Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 54
9. MAÍ 2012 MIÐVIKUDAGUR18
Bæjarflöt 4 · 112 Reykjavík · Sími 568 9095 · www.gagnaeyding.is
ÖRUGG EYÐING GAGNA
VIÐTAL
Magnús Þórlákur Lúðvíksson
magnusl@frettabladid.is
E
dmund Phelps er pró-
fessor í hagfræði við
Columbia-háskóla í New
York í Bandaríkjunum.
Hann hlaut Nóbelsverð-
launin í hagfræði árið 2006 og
er þekktastur fyrir rannsóknir
sínar á tengslum verðbólgu og at-
vinnustigs. Phelps hefur heimsótt
Ísland reglulega á síðustu árum
og meðal annars unnið með Gylfa
Zoëga, prófessor við Háskóla Ís-
lands, að rannsóknum en Gylfi
er gamall nemandi hans. Þá var
Phelps sæmdur heiðursdoktors-
nafnbót við Háskóla Íslands árið
2004.
Phelps gerði sér enn eina ferð-
ina til Íslands nú í lok apríl og
flutti erindi á alþjóðlegri ráð-
stefnu í Háskóla Íslands sem
haldin var til heiðurs Þráni Egg-
ertssyni, prófessor í hagfræði, í
tilefni af sjötugsafmæli Þráins.
Markaðurinn greip tækifærið og
ræddi við Phelps.
„Síðustu tíu ár hef ég verið
að velta fyrir mér uppbyggingu
stofnana í hagkerfum og ein-
kennum kapítalisma, sósíalisma
og samráðsskipunar. Í tengslum
við þá vinnu kom ég fót rann-
sóknarmiðstöð um kapítalisma,
Center of Capitalism and Society.
Við höfum skoðað hvernig kap-
ítalismi er aflvaki framfara en
jafnframt ýmis félagsleg áhrif
svo sem hvernig hann hefur áhrif
á starfsánægju sem var einmitt
umfjöllunarefni okkar Gylfa
Zoëga á ráðstefnunni í dag [20.
apríl],“ segir Phelps og bætir við
að hann sé um þessar mundir að
skrifa bók þar sem þessar rann-
sóknir séu teknar saman.
Phelps og Gylfi fluttu á ráð-
stefnunni erindi undir yfirskrift-
inni samráðsskipan og starfs-
ánægja. Phelps lýsir samráðs-
skipan sem hugmyndafræði um
hvernig skipuleggja eigi hag-
kerfi sem byggi á þeirri hug-
mynd að markaðsskipan valdi
tilteknum hópum óþarfa skaða
auk þess að valda óstöðugleika
sem endurspeglist í uppsveiflum
og kreppum. Samráðsskipunar-
sinnar hafi því viljað að ríkið
hafi aðkomu að ýmsum verkefn-
um einkageirans í gegnum þrí-
hliða kerfi þar sem atvinnulífið,
verkalýðshreyfingin og voldugt
ríki vinna saman að því að lág-
marka þessa meintu galla mark-
aðsskipulags.
„Samráðsskipan er víðast hvar
í Evrópu við lýði í einhverri
mynd og stuðningsmenn þessa
kerfis segja það leiða til meiri
félagslegrar einingar en ella.
Mig hefur hins vegar lengi grun-
að að þetta kerfi hafi verið mjög
skaðlegt. Það hafi búið til hag-
kerfi þar sem er mjög erfitt fyrir
frumkvöðla að gera nýja hluti
og nýsköpun á ekki upp á pall-
borðið. Fyrir vikið fær fólk að
lokum leiða á störfum sínum sem
sést í því að kannanir á starfs-
ánægju í mörgum ríkja Evrópu
leiða í ljós mjög dapurlegar nið-
urstöður,“ segir Phelps og bætir
við: „Þetta er mest áberandi í
Frakklandi en einnig á Ítalíu og
á Spáni. Og rannsóknir mínar
hafa rennt stoðum undir það að
samráðsskipanin sé ein af ástæð-
unum fyrir þessu og ýmsu öðru
slæmu sem segja má um evr-
ópsku hagkerfin.“
Phelps segir að stofnanahag-
fræðingar frá Norðurlöndunum
fullyrði við sig að norrænu hag-
kerfin hafi fyrir löngu losað sig
við verstu fylgifiska samráðs-
skipunar. „Það getur svo sem
verið en það er í það minnsta
ljóst að ríki á borð við Ítalíu,
Spán og Frakkland líða fyrir til
dæmis hið flókna regluverk utan
um atvinnulífið sem samráðs-
skipanin hefur orsakað,“ segir
Phelps.
ÞAÐ VERSTA EKKI YFIRSTAÐIÐ Á
EVRUSVÆÐINU
Skuldakreppan á evrusvæðinu
hefur verið mörgum hagfræð-
ingum hugleikin upp á síðkast-
ið. Spurður um sínar hugleiðing-
ar um ástandið í Evrópu svarar
Phelps: „Ég hef talsvert velt fyrir
mér því sem er að gerast í Evr-
ópu þó ég verði að játa að ég skil
ástandið ekki til þeirrar fullnustu
sem ég myndi vilja. Í fyrsta lagi
held ég að það sé rétt sem oft er
haldið fram að Grikkland er sér
á báti. Sé litið á Evrópu sem heild
eru fæst ríki gjaldþrota enda
fæst gert sig sek um þá gegnd-
arlausu eyðslusemi sem Grikk-
ir leyfðu sér. Hins vegar hafa öll
ríki evrusvæðisins verið að leika
þann leik lengi að hvetja banka-
kerfið til að kaupa ríkisskulda-
bréf með því að setja þeim eig-
infjárreglur sem hvetja til slíkra
kaupa. Það hefur svo leitt til mjög
lágs vaxtastigs sem hefur gert
stjórnvöldum í Evrópu kleift að
kaupa sér vinsældir með alls
konar verkefnum fjármögnuð-
um með lánsfé. Síðasta áratug-
inn höfum við því orðið vitni að
viðvarandi fjárlagahalla.“
„Auk þess standa ríki Evrópu
frammi fyrir að eftir því sem
þjóðirnar eldast verða velferðar-
kerfi þeirra dýrari. Sá vandi fær-
ist nær á hverju ári og nú eru sum
ríkin einfaldlega komin upp að
vegg og standa frammi fyrir því
erfiða verkefni að laga ríkisfjár-
málin hjá sér. Ég held að það sé
kjarni vandans en svo bætast við
staðbundnir þættir svo sem fast-
eignabólan sem sprakk á Spáni,“
segir Phelps.
Spurður hvort það versta sé
yfirstaðið svarar hann: „Nei,
skuldirnar hafa varla lækkað að
ráði og enginn veit enn hvernig
brugðist verður við því að þjóðir
Vestur-Evrópu eru að eldast. Ef
ríki Evrópu væru mjög sveigjan-
leg og frumleg hagkerfi þá væri
þetta kannski ekki svo mikið
áhyggjuefni. En þar sem þau eru
það ekki er erfitt að sjá hvernig
sterkur efnahagsbati á að eiga
sér stað. Það er þó auðvitað ekki
útilokað að ástandið muni batna
á næstu árum en það gæti allt
eins versnað,“ segir Phelps og
bætir að lokum við að hann sé
svartsýnn á vaxtarhorfur í Evr-
ópu. Þá segir hann allt tal sitt um
Evrópu ekki mega skilja sem svo
að allt sé í himnalagi í Banda-
ríkjunum enda megi margt laga
þar svo sem stjórnunarhætti fyr-
irtækja og ýmsa þætti fjármála-
kerfisins.
VAXTARHORFUR ÍSLANDS GÓÐAR
Að lokum segist Phelps hafa
reynt að fylgjast með efnahags-
batanum á Íslandi en viðurkenn-
ir að hann hafi sennilega ekki
margt frumlegt fram að færa
enda hugsanir hans að mestu
mótaðar af erlendum frétta-
flutningi. „Ég hef séð að at-
vinnuleysi hefur minnkað sem
er ánægjulegt. Þá eru mörg fyr-
irtæki sem komu mikið skuld-
sett út úr hruninu aftur komin
til fjárhagslegrar heilsu og að
skila hagnaði. Það mun hjálpa
þeim og hagkerfinu öllu til lengri
tíma. Mér sýnast því vera fram
komin merki um að hagkerfið sé
hægt og rólega að ná fyrri styrk
þó það muni vitaskuld taka lang-
an tíma,“ segir Phelps og bætir
við að til lengri tíma sé hann
þó bjartsýnn á vaxtarhorfur Ís-
lands. „Ég held að þær séu hlut-
fallslega góðar. Kannski svipað-
ar og í Bandaríkjunum, jafnvel
betri, en í öllu falli klárlega betri
en vaxtarhorfur í Evrópu.“
Evrópsku hagkerfin
skortir nýsköpun
Edmund Phelps, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, flutti erindi á ráðstefnu til heiðurs
Þráni Eggertssyni í Háskóla Íslands á dögunum. Markaðurinn ræddi við Phelps að
um rannsóknir hans, skuldakreppuna í Evrópu og efnahagsbatann á Íslandi.
EDMUND PHELPS Phelps hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2006 en tveimur árum
áður var hann sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ég held að vaxtarhorfur Íslands
séu hlutfallslega góðar. Kannski
svipaðar og í Bandaríkjunum, jafnvel
betri, en í öllu falli klárlega betri en
vaxtarhorfur í Evrópu.