Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 51
15MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012
FRÉTTASKÝRING
Þórður Snær Júlíusson
thordur@frettabladid.is
S
tarfsmenn Landsbankans
munu eiga tveggja pró-
senta hlut í bankanum
ef virði skilyrts skulda-
bréfs sem hann heldur á
nær að verða 92 milljarðar króna
í lok þessa árs. Miðað við eigin-
fjárstöðu Landsbankans er virði
slíks hlutar um fjórir milljarð-
ar króna. Um síðustu áramót var
hlutur starfsmannanna þegar orð-
inn 1,3 prósent. Eignarhluturinn
á að mynda stofn kaupaukakerfis
fyrir starfsmenn bankans.
Skilyrta skuldabréfið
Í desember 2009 var tilkynnt um
uppgjör á milli nýja Landsbank-
ans og þrotabús þess gamla. Í
því fólst að íslenska ríkið eign-
aðist 81,33 prósenta hlut í nýja
bankanum vegna 122 milljarða
króna eiginfjárframlags ríkis-
ins til hans. Afgangurinn, 18,67
prósent, varð við uppgjörið í eigu
þrotabús gