Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 40
„Þegar ég heyrði fyrst talað um að drykkja væri sjúkdómur hafði ég stað- ið í þeirri trú að þetta væri bara aum- ingjaskapur. Nú veit ég að þetta er ágengur sjúkdómur og veit satt að segja ekki hvenær verður farið að tala um faraldur í þessu samhengi,“ seg- ir Árdís Þórðardóttir og lýsir því að á hennar heimili hafi búið þrjár kyn- slóðir alkóhólista. „Pabbi minn sem var yndislegur maður misnotaði áfengi en á þeim tíma voru alkóhólistar varla til, svo mikil breyting hefur orðið. Að vera uppkomið barn setti mark sitt á mig. Ég get sagt sem dæmi að ég var ekki gömul þegar ég bað pabba ítrekað að hætta að drekka. Hann sagðialltaf já en stóð ekki við það og þá fannst mér að mér hefði mistekist. Ég sé núna eft- ir á að ég brást við með því til dæmis að verðaofvirk í íþróttum og skaraði þar fram úr í ýmsum greinum. Topp- urinn á mínum ferli varð þegar ég var Íslandsmeistari á skíðum í fjöldamörg ár. En það hvarflaði aldrei að pabba mínum elskulegum að mögulega væri hann veikur af alkóhólisma og að hægt væri að ná bata af sjúkdómnum,“ út- skýrir Árdís. Um tvítugt kynntist hún svo efni- legum, fallegum og góðum manni. Þau fóru bæði í nám í Háskóla Íslands og luku svo framhaldsnámi í Banda- ríkjunum. Allt gekk vel. Þau voru gift í 34 ár og gerðu frábæra hluti saman, flottastir eru synir þeirra tveir. Maður- inn þróaði snemma með sér alkóhól- isma en áttaði sig ekki fyrr en seint og um síðir og náði ekki tökum á batan- um svo leiðir skildu. Þriðja kynslóðin er svo sonur þeirra frábæri, sem fór að reykja hass og breyttist þá á undra- skömmum tíma í svartnættið eins og Árdís orðar það. Hún segir að hann sé brokkgengur í bata og hafi ekki enn sætt sig við sjúkdóminn en hún er viss um að hann náifyrr eða síðar tökum á sínum veikindum. Algjör afneitun Um áratugur er síðan Árdís fór að átta sig á hve alvarleg áhrif alkóhólisminn hefur haft á hana sjálfa. Hún fór fyrst á fjölskyldunámskeið hjá SÁÁ fyrir 30 árum því hún vissi að maðurinn hennar fór illa með áfengi og henni leið ekki vel með það. „Ég drattaðist á námskeiðið til að geta merkt við að ég væri búin að fara á námskeið og það væri ekkert að mér. Mín afneitun var algjör, ég sá það seinna, en á nám- skeiðinu lærði ég að alkóhólismi er sjúkdómur og náði að skilja það,“ seg- ir hún. Næstu tvo áratugina jókst svo van- líðan hennar og hún var orðin mjög einangruð. Öll samskipti voru yfir- borðskennd. „Ég hafði lítið samband við fólk og var eiginlega hætt að um- gangast foreldra mína og systkini. Ég var alltaf að flýta mér, löngu hætt að sjá sólina, fuglana og blómin. Ég æddi bara áfram og stóð mig fínt. En undir niðri varmikil vanlíðan. Ég fór svo á fjölskyldunámskeið númer tvö hjá SÁÁ og lærði þar að alkóhólismi væri ekki bara sjúkdómur, hann væri fjölskyldu- sjúkdómur,“ segir Árdís og kveðst í framhaldinu hafa kynnt sér tólf spora starf og hitt konu sem hafi heillað sig. Af henni geislaði gleði, ánægja, kær- leikur og vellíðan. „Ég vildi verða eins og þessi kona,“ segir hún. Líkamleg álagseinkenni Árdís fór ekki strax á tólf spora fundi. „Ég uppgötvaði seinna að stjórnsemi mín var orðin svo mikil aðég gat ekki sleppt augunum af mínu nánast um- hverfi í eina klukkustund á viku. Ég var farin að finna fyrir líkamlegum álags- einkennum. Eina nóttina vaknaði ég og náði varla andanum. Mér fannst ég vera að deyja en sem betur fer náði öndunin að verða eðlileg á ný. Áttaði mig þarna á að ég þyfti að gera eitt- hvað í málinu. Í kjölfarið fór ég á tólf spora fund og í framhaldinu byrjaði ég að setja mína batagöngu í forgang,“ segir hún og lýsir því hve þungu