Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 9. maí 2012 13 Á vormisseri tóku rúmlega 3.000 reykvískir foreldrar þátt í viðhorfskönnun þar sem ánægja þeirra með grunnskólann var mæld. Reykjavíkurborg legg- ur metnað sinn í umbótastarf og hafa viðhorfskannanir verið lagðar fyrir foreldra grunn- og leikskóla- barna um langt skeið. Nú þróum við sambærilegar kannanir vegna frístundaheimila- og félagsmið- stöðvastarfs. Reykjavíkurborg nýtir sér þessar kannanir í öllu gæða- og fagstarfi og tekur niður- stöður þeirra alvarlega. Kannan- irnar eru umbótatæki, bæði fyrir skólana og stefnumótun skóla- og frístundaráðs. Mikil gleði með umsjónarkennara Mýmargt ánægjulegt kom í ljós við úrvinnslu síðustu viðhorfskönnun- ar. Hæst ber að ánægja foreldra með skólastarfið fer vaxandi og hefur ánægjan ekki mælst meiri frá árinu 2002. Ánægja foreldra með umsjónarkennara er mikil og eykst á milli ára. 90% foreldra eru ánægð með viðmót umsjónarkenn- ara við sitt barn og 91% foreldra er ánægt með viðmót umsjónarkenn- ara við foreldra. Mest eykst ánægja foreldra með upplýsingamiðlun umsjónarkennara um barnið, í 82% úr 73% árið 2008. Ánægja með for- eldraviðtöl eykst töluvert og mikill meirihluti foreldra telur að börnum þeirra líði vel í skólanum, þar eykst ánægja með líðan í kennslustundum mest. Ekkert barn býr við skerta námsgetu 81% foreldra telur að skólinn komi vel til móts við þarfir síns barns og hefur sú tala farið hækkandi síð- ustu ár sem er jákvætt. Það býr nefnilega ekkert barn við skerta námsgetu, það er hlutverk skól- anna að finna námsefni og náms- hætti við hæfi. Börnin eiga ekki að þurfa að aðlagast skólanum, það er skólanna að mæta þörfum hvers og eins barns. Það er kjarninn í skóla- stefnu án aðgreiningar, stefnu sem fagnar margbreytileika og vegsam- ar styrkleika hvers og eins. Í þessu verkefni er skólafólk vakið og sofið – og við erum að ná árangri. Árangur í baráttu gegn einelti og neyslu Einn mesti vágestur í tilveru barna og unglinga er einelti. Reykvískir kennarar og starfsfólk skóla eru sífellt vakandi fyrir því að skapa andrúmsloft umburðarlyndis og samvinnu, svo að einelti nái ekki að skjóta rótum. Í þeim efnum hefur merkilegur árangur náðst. Hlutfall foreldra sem telur barn sitt hafa orðið fyrir einelti síðasta árið lækk- ar úr 16% á árinu 2010 í 11% nú. Sé nánar rýnt í niðurstöður ýmissa mælinga sem tengjast einelti kemur í ljós að börn telja skólann bregð- ast fyrr við og vera meira vak- andi fyrir því að einelti nái ekki að skjóta rótum. En hér skipta vökul- ir foreldrar, sem og náin samvinna okkar foreldra um börnin í bekkn- um líka máli. Brýnum fyrir börnum okkar umburðarlyndi, sátt og sam- lyndi. Það er veganesti sem ávallt heldur gildi sínu. Eitt barn sem verður fyrir einelti er einu barni of mikið, við höldum áfram baráttunni gegn einelti, á hverjum degi. Önnur jákvæð niðurstaða sýnir okkur hvað reykvískir unglingar eru upplýstir og ábyrgir með því að taka afstöðu gegn hvers kyns vímugjöfum. Síð- astliðin tíu ár hefur þeim ungling- um stöðugt fækkað sem drekka og reykja. Það eru gríðarlega jákvæð- ar niðurstöður. Takk fyrir frábært fólk Ég vil þakka starfsfólki grunnskóla fyrir þann metnað og fagmennsku sem einkennir skólastarfið. Þakk- læti foreldra birtist í næstum hverju einasta svari við þeim fjöl- mörgu spurningum sem er að finna í viðhorfskönnun ársins. Í reykvísk- um grunnskólum eru sterkir innvið- ir, þar starfa metnaðarfullir kenn- arar, góðir stjórnendur og umfram allt eru þar við nám duglegir nem- endur. Árangur í lestri og stærð- fræði hefur aldrei verið betri, sama á við um aðrar námsgreinar. Takk fyrir góða foreldra og takk fyrir jafnrétti til náms Viðhorf foreldra til menntun- ar