Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 20
 | 4 9. maí 2012 | miðvikudagur Bræðurnir Ágúst og Lýður Guð- mundssynir munu greiða 15 millj- ónir punda, um þrjá milljarða króna, fyrir 25 prósenta hlut í Bakkavör Group, samkvæmt heimildum Markaðarins. Lagt verður til á hluthafafundi, sem haldinn verður síðar í þessum mánuði, að hlutafé félagsins verði aukið sem þessu nemur og að bræðurnir fái að kaupa það allt. Afgangurinn af hlutafé Bakka- varar Group verður í eigu þeirra íslensku kröfuhafa sem gerðu nauðasamning við félagið fyrir tveimur árum. Þeirra stærstir eru Arion banki, skilanefnd Glitn- is, LSR, Lífeyrissjóður verzlun- armanna og Gildi lífeyrissjóður. Samhliða munu bræðurnir gefa eftir meirihluta í stjórn Bakka- varar Group sem þeir hafa hald- ið frá því að nauðasamningur- inn var undirritaður. Auk þess þurfa þeir að skila eignarhlut í Bakkavör Group til Klakka, sem hét áður Exista. Sá eignarhlutur var færður út úr því félagi árið 2009 þegar bræðurnir réðu enn yfir Existu. Sá gjörningur hefur meðal annars verið til rannsókn- ar hjá embætti sérstaks saksókn- ara. Hið nýja eigið fé sem kemur inn í félagið mun meðal annars verða notað til að greiða kostn- að af fjárhagslegri endurskipu- lagningu Bakkavarar og til að greiða erlendum bönkum sem fé- lagið skuldar fé fyrir að gefa eftir lánaskilmála sem það hefur þegar brotið gegn. Heildarvirði Bakkavarar er talið vera á bilinu 20-40 milljarðar króna. Fáist það verð fyrir félagið myndu bræðurnir Ágúst og Lýður fá fimm til tíu milljarða króna fyrir þann hlut sem þeir eru nú að kaupa á þrjá milljarða króna. - þsj Bakkavör Group í endurskipulagningu: Bakkavararbræður kaupa fjórðung á þrjá milljarða ENDURKOMA Bræðurnir Lýður og Ágúst töpuðu allri eign sinni í Bakkavör Group en hafa nú fengið tækifæri til að kaupa sig aftur inn í félagið sem þeir stofnuðu á sínum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gildi lífeyrissjóður gerir í fyrsta sinn grein fyrir stjórnmálaáhættu í skýringu með ársskýrslu sinni fyrir árið 2011. Skýrslan var kynnt á ársfundi sjóðsins 25. apríl síðastliðinn. Þar segir: „Íslenskir lífeyrissjóðir búa í dag við nokkra stjórnmálaáhættu og áhættu af breytingum á lögum og reglu- verki. Undanfarin ár hefur laga- umhverfi lífeyrissjóða verið nokk- uð stöðugt, en það hefur breyst á síðustu misserum og í ljósi um- fjöllunar um sjóðina á vettvangi stjórnmálanna gætu fleiri breyt- ingar verið í farvatninu. Stjórn sjóðsins telur ástæðu til að vekja athygli á að breytingar á lögum og regluverki í kringum sjóðina geta haft áhrif á afkomu þeirra“. Í ársskýrslunni er einnig minnst á umræður á vettvangi stjórn- mála um víðtæka skattlagningu á myndun lífeyrisréttinda, meðal annars um að inngreiðslur í við- bótarlífeyrissparnað yrðu ekki lengur skattfrjálsar. Þá er sýnt fram á dæmi um breytingar þegar „lögum var breytt þegar gjaldeyr- ishöft voru sett á og ekki eygir í að þeim verði aflétt. Þau lög breyttu verulega möguleikum sjóðanna til fjárfestinga og áhættudreifing- ar. Þá var með lögum lagður sér- stakur skattur á lífeyrissjóði. Til stendur að afnema hann að hluta eða öllu leyti háð því hvernig sjóð- ir taka þátt í sérstökum útboðum á eignum í íslenskum krónum fyrir erlendan gjaldeyri, en niðurstaða þessa er enn nokkuð óljós“. - þsj Nýjung í ársskýrslu Gildis lífeyrissjóðs: Gerði grein fyrir stjórnmálaáhættu HÆTTUR Vilhjálmur Egilsson var stjórnarformaður Gildis fram að síðasta aðalfundi, sem haldinn var í lok apríl. Hann er nú varamaður í stjórn sjóðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK VIÐSKIPTI Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is Sænska veðmálafyrirtækið Bets- son AB, sem margir Íslendingar þekkja, tók í apríl yfir samkeppn- isaðila að nafni Nordic Gam- ing Group (NGG) sem skráð er á Möltu. Betsson greiðir 65 milljón- ir evra, jafngildi 10,5 milljarða ís- lenskra króna, fyrir félagið og er með kaupunum orðið eitt stærsta veðmálafyrirtæki í Evrópu. Yfirtakan á NGG er einungis nýjasta skrefið í uppgangi Bets- son sem hefur vaxið á ógnvænleg- um hraða síðustu ár. Fyrirtækið rekur fjölmargar veðmálavefsíð- ur en hjá fyrirtækinu starfa nú um 460 manns. Hagnaður þess nam 9,6 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári og hefur tvö- faldast á þremur árum. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs jukust tekjur um 28 prósent til viðbótar og þá mun yfirtakan á NGG vafa- lítið auka tekjur þess til muna. Veðmálamarkaðurinn á netinu hefur stækkað ört á undanförnum árum og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Einn helsti aflvaki vaxtarins er að nýir markaðir hafa opnast fyrir veðmálafyrir- tækjum með breytingum sem víða hafa orðið á lagaumhverfi slíkra fyrirtækja en starfsemi þeirra hefur löngum verið takmörkuð. Eins og áður sagði er Betsson AB sænskt fyrirtæki en það var um tíma að stórum hluta í eigu Íslendinga. Í júlí árið 2005 keypti fjárfestingarbankinn Burðarás, sem síðar sameinaðist Straumi, 25,06% hlut í sænsku getrauna- og leikjafyrirtæki sem hét þá Cherry- företagen og rak meðal annars veðmálavefinn Betsson. Verðmæti viðskiptanna var ekki gefið upp en sænskir fjölmiðlar töldu það vera um 200 milljónir sænskra króna, sem jafngilti 1,7 milljörðum ís- lenskra króna miðað við þáverandi gengi. Síðar jók sameinaður banki hlut sinn í fyrirtækinu í 29%. C her r y för et a ge n br ey t t i skömmu síðar nafni sínu í Net En- tertainment og var skipt upp í þrjú félög; CherryCasino, Betsson AB og Net Entertainment. Cherry- Casino rann svo síðar aftur inn í Betsson. Þegar Burðarás keypti hlut sinn voru bréf í Betsson seld í sænsku kauphöllinni á 28 sænsk- ar krónur. Tveimur árum síðar, í júní árið 2007, þegar Straumur- Burðarás seldi hlutinn í Betsson var hlutabréfaverðið rétt tæpar 60 sænskar krónur. Var hlutur félagsins því seldur á 4,4 millj- arða íslenskra króna. Rúmu ári síðar seldi Straumur hlut sinn í Net Entertainment og var áætlað að fyrirtækið hefði hagnast um sem nam 720 milljónum króna á þeim tíma vegna sölunnar. Upphafleg fjárfesting Burð- aráss skilaði Straumi-Burðarási sem sagt talsverðum hagnaði. Þrátt fyrir það má telja líklegt að fyrrum eigendur Straums, sem var tekinn yfir af Fjármála- eftirlitinu í mars 2009, nagi sig í handarbökin að hafa selt hlut sinn í Betsson á árinu 2007. Því til staðfestingar má skoða þróun hlutabréfaverðs félagsins. Verð á hlut í Betsson er nú 221,5 sænsk- ar krónur í sænsku kauphöllinni en eins og áður sagði var það rétt tæpar 60 sænskar krónur þegar Straumur seldi hlut sinn. Markaðsvirði fyrirtækisins er 9,3 milljarðar sænskra króna og væri 29 prósenta hlutur Straums því virði jafngildi rúmra 50 milljarða íslenskra króna í dag. Hefur verðmæti hans því rúm- lega tífaldast á þeim tæpu fimm árum sem liðin eru frá sölunni þó hluta þessa megi vitaskuld rekja til veikingar krónunnar á tíma- bilinu. Að lokum má taka fram að í viðskiptum er alltaf auðvelt að finna dæmi um frábærar eða misráðnar fjárfestingar eftir á. Fyrir fram reynist það hins vegar yfirleitt þrautin þyngri eins og dæmin sanna. Magnaður uppgangur veðmálafyrirtækis Sænska veðmálafyrirtækið Betsson, sem var á árunum 2005 til 2007 að stórum hluta í eigu Straums-Burðaráss, hefur margfaldast að stærð og í verði á fáum árum. Vinsældir veðmála- vefsíðna hafa stóraukist og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. BETSSON AB Betsson AB rekur fjölda veðmálavefsíða á netinu en þeirra þekktust er sennilega hin samnefnda Betsson sem margir Íslendingar þekkja. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Íbúðalánasjóði verður óheimilt að veita lán til kaupa á íbúðarhús- næði þegar hámarksfjárhæð ÍLS- veðbréfa er lægri en 40 prósent af fasteignamati íbúðarhúsæðis samkvæmt frumvarpi sem Guð- bjartur Hannesson velferðarráð- herra hefur mælt fyrir á Alþingi. Það þýðir að Íbúðalánasjóði verður ekki heimilt að veita lán til kaupa á eignum með hærra fasteignamat en 50 milljónir. Er hugmyndin með þessu að koma til móts við athugasemdir frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, um að lán- veitingar til kaupa á mjög verð- mætu húsnæði rúmist ekki innan félagslegra markmiða sjóðsins. Meðal annarra breytinga á starfsumhverfi sjóðsins, sem kveðið er á um í frumvarpinu, má nefna að eftirlit með starf- semi hans verður aukið og skýrari skilyrði sett við lánveitingum til uppbyggingar leiguhúsnæðis. Þá verða lánveitingar til endurbóta, byggingar eða kaupa á íbúðarhús- næði takmarkaðar við almenn lán til einstaklinga. Breytingarnar byggja flestar á athugasemdum frá ESA sem hefur eftirlit með að Ísland uppfylli skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið. - mh Í nýju frumvarpi velferðarráðherra er komið til móts við athugasemdir ESA um ÍLS: Íbúðalánasjóður láni ekki til kaupa á dýru húsnæði GUÐBJARTUR HANNESSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.