Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 24
Í Ljósneti Símans og Mílu tengist ljósleiðarinn í
götuskápa og þaðan liggja svo kopartengingar
inn á hvert heimili. Götuskáparnir eru aldrei
meira en 2-400 metra frá húsi og með nýjustu
tækni tekur koparlínan við síðustu metrana og
leiðir Ljósnetið alla leið inn í stofu.
Þéttriðið net kopartenginga í jörðu hefur
nýst okkur í símatengingar í tugi ára. Nú
flytjum við gögn yfir koparinn á sama hraða
og yfir ljósleiðara, sé vegalengdin nógu stutt.
Flutningshraðinn er nú þegar 100 megabit á
sekúndu, en tilraunir sýna að hægt verður að
flytja á hraða sem er yfir 1000 megabit þegar
fram líða stundir.
„Koparinn er til staðar og við spörum gríðar-
mikið á því að nýta hann. Unnt er að leiða
Ljósnet inn á um 100 þúsund heimili fyrir fjóra
milljarða, en án koparnýtingar myndi svona
framkvæmd kosta tugi milljarða og taka marg-
falt lengri tíma. Þessi hagkvæmni nýtist öllum.
Hraðinn er miklu meiri, en verðið svipað eða
jafnvel lægra en fyrir ADSL-tengingu,“ segir
Anna Björk.
Að sögn Önnu Bjarkar verður byltingin mest
fyrir smærri fyrirtæki auk heimilanna. Hún
nefnir sem dæmi sprotafyrirtæki sem starfa
í kvikmynda- eða myndbandageiranum og í
öðrum skapandi iðnaði, til dæmis við ýmiss
konar hönnun. Slík fyrirtæki þurfi mikla
bandvídd og verði að geta flutt mikið magn
gagna á milli staða á sem stystum tíma.
„Margir vinna heima hjá sér og Ljósnetið er
til mikilla hagsbóta fyrir þá, enda hefur það í
för með sér stóraukinn internethraða,“ segir
Anna Björk. „Breytingin verður svo ekki síst
í möguleikum afþreyingarmiðlanna. Ljósnetið
býður upp á margar háskerpurásir fyrir eina
fullkomnustu sjónvarpsþjónustu landsins með
allt að fimm myndlyklum á hverju heimili fyrir
gagnvirkt sjónvarp og VOD myndaleigu.“
„Ljósnet er ein tegund ljósleiðaratengingar, en þeim er skipt í flokka eftir því
hve langt þær draga, hvort sem er í símstöð, götuskáp eða inn í húskassa,“
segir Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans.
LJÓSNETIÐ Á MANNAMÁLI
Bylting fyrir
sprotafyrirtæki og fólk
sem vinnur heima
Myndband um þá
möguleika sem háhraða
nettenging býður upp á
www.siminn.is/myndband
Ljósnetið
Internet
Sæstrengur
Síminn
Ljósleiðari
Götuskápar
Kopar
Ábyrgðarmaður: Hildur Björk Hafsteinsdóttir, texti: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, ljósmyndir: Baldur Kristjáns, hönnun og uppsetning: ENNEMM. ©Síminn 2012 2 ı siminn.is