fargi hafi verið af sér létt þegar hún las í ráð- stefnu samþykktu lesefni að hún hefði ekki komið sjúkdómnum af stað, geti ekki stjórnað honum og heldur ekki læknað hann. „Smám saman hef ég komist að því að það eina sem ég get gert er að aga sjálfa mig, halda mér á minni torfu, sleppa tökunum og leyfa öðr- um að lifa. Ég er að ná þessu að minnsta kosti öðru hvoru. Mér leið stundum eins og ég væri í auganu á fellibylnum en sú tilfinning kemur sjaldnar og sjaldnar. Á þessari bata- göngu hef ég líka kynnst Kjarnakon- um SÁÁ og þær hjálpuðu mér að brjótast út úr einangruninni, fara að umgangast annað fólk og æfa mig í að setja sjálfri mér mörk, svo og öðrum og átta mig á því að hægt segja nei fal- lega. Öll samskipti hafa batnað mik- ið og ég fer sjaldnar inn í þetta fár. Ég reyni bara að hafa líf mitt einfalt og lifa í jafnvægi einn dag í einu. Mér finnst ég vera á réttri leið og það er ótrúlega góð tilfinning,“ segir Árdís. Alkóhólistar eru venjulegt fólk Ekki er skortur á alkóhólistum í kringum ÁRDÍSI ÞÓRÐARDÓTTUR. Þeir eru allsstaðar enda er í dag talað um að fimmti hver einstaklingur sem tekur fyrsta glasið þrói með sér sjúkdóminn. Árdís hefur unnið að sínum bata sem aðstandandi í tíu ár. 12 maí 2012 10 Á ST Æ ÐU R F YR IR Þ VÍ AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ KAUPA ÁLFIN N7 Börn alkólista í áhættuhópi: Gleymum ekki börnunum Alkóhólismi er fjölskyldusjúkdómur: Meðferð fyrir aðstandendur Í dag er vitað að börn alkóhólista eru í miklum áhættuhópi um að þróa með sér sjúkdóminn síðar á lífsleiðinni. SÁÁ hefur þróað forvarnarstarf fyrir börn alkóhól- ista á aldrinum 8-18 ára og hefur síðustu ár verið boðið upp á sálfræðiviðtöl og ráð- gjöf. Áhugasamir geta nálgast ýtarlegri upplýsingar á hjá samötkunum en þetta verkefni hefur mætt furðu litlum skilningi yfirvalda. Lárus Blöndal, sálfræðingur hjá SÁÁ, hefur farið fyrir verkefninu og hann þreytist ekki að benda á að ekki megi gleyma þeim þúsundum barna sem þurfa að búa við alkóhólisma á Íslandi. Í Noregi hafa yfirvöld skilgreint þennan hóp barna og gefið þeim sömu réttarstöðu og barna sem eiga alvarlega veika eða slasaða for- eldra. Enn fær SÁÁ aðeins lítinn hluta af kostnaði við þessa sjálfsögðu þjónustu við börn alkóhólsta greidda af hálfu yfirvalda á Íslandi. Félagar í samtökunum greiða með þjónustunni sem og safnanir á borð við álfasöluna sem nú fer í hönd. Mikil- vægt er að samfélagið átti sig á að alkó- hólismi er fjölskyldusjúkdómur og hægt að hefja forvarnir mun fyrr. SÁÁ hefur í áratugi boðið upp á svokall- aða fjölskyldumeðferð. Meðferðin sjálf tekur um fjórar vikur og leitast er við að auka þekkingu þáttakenda á fíknisjúk- dómum, einkennum þeirra og hvaða áhrif fjölskyldusjúkdómurinn alkóhólismi hefur á alla þá sem búa í návígi við hann. Þá er reynt að aðstoða þátttakendur til að hrinda af stað breytingum til bóta innan fjölskyldunnar. Meðferðin er á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 17:30 til 20:00 og kostar 8.000 kr. Stuðningshópur fyrir að- standendur eru í boði í framhaldi af 4 vikna meðferðinni.Nánari upplýsingar fást hjá ráðgjöfum SÁÁ í síma 530-7600. Fólki á landsbyggðinni er bent á helgar- fjölskyldumeðferð SÁÁ. Í KJÖLFARIÐ FÓR ÉG Á TÓLF SPORA FUND OG Í FRAMHALDINU BYRJAÐI ÉG AÐ SETJA MÍNA BATAGÖNGU Í FORGANG. ÁRDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR Aðstandandi í bata: „Mér finnst ég vera á réttri leið og það er ótrúlega góð tilfinning.“ MEÐVIRKNI Hægt er að nálgast upplýsingar um fjölskyldunámskeið SÁÁ á vef samtakanna, www.saa.is. LÁRUS BLÖNDAL Sálfræðingur hjá SÁÁ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.