Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 6
9. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR6 SAMFÉLAGSMÁL Börn á Íslandi hafa það best í heimi, sam- kvæmt nýrri skýrslu Barna- heilla – Save the Children. Best er að vera móðir í Noregi, en næstbest á Íslandi. Staða mæðra í lýðveldinu Níger í Vestur-Afríku er verst, en á síðasta ári var Afganistan neðst á listanum. Ísland færist upp um eitt sæti. Barnaheill ber saman aðstæður mæðra í 165 lönd- um í heiminum og fær með því út svokallaða mæðravísitölu. Meðal annars er tekið tillit til heilsu, menntunar og efnahags. Aðstæður barna eru skoðað- ar sérstaklega með tilliti til áhrifavalda á borð við heilsu, menntun og næringu. Íslensk- ar konur eru í fimmta sæti um almenna stöðu kvenna í heim- inum. Á eftir Noregi og Íslandi í efstu sætum listans um stöðu mæðra koma Svíþjóð, Nýja- Sjáland, Danmörk, Finnland, Ástralía, Belgía, Írland og Holland. Þetta er þrettánda árið sem skýrsla Barnaheilla kemur út. - sv Stofnfundur Stofnfundur Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins verður haldinn fimmtudaginn 10. maí, kl. 8.00-9.00 á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Markmið með stofnun ráðsins er að styrkja samskipti Íslands og Bandaríkjanna á sviði viðskipta, verslunar, menningar- og menntamála. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna Michael B. Hancock, borgarstjóri Denver í Colorado Skráning og nánari upplýsingar hjá kristin@chamber.is Vortónleikar Kvennakórinn Seljur heldur sína árlegu vortónleika í Seljakirkju laugardaginn 12. maí kl. 16:00. Kórstjóri: Svava Kristín Ingólfsdóttir Einsöngur Guðbjörg M agnúsdóttir Svava Kristín Ingólfsdóttir Píanó Arnhildur Valgarðsdóttir Fiðla Ágústa Dómhildur Kontrabassi Birgir Bragason Allir velkomnir Aðgangseyrir kr. 1000 STÖÐUGT NÝJAR FRÉTTIR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag ÍSRAEL „Ég var reiðubúinn til að fara í kosningar,“ sagði Benjamín Netan- jahú, forsætisráðherra Ísraels í gær, „en þegar ég komst að því að hægt væri að koma á fót mjög breiðri rík- isstjórn, þá áttaði ég mig á því að hægt væri að endurreisa stöðug- leika.“ Á sunnudaginn sagðist hann ætla að boða til þingkosninga í septem- ber, ári áður en kjörtímabilið renn- ur út. Í gær höfðu veður skipast í lofti. Kadimaflokkurinn hafði sam- þykkt að ganga til liðs við ríkis- stjórnina. Netanjahú segir að nýju stjórn- inni sé nú loksins fært að fara út í „ábyrgar“ friðarviðræður við Pal- estínumenn og „alvarlegar“ viðræð- ur um kjarnorkuáform Írans. Þá fær Netanjahú nú svigrúm til að gera breytingar á umdeildri löggjöf, sem veitir strangtrúuðum gyðingum undanþágu frá herskyldu. Hæstiréttur Ísraels komst í febrú- ar að þeirri niðurstöðu að þessi lög brjóti í bága við stjórnarskrá lands- ins, en litlu strangtrúarflokkarnir, sem stjórn Netanjahús hefur hing- að til þurft að styðjast við á þingi, hafa staðið þvert gegn því að nokkr- ar breytingar verði gerðar á þessu. Þeir missa nú tangarhaldið á þessu máli, þótt þeir sitji áfram í stjórn- inni. Nýja stjórnin verður með 94 þing- menn á hinu 120 manna þjóðþingi Ísraels. Þetta er meiri þingstyrkur en ísraelskir stjórnmálamenn eiga að venjast. Stjórnarskiptin hafa komið verulega á óvart, einkum þó sinnaskiptin hjá Mofaz, sem í stjórn- arandstöðu hefur óspart úthúðað Netanjahú og stjórn hans. „Þetta er ekkert heljarstökk,“ sagði Mofaz þó sér til varnar í gær. Hann segist aðeins hafa tekið „sögulegu tilboði“ sem geri miklar breytingar mögulegar. Hann segir einnig að Tzipi Livni, forveri hans í leiðtogaembætti Kadima, hafi gert „söguleg mistök“ með því að vilja ekki mynda stjórn með Netanjahú. Mofaz vann sigur á Tzipi Livni í leiðtogakjöri Kadima nú í apríl, en hún hafði jafnan sagt að Netanjahú hefði ekki raunverulegan áhuga á friðarsamningum við Palestínu- menn. Kadima er upphaflega klofnings- flokkur úr Likud, flokki Netanjahús, stofnaður af Ariel Sharon, þáver- andi forsætisráðherra, árið 2005. Mofaz er fyrrverandi herfor- ingi og varnarmálaráðherra. Hann hefur til þessa sýnt töluvert minni áhuga en Netanjahú á því að gera árásir á kjarnorkubúnað í Íran. gudsteinn@frettabladid.is Netanjahú styrkir óvænt stöðu sína Forsætisráðherra Ísraels hætti í gær við að flýta þingkosningum eftir að sam- komulag tókst við Kadimaflokkinn um að mynda breiða ríkisstjórn. Þar með missa hinir litlu öfgaflokkar strangtrúargyðinga tangarhald sitt á stjórninni. BENJAMÍN NETANJAHÚ OG SHAUL MOFAZ Leiðtogar stjórnmálaflokkanna Likud og Kadima hafa nú myndað ríkisstjórn sem hefur meiri þingstyrk en dæmi eru til í ísraelskri stjórnmálasögu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ■ Fagleg hjálp við fæðingu: Allar íslenskar og norskar konur, nema í algjörum undantekningartil- vikum. Ein á móti hverjum þremur konum í Níger. ■ Menntun: Íslensk stúlka gengur í skóla að meðal- tali í 20 ár til móts við 4 ár í Níger. ■ Notkun getnaðarvarna: 82 prósent norskra kvenna og 5 prósent kvenna í Níger. ■ Barnadauði fyrir fimm ára aldur: Ísland: 1 á móti 500. Noregur: 1 á móti 333. Níger: 1 á móti 7. ■ Andlát móður við fæðingu eða vegna þungunar: Ísland: 1 á móti 9.400. Noregur: 1 á móti 7.600. Níger: 1 á móti 16. ■ Stjórnvöld: Á Íslandi og Noregi er hlutfall kvenna á þingi 40 prósent, en 13 prósent í Níger. Ein af hverjum 16 deyr við barnsburð Einungis þriðjungur kvenna í Níger, þar sem staða mæðra er verst, fær faglega aðstoð við barnsfæðingar: Börn á Íslandi eru sögð hafa það best í heimi SKÝRSLAN KYNNT Katrín Júlíus- dóttir, ráðherra í fæðingarorlofi, mætti með tvíbura sína á kynningu skýrslu Barnaheilla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SAMFÉLAGSMÁL Fjörutíu skólabókasöfn fá í dag afhenta styrki til bókakaupa úr Skólabókasjóði, en styrkur þessi er hluti af verkefninu Ávísun á lestur sem Félag íslenskra bókaútgefenda stendur fyrir. Ávísunum á lestur hefur verið dreift á öll heim- ili landsins en þau gilda sem 1.000 króna afsláttur við bókakaup. Í hvert sinn sem slík ávísun er notuð renna 100 krónur í Skólabókasjóð. Vonast er til þess að ein milljón króna safnist með þessum hætti. Arion banki mun að auki leggja eina milljón til sjóðsins, en sú upphæð verður afhent í dag. Í tilkynningu frá Félagi bókaútgefenda segir að þrátt fyrir að mikilvægi skólabókasafna sem horn- steins lestrarhvatningar íslenskra barna hafi löngu verið staðfest, hafi efnahagsþrengingar síðustu ára komið illa við bókasöfn grunnskóla. Erfið fjárhags- staða skóla og sveitarfélaga hafi bitnað á bókakaup- um safnanna og í sumum söfnum hafi alfarið verið hætt að kaupa inn bækur. Bókaútgefendur segja tilgang Skólasafnasjóðs ekki að ráða bót á þessum vanda, heldur vekja athygli á mikilvægi skólabókasafna með þessum táknræna stuðningi. - þj Styrktarátak til að auka bóklestur barna og unglinga: Styrkja skólabókasöfn til bókakaupa BÓK ER BEST VINA Íslenskir bókaútgefendur vilja vekja athygli á mikilvægi skólabókasafna með úthlutun úr Skólasafnasjóði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ætlar þú að fylgjast með ís- lensku knattspyrnunni í sumar? JÁ 30,6% NEI 69,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér húsmæðraorlof eiga rétt á sér? Segðu þína skoðun á Vísir.is. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.