Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 60
9. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR20
BAKÞANKAR
Bergsteins
Sigurðs-
sonar
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
LÁRÉTT
2. létu, 6. pfn., 8. fýldur, 9. gogg, 11.
gjaldmiðill, 12. sljóvga, 14. yfirstéttar,
16. ólæti, 17. gagn, 18. flott, 20.
peninga, 21. framkvæma.
LÓÐRÉTT
1. umdæmis, 3. hæð, 4. flokkur sýkla-
lyfja, 5. dýrahljóð, 7. matarlím, 10.
óvild, 13. of lítið, 15. bakhluti, 16. ái,
19. ónefndur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. gáfu, 6. ég, 8. súr, 9. nef,
11. kr, 12. slæva, 14. aðals, 16. at, 17.
nyt, 18. fín, 20. fé, 21. inna.
LÓÐRÉTT: 1. léns, 3. ás, 4. fúkalyf, 5.
urr, 7. gelatín, 10. fæð, 13. van, 15.
stél, 16. afi, 19. nn.
Hættu nú! Við höfum
þurft að berjast á móti
straumnum en þínir blautu
draumar um að sjá Pool í
The Wankership eru alveg
út úr kú!
Því knattspyrnu-
félagið Liverpool
fellur aldrei...
ALDREI!!
Haltu
kjafti!
Ég er
kominn
heim.
Hæ Palli minn.
Hvernig var í
pókernum? Heldurðu?
Við leggjum svo furðulega
hluti undir, þannig að það
er erfitt að meta þetta.
Ég kom út á
sléttu, held ég.
Yfirstjórn þessa
fyrirtækis gerir mig
alveg brjálaðan.
Spáðu í þetta, eftir
20 ára starf,
fæ ég bara klapp á bakið!
Pff! bara
ef ég
væri svo
heppinn!
Hvað eru
krakkarnir
þínir gamlir?
Látum
okkur
sjá, sjö,
fjögurra...
Nei, bíddu. Átta, fimm
og... eða var það fimm
eða sex?
Og 17 mán-
aða, nei... það
stenst ekki.
Segjum bara að
meðalaldurinn sé
fimm.
Elliðaárdalurinn komst í brennidepil í fyrradag þegar greint var frá því að
fulltrúar Vinstri grænna í borginni legð-
ust gegn því að leikfimistöðin Boot Camp
– eða Bússubúðir eins og kollegi minn kýs
að þýða það – fengi þar æfingaaðstöðu.
Telur flokkurinn ekki fara „vel á því að
koma fyrir á þessu svæði líkamsrækt
með herbúðasniði, hávaða og yfirbragði
sem því fylgir, bílastæðaþröng og mikilli
umferð bíla“ og vill finna húsum á svæð-
inu „heppilegra hlutverk í sátt við mann-
líf, sögu og náttúrulegt umhverfi“.
FORSAGA málsins er sú að í tíð R-listans –
sem Vinstri græn tóku þátt í – gaf borgar-
stjórn Fornbílaklúbbnum lóð í Elliða-
árdal án kvaða til að byggja bílasafn.
Þar var byggt sýningarhús og lagður
vegur með það beinlínis að markmiði
að auka umferð og laða að fleira fólk
í dalinn. Þegar bíldellingar hurfu frá
áformum sínum um bautastein fyrir
bensínháka fyrri tíma var þeim frjálst
að selja aðstöðuna hæstbjóðanda, sem
leigir leikfimistöðinni húsið. Og slík
starfsemi hugnast Vinstri græn-
um ekki.
ÉG HEFÐI reyndar hald-
ið að flokkur eins og
Vinstri græn fagnaði
leikfimistöð í Elliða-
árdalnum í stað
safns til heiðurs einkabílnum (hvers vægi
flokknum er mikið í mun að minnka). And-
staðan er ekki síst forvitnileg í ljósi þess
að Bússubúðir eru í sjálfu sér eins Vg-legt
fyriræki og hugsast getur: lítið sprotafyr-
irtæki sem nokkrir vinir stofnuðu og legg-
ur áherslu á tiltölulega sjálfbæra líkams-
rækt, það er þrekæfingar þar sem lóðum
og tækjabúnaði er haldið í lágmarki svo
aðstaðan tekur lítið pláss.
BÚSSUBÚÐIR eru í raun andstaðan við
líkamsræktarstöðvar á borð við pláss-
freka orkusvelginn í Laugardalnum, sem
kostaði formúu að byggja og innrétta með
sjónvarpsvæddum hlaupabrettum, nýtur
góðs af nálægðinni við Laugardalslaug –
sem er í almannaeigu – og hefur losað sig
úr skuldasúpu með kennitöluflakki.
AF umræðum meðal Facebook-vina minna
að dæma virðist ásteytingarsteinninnn
um veru Bússubúða í Elliðaárdal aðallega
vera ólík sjónarmið um notkun grænna
svæða. Hér takast á þau systkin frið-
sæld og fjör. Á sumum má helst skilja að
grænna svæða sé ekki hægt að njóta nema
liggjandi við kyrrlátan árbakka með punt-
strá í munni að dást að bláklukkum og
fá innblástur að ljóði, meðan aðrir líta á
útvistarsvæðin sem kjörlendi til að finna
kröftum sínum viðnám. Á þessu hlýtur að
mega finna einhvern milliveg. Fyrst við
erum á annað borð komin út á tún.
Grænir eru dalir þínir
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is
Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali.
Gullsmári - 4ra herbergja íbúð
Falleg og vel skipulögð 94,4 fm. íbúð á 5. hæð að meðtalinni sér geymslu í
kjallara. Rúmgóð stofa með útgangi á svalir til suðausturs. Þrjú svefnher-
bergi. Sjónvarpshol. Eldhús með sprautulökkuðum og mahogny innrétt-
ingum. Baðherbergi með þvottaaðstöðu. Sameign til fyrirmyndar.
Stutt í þjónustumiðstöð eldri borgara. Verð 27,5 millj.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir
Möðrudal á Fjöllum, Fljótsdalshéraði.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með
tillögu að deiliskipulagi fyrir Möðrudal á Fjöllum,
Fljótsdalshéraði dags. 24.04.2012 skv. 41. gr.
Skipulagslaga nr. 123/2010, sem samþykkt var í
bæjarstjórn þann 02.05.2012.
Skipulagssvæðið afmarkast eins og fram kemur
á deiliskipulagstillögunni og felur m.a. í sér skipulag
fyrir bæjarstæðið á Möðrudal, sem er um 10,8 ha að
stærð.
Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunni Lyngási
12 og á heimasíðu sveitarfélagins „egilsstadir.is“ frá
10.maí til 21. júní 2012. Þeim sem eiga hagsmuna
að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við
tillöguna til og með fimmtudagsins 21. júní 2012.
Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og
byggingarnefndar á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast
henni samþykkir.
Fljótsdalshéraði 10.05.2012
skipulags- og byggingarfulltrúi
Fljótsdalshéraðs.
Save the Children á Íslandi