Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 24
Í Ljósneti Símans og Mílu tengist ljósleiðarinn í götuskápa og þaðan liggja svo kopartengingar inn á hvert heimili. Götuskáparnir eru aldrei meira en 2-400 metra frá húsi og með nýjustu tækni tekur koparlínan við síðustu metrana og leiðir Ljósnetið alla leið inn í stofu. Þéttriðið net kopartenginga í jörðu hefur nýst okkur í símatengingar í tugi ára. Nú flytjum við gögn yfir koparinn á sama hraða og yfir ljósleiðara, sé vegalengdin nógu stutt. Flutningshraðinn er nú þegar 100 megabit á sekúndu, en tilraunir sýna að hægt verður að flytja á hraða sem er yfir 1000 megabit þegar fram líða stundir. „Koparinn er til staðar og við spörum gríðar- mikið á því að nýta hann. Unnt er að leiða Ljósnet inn á um 100 þúsund heimili fyrir fjóra milljarða, en án koparnýtingar myndi svona framkvæmd kosta tugi milljarða og taka marg- falt lengri tíma. Þessi hagkvæmni nýtist öllum. Hraðinn er miklu meiri, en verðið svipað eða jafnvel lægra en fyrir ADSL-tengingu,“ segir Anna Björk. Að sögn Önnu Bjarkar verður byltingin mest fyrir smærri fyrirtæki auk heimilanna. Hún nefnir sem dæmi sprotafyrirtæki sem starfa í kvikmynda- eða myndbandageiranum og í öðrum skapandi iðnaði, til dæmis við ýmiss konar hönnun. Slík fyrirtæki þurfi mikla bandvídd og verði að geta flutt mikið magn gagna á milli staða á sem stystum tíma. „Margir vinna heima hjá sér og Ljósnetið er til mikilla hagsbóta fyrir þá, enda hefur það í för með sér stóraukinn internethraða,“ segir Anna Björk. „Breytingin verður svo ekki síst í möguleikum afþreyingarmiðlanna. Ljósnetið býður upp á margar háskerpurásir fyrir eina fullkomnustu sjónvarpsþjónustu landsins með allt að fimm myndlyklum á hverju heimili fyrir gagnvirkt sjónvarp og VOD myndaleigu.“ „Ljósnet er ein tegund ljósleiðaratengingar, en þeim er skipt í flokka eftir því hve langt þær draga, hvort sem er í símstöð, götuskáp eða inn í húskassa,“ segir Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans. LJÓSNETIÐ Á MANNAMÁLI Bylting fyrir sprotafyrirtæki og fólk sem vinnur heima Myndband um þá möguleika sem háhraða nettenging býður upp á www.siminn.is/myndband Ljósnetið Internet Sæstrengur Síminn Ljósleiðari Götuskápar Kopar Ábyrgðarmaður: Hildur Björk Hafsteinsdóttir, texti: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, ljósmyndir: Baldur Kristjáns, hönnun og uppsetning: ENNEMM. ©Síminn 2012 2 ı siminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.