Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 42
Mikill árangur SÁÁ með unga fólkið 14 maí 2012 10 Á ST Æ ÐU R F YR IR Þ VÍ AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ KAUPA ÁLFIN N9 0 10 20 30 40 50 60 70 80 19 9 1 19 9 2 19 9 3 19 9 4 19 9 5 19 9 6 19 9 7 19 9 8 19 9 9 2 0 0 0 2 0 0 1 2 0 0 2 2 0 0 3 2 0 0 4 2 0 0 5 2 0 0 6 2 0 0 7 2 0 0 8 2 0 0 9 2 0 10 FJÖLDI EINSTAKLINGA SEM ERU 19 ÁRA OG YNGRI OG KOMU Á VOG OG HÖFÐU SPRAUTAÐ VÍMUEFNUM Í ÆÐ 19912011 Nýir Allir Reglulega ENDURKOMUR UNGLINGANNA SEM KOMU Í FYRSTA SINN Á VOG ÁRIÐ 2000 Fjöldi einstaklinga Fjöldi koma 250 300 200 150 50 0 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 100 Mikið hefur breyst síðustu fimmtán ár hvað varðar neyslu ungmenna á vímuefnum. Kannabis hefur tekið við af áfengi sem aðalfíkniefni ungs fólks. Helmingur stúlkna sem kem- ur á Vog reykir kannabis daglega og hjá drengjum er hlutfallið þannig að um tveir þriðju þeirra reykja daglega. Undir 10% krakkanna drekka á hverj- um degi. Rétt fyrir aldamótin varð sprenging í neyslu ólöglegra vímuefna á Íslandi og kom sú sprenging sérstaklega nið- ur á unglingum á aldrinum 14-18 ára. Reynsla SÁÁ hefur sýnt að vímefna- vandi unglinga er jafn alvarlegur og þrálátur og hjá þeim eldri. Yngra fólk og erfiðara „Sjúklingahópurinn hefur breyst mik- ið,” útksýrir Þórarinn Tyrfingsson, yf- irlæknir á Vogi, en samkvæmt honum þá hefur fækkað í ákveðnum sjúk- lingahópi síðustu áratugi og sá hópur eru karlmenn á aldrinum 25-40 ára. Oft er það talið vera sá hópur sem býr við bestu félagslegu aðstæðurnar og bestu heilsuna. „Sjúklingahópurinn í heild er því erfiðari því framfarir okkar í meðferð- inni sjálfri hefur aukið getu okkar til að sinna vandamálinu á styttri tíma og betur,” heldur Þórarinn áfram og bendir á að fyrrnefndur hópur karla fer oft beint á göngudeild og þarf ekki á langri meðferð að halda. „Í dag erum við að sinna yngra fólki og svo miklu eldra fólki og það er vissulega þyngra.” Í ljósi þessa þarf það unga fólk sem nú kemur til meðferðar oft meiri úrræði þegar út í lífið er komið. SÁÁ starfrækir sérstaka eftirmeðferð fyrir ungt fólk og hægt er að nálgast allar upplýsingar um það starf á vef sam- takanna, www.saa.is. Unglingadeildin sannað gildi sitt Einn af hverjum tíu unglingum sem koma á Vog hafa sprautað sig og í raun situr þjóðin uppi með mikinn og langvinnan vímuefnavanda hjá ungu fólki þótt mikið hafi verið bætt með betri meðferð fyrir ungt fólk. Í raun má segja að Unglinga- Síðusta áratug og vel rúmlega það hefur orðið sprenging í áfengis- og vímuefnaneyslu Íslendinga. UNGA FÓLKIÐ hefur ekki farið varhluta af því og um aldarmótin horfði til ófremdarástands. SÁÁ brást skjótt við og með hjálp álfasöfnunar og dyggs stuðnings frá félögum í samtökunum var stofnuð sérstök unglingadeild sem þegar hefur sannað gildi sitt. deildin á Vogi hafi þegar sannað gildið sitt. Ef litið er til endurkomu unglinga á Vog sýna tölur svo ekki verður um villst að mikill árangur hefur náðst. Árið 2000 komu á þriðja hundrað ungmenna undir tvítugu á Vog, árið eftir komu næstum hundr- að af þeim aftur. Ári þar á eftir um 50 og svo hefur þeim fækkað jafnt og þétt sem þurfa að koma aftur á Vog en alkóhólismi er þrálátur sjúkdóm- ur sem þarf að sinna alla ævi. Svo má benda á að eftir að Unglingadeildin var stofnuð fyrir tólf árum hafa ekk- ert af þessum krökkum sem komu á Vog látist. MIKILL ÁRANGUR MEÐ UNGT FÓLK Rétt fyrir aldamótin varð sprenging í neyslu ólöglegra vímuefna á Íslandi og kom sú sprenging sérstaklega niður á unglingum á aldrinum 14-18 ára. Falinn vandi eldra fólks: 12% karla á elliheimilum alkóhólistar Um 12% þeirra karla sem nú eru á leið á elliheimili hafa komið á Vog og sam- kvæmt læknum á Vogi þá fara þessir menn öðruvísi með lyf og slíkt. „Við verðum að horfast í augu við staðreyndirnar eins og þær eru,” segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, því þessar upplýsingar segja okkur að það er fólk þarna úti með þennan krón- íska vanda sem hverfur ekkert þótt fólk eldist. „Þetta er fólk sem getur þurft verkajalyf og fær svefntruflanir eins og aðrir. Það fær þunglyndiseinkenni og kvíðaeinkenni en það þarf að meðhöndla slíkt öðruvísi hjá alkóhólistum.” ELDRA FÓLKI FJÖLGAR Á VOGI Á síðustu árum hefur eldra og miðaldra fólki fjölgað mjög á Vogi og er þessi hópur í dag orðinn stærri en unga fólkið í sjúklingahópnum. Edrú TV Á vef samtakanna, www.saa.is, höfum við síðustu mánuði verið að þróa beinar útsendingar frá viðburðum á vegum SÁÁ. Til dæmis höfum við sýnt beint frá Hollt í hádeginu á þriðjudögum og Samtölum um alkóhólisma og ýmislegt á miðvikudagskvöldum. Eftir að beinni útsendingu líkur eru upptökurnar aðgengilegar á vefnum. 400 langt leiddir fíklar Um 400 manns skipa hóp sem má kalla langt leidda fíkla. SÁÁ hefur sett spurningamerki við gistiskýli niðri í bæ og vill búa hinum langt leiddu aðstöðu fjarri miðbænum, nær þeirri þjónustu sem SÁÁ getur veitt. Læknar á Vogi hafa miklar áhyggjur af þessum hópi en sífellt fleiri fylgikvillar örvandi vímefna- neyslu hafa verið að koma í ljós og HIV-veiran hefur látið á sér kræla í hópnum. Um 50 manns deyja á ári Ástandið hvað varðar dauðs- föll úr sjúklingahópi SÁÁ var verst í kringum aldarmótin. Þó deyja enn um 50 manns á ári og hefur það haldist stöðugt. Sömu vandræði eru víðsvegar um heiminn og hafa Bandaríkjamenn nýlega farið að horfast í augu við að dauðsföll vegna morfínsefna hafa tekið fram úr dauðsföllum vegna umferðarslysa í mörgum fylkjum. Við á Íslandi þökkum fyrir að morfínsfaraldurinn hér á landi er í stöðnun en dauðsföll tengd örvandi vímuefnaneyslu, sem er veruleg hér á landi, eru þannig að fólk deyr seinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.