barna sinna er sá þáttur sem hefur mest áhrif á velferð þeirra og árangur í skóla. Jákvæðir og virkir foreldrar bæta skólastarfið og auka áhuga og metnað barnanna og styðja við mikilvægt starf kenn- arans. Sem betur fer taka for- eldrar sífellt virkari þátt í skóla- starfi barna sinna. Sú þátttaka er veigamikil ástæða fyrir þeim góða árangri sem náðst hefur. Annar þáttur sem oft er vanmetinn er sá jöfnuður sem einkennir íslenskt skólakerfi og er okkar dýrmætasta sérstaða. Jöfnuðurinn í kerfinu okkar kemur skýrt fram í alþjóð- legum rannsóknum og er öfundar- efni annarra þjóða. Niðurstöður nýjustu viðhorfs- könnunar sýna að við náum árangri með því að halda áfram að setja markið hátt. Börn og unglingar í Reykjavík eiga bestu tækifæri skil- ið, jafnt í námi sem félagsstarfi. Grunnskólinn okkar Spurningin um hvort útgerð beri að borga eiganda fiski- miðanna, þjóðinni, auðlindagjald eða ekki, stendur ekki um hvort einstök landsvæði borgi gjald- ið, því skattur er ekki lagður á landssvæði, heldur eru skatt- ar greiddir af einstaklingum. Þannig stendur spurningin um það hvort heppilegra sé að arð- inum af fiskveiðunum sé varið til persónulegra þarfa útgerðar- mannsins eða hvort nýta eigi arðinn til samgöngumála á borð við jarðgangnagerð og í vega- bætur. Það er hinn raunveru- legi valkostur sem við stöndum frammi fyrir. Þó svo að vilji sé fyrir því að tryggja áframhaldandi auðlegð einhverra einstaklinga sem eiga lögheimili annars staðar en í Reykjavík þá er það ekki nokkur trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur (sem sleppt yrði við auðlindagjald) noti þá auka- legu fjármuni sem hann hefur úr að spila til uppbyggingar þar á staðnum. Þvert á móti sýndi reynslan í góðærinu annað. Umframfjármunirnir (auðlinda- rentan) sem með réttu hefðu átt að renna til verkefna í þágu þjóðarinnar voru gjarnan nýttir til gæluverkefna, einhvers konar „útrásar“ með afleiðingum sem okkur eru öllum kunnar. Upphafið að endi rökræðunnar Upphafið að endi allrar skyn- semdarumræðu hér á landi er þegar annar deiluaðila segir: „ertu þá á móti landsbyggðinni?“ Um leið og farið er að tengja skoðanaskipti því hvort menn séu hugsanlega andsnúnir lands- byggð eða ekki (eins fáránlega og það hljómar) þá hefur tekist að jarða rökræðuna og umræðan snýst um allt annað en hagsmuni landsbyggðar og þjóðar. Spurningin um auðlindagjald hefur ekkert með landsvæði að gera heldur aðeins hvort hlífa eigi nokkrum einstaklingum sem skráðir eru til heimilis á tiltekn- um stað við því að borga afnota- gjald af fiskveiðiauðlindinni eða hvort krefja eigi þá um leigu- gjald af sameign þjóðarinnar svo það megi nota til samfélagslegra verkefna. Umræðan um auðlindagjaldið er núna stödd í þeim farvegi sem hún hefði átt að vera í við upphaf kjörtímabils ríkisstjórnarinnar. Sú leið sem stjórnvöld hafa lagt til er því miður ekki nægjanlega einföld og gegnsæ og stenst ekki kröfur um hámörkun á arðbærni greinarinnar. Umræðan sem spunnist hefur í kjölfar þess að frumvarpið hefur verið lagt fram og viðbrögð hagsmunaaðila sem einskis svífast og láta gremju sína bitna á þeim er síst skyldi, starfsfólki sínu, hefur aftur á móti fært okkur heim sanninn um hversu brýnt er að innkalla aflaheimildirnar svo ekki leiki vafi á eignarhaldi og ráðstöfunar- rétti þjóðarinnar á fiskveiðiheim- ildunum. Landsvæði borga ekki skattaMenntamálOddný Sturludóttir borgarfulltrúi og formaður skóla- og frístundaráðs Sjávarútvegur Bolli Héðinsson hagfræðingur Láttu hjartað ráða „Ítalska ólífuolían mín er heilnæm og gerir líkamanum einstaklega gott, jafnt útvortis sem innvortis.“ Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus · www.lífrænt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.