neill er eina bandaríska leikskáldið sem hefur fengið Nóbels-verðlaunin í bókmenntum og þau fékk hann árið 1936. Í verkum sínum tókst hann á við stórar spurningar um manninn og tilvist hans og sýndi innsæi og ríka tilfinningu fyrirhinu harmræna í lífinu. Honum tókst að móta nútímalegt og framsækið leikhús,“ segir í leikskrá Dagleiðinnar löngu. Eugene O‘Neill skrifaði Dagleiðina löngu árið 1941. Verkið var ekki frumflutt fyrr en að honum látnum árið 1956 og þá á Dramaten í Stokkhólmi. l DAGLEIÐIN LANGA Sagan gerist fyrir 100 árum og segir frá dramatísku lífi fjölskyldu sem er þrúguð af alkóhólisma og áhrifum hans. FJÖLSKYLDUSAGA Nóbelsverðlaunahöfundurinn Eugene O‘Neill hefur aldrei farið í launkofa með að hann lýsir í leikritinu sinni eigin fjölskyldu. „Ég kaupi hann af því að það er svo mikill akóhólismi á Íslandi að mér finnst þurfa að styðja vel við bakið á SÁÁ. Þessi sjúkdómur snertir hverja einustu fjölskyldu og því finnst mér ástæða til að styrkja þetta málefni.“ Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona „Mér þykir mjög vænt um það starf sem SÁÁ hefur viðhaft frá því það var stofnað. Það hefur skipt máli fyrir mig pesónulega og þess vegna kaupi ég álfinn.“ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði „Ég kaupi álfinn til að leggja frábæru starfi lið. SÁÁ hefur um alllangt skeið unnið íslensku samfélagi ómetanlegt gagn með starfi sínu. Það ber að þakka.“ Kristján Þór Júlíusson alþingismaður „Það er ósköp einfalt. Ég hef séð hvað SÁÁ hefur getað hjálpað mörgum af þeim sam- ferðamönn- um mínum sem hafa ratað í vanda. Og í raun gefið þeim nýjan aðgang að lífinu.“ Sigurður Svavarsson bókaútgefandi „Starf SÁÁ er algjörlega ómetanlegt og það minnsta sem ég get gert er að kaupa einn lítinn álf. Ég á bæði vini og aðstand- endur sem hafa fengið hjálp hjá SÁÁ og vil leggja mitt af mörkum til að enn fleiri fái hjálp.“ Erla Hlynsdóttir fréttakona AF HVERJU KAUPIR ÞÚ ÁLFINN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.