Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 32
04 maí 2012 10 Á ST Æ ÐU R F YR IR Þ VÍ AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ KAUPA ÁLFIN N2 eðgarnir F HERBERT GUÐMUNDSSON og GUÐMUNDUR HERBERTSSON eru báðir óvirkir alkóhólistar. eir koma úr fjölskyldu þar sem alkóhólismi er algengur sjúkdómur. Herbert hefur verið edrú síðan 2007. Þ Guðmundur var átján ára þegar hann fékk nóg og fór í meðferð. Allt verður gott Herbert Guðmundsson, sá lands- þekkti tónlistarmaður, var kom- inn í þrot í júlí 2007 og fór í með- ferð. Hann hafði verið í sterkri neyslu á brennivíni, kannabis og kókaíni og „gafst upp með báð- um“ eins og hann orðar það. „Ég fór að hlusta á XA-Radío, 88,5, og tengja við það sem þeir voru að segja. Í lok júní hringdi ég upp á Vog og pantaði pláss. Ég frestaði því örlítið að fara því ég var ekki alveg tilbúinn en ég fór inn 1. júlí og var tíu daga á Vogi. Það bjargaði lífi mínu.“ Meðferðin bjargaði lífi Her- berts, hann segir að þar hafi hann tekið 90 gráðu beygju til hins betra, „bæði andlega, líkamlega, tón- listarlega og samskiptalega. Ég fór inn á Vog og svo strax á tólf spora fundi. Ég fór ekki í framhaldsmeð- ferð sem er svolítið sérstakt eftir svona sterka neyslu. Sá sem hefur verið aðaldílerinn minn í dópinu var orðinn edrú. Hann sat á fundin- um og það geislaði af honum heil- brigðið og jákvæðnin. Hann kom til mín eftir fundinn og leiddi mig síðan í gegnumsporin. Hann var algjörlega búinn að snúa við blaðinu,“ segir Her- bert. Meira úr öllu Herbert hefur verið edrú í fimm ár. Hann er að byrja á sinni fjórðu plötu eftir að hann varð edrú. Hann gaf út plötu fyrir síðustu jól, fyrir jólin í fyrra og fyrir jólin í hittifyrra. „Það verður meira úr öllu. Áður fór tíminn í neysl- una og ruglið, að keyra og ná í eða bíða eftir mönnum með ósómann. Nú hefur maður tíma til að gera ým- islegt gott. Ég hef verið í líkamsrækt í þrjú ár. Ég er hjá einkaþjálfara sem gjörbreytti mínu lífi. Ég hef lést um tólf kíló og er að byggjast allur upp. Þetta er nýtt líf og það er allt SÁÁ og tólf spora vinnunni að þakka,“ segir Herbert sem sjálfur átti föður sem var alkóhólisti. „Maður áttaði sig ekki á þessu fyrr en maður fór að upplifa og skilja sjúkdóminn og taka sporin sín. Þá fór maður til baka í gegnum líf sitt. Fólk áttaði sig ekki á því að þetta væri sjúk- dómur. Mikið hefur verið um alkó- hólisma íminni ætt, bæði fólk sem fann lausn og ekki,“ segir Herbert og telur alkóhólismann örugglega hafa mótað sig. „Maður var strax öðruvísi en annað fólk, eirðarlaus og gramur, óánægður með það sem maður fékk og vildi alltaf eitthvað betra. Í dag þarf ég ofsalega lítið, miklu minna en í denn. Nú er ég sáttur með að hafa húsaskjól og í mig og á,“ segir hann. Alkóhólískt heimili Herbert á sjö börn, þar af sex stráka. Yngsti sonur hans, Guðmundur, þró- aði ungur með sér alkóhólisma. „Ég ólst upp á alkóhólísku heimili og var fljótur að leita í spennu. Ég fann fyrir spennufíkn þegar ég var yngri og gerði hluti sem ég átti ekki að gera. Ég var að kveikja í, stela og gera ýmislegt sem krakkar á mínum aldri eiga ekki að gera,“ útskýrir Guðmundur. Hann smakkaði áfengi fyrst um tólf, þrettán ára aldurinn. Fyrsta skiptið varð hann drukkinn af tveimur til þremur gúlsopum og leið stórkostlega. „Ég gat sagt allt og var ekki lokaður í neinni skel. Svo ældi ég náttúrulega strax eftir fyrsta bjórinn og það varð ekki meira úr því fyrr en seinna meira. Síðar fór ég að fikta við kannabisefni en ég hélt áfram að fikta samhliða áfengi. Kannabisneyslan var fljót að breyt- ast í dagneyslu. Ég man vel eftir þeg- ar þetta gerðist. Mér leið eins og það væri að koma ský hægt og rólega yfir hausinn ámér. Ég fann þetta gerast og var hræddur. Samt hélt ég áfram. Það er það sem er svo leiðinlegt við þetta. Þegar ég fékk kannabis fannst mér sjálfið mitt vera að hverfa hægt og rólega. Svo var ég kominn að þeim tímapunkti að vera alveg sama,“ segir hann. Til að friða foreldrana Kannabisneyslan þróaðist út í harðari efni eins og amfetamín. Guðmund- ur fór fyrst í meðferð árið 2008 til að friða foreldra sína. „Ég var búinn að vera í neyslu með góðum félaga mín- um og hann langaði að hætta. Ég fór með honum í meðferðina. Mér líkaði vel á Vogi og vissi að ég þurfti á með- ferðinni að halda. Ég kláraði hana en tveimur dögum seinna fór í bíó. Í myndinni var verið aðreykja kanna- bis, maður fékk löngunina og fékk sér að reykja. Eftir þessa fyrstu meðferð ágerðist alkóhólisminn. Ég fór meira út í amfetamínið á daginn og tók ró- andi og örvandi töflur á kvöldin. Ég tók allt sem mér var boðið og vissi að kom mér í vímu. Þetta var einn hræri- grautur af rugli,“ segir Guðmundur. Hann lýsir því hvað hann hafi ver- ið í harðri og mikilli neyslu á stuttum tíma þó að sér hafi fundist það lang- ur tími. „Ég var alltaf að þjást, þetta var aldrei gaman. Maður var alltaf að fá sér til að fá sér. Í lok ágúst 2010 var ég kominn með upp í kok af þessu og vissi að ég ætlaði í meðferð. Ég var bú- inn að taka þessa ákvörðun og hafði aldrei tekið svona ákvörðun áður. Ég vissi að ég var að fara á Vog og fór í enn meira rugl en á endanum fór ég inn. Í byrjun var ég aðallega að friða alla aðra en innst inni að laga sjálfa mig því mér leið svo illa. Smám sam- an fór ég að vakna tillífsins og það fór að síast inn sem var sagt um sjúk- dóminn.“ Upp og niður Guðmundur var tíu daga á Vogi og ákvað svo að fara í framhaldsmeð- ferð á Staðarfelli. Þar var hann í tæpan mánuð og segist hafa lært mikið um það hvernig sjúkdómurinn virkar, líf- fræðilega og andlega. Af Staðarfelli út- skrifaðist hann með plagg um að hann væri með sjúkdóminn alkóhólisma. Guðmundur kom út haustið 2010 og byrjaði strax að sækja fundi dag- lega, stundum tvisvar á dag. Edrú- mennskan hefur gengið upp og nið- ur og hann hefur upplifað góðan og slæman tíma. „Þetta er eins og í neyslunni, maður flýr ekki sjálfan sig. Með því að vera í prógrammi dempar maður sjúkdóminn og því verður að halda áfram því ég trúi því að þá verði allt gott. Ef maður heldur áfram í pró- gramminu þá verður edrú til æviloka,“ segir Guðmundur. Herbert faðir hans varð fyrir and- legri reynslu og eignaðist trú á guð og æðri mátt fyrir nokkrum árum. Það segir hann að hafi hjálpað sér mikið. Honum finnst gefandi að fara á stofn- anir og tala um reynslu sína. „Þetta er gjörbreytt líf. Óttinn og kvíðinn hverf- ur, í staðinn kemur hamingja, gleði og frelsi.“ „Það verður meira úr öllu. Áður fór tíminn í neysluna og ruglið, að keyra og ná í eða bíða eftir mönnum með ósómann. Nú hefur maður tíma til að gera ýmislegt gott. Ég hef verið í líkamsrækt í þrjú ár. Ég er hjá einkaþjálfara sem gjörbreytti mínu lífi. Ég hef lést um tólf kíló og er að byggjast allur upp. Þetta er nýtt líf og það er allt SÁÁ og tólf spora vinnunni að þakka.“ ÞETTA ER NÝTT LÍF OG ÞAÐ ER ALLT SÁÁ OG TÓLF SPORA VINNUNNI AÐ ÞAKKA. FEÐGARNIR HERBERT GUÐMUNDSSON OG GUÐMUNDUR HERBERTSSON „Með því að vera í prógrammi dempar maður sjúkdóminn og því verður að halda áfram því ég trúi því að þá verði allt gott,“ segir Guðmundur. Kannabisfíklum ekki að fækka: Kannabisfaraldurinn á Íslandi Eins og sést á grafinu hér til hliðar er kannabisfíklum í sjúklingahópnum á Vogi ekkert að fækka. ,,Síðasta stórbyltingin í vímuefnamálum á Íslandi verð á árun- um 1996 til 2000. Þá jókst bæði amfeta- mínneysla, epilluneysla og svo auðvitað kannabisneysla,” segir Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir á Vogi, en þessu fylgdi líka mikil ásókn af ungu fólki í meðferð og þótt mikið hafi unnist við að stöðva þróunina er enn langt í land að við náum að snúa henni við. AÐAL VÍMUEFNAFÍKNIN HJÁ 19 ÁRA OG YNGRI Á SJÚKRAHÚSINU VOGI 2011 5% 14% 61% 17% Áfengi Áfengi með öðru Cannabis Amfetamín Annað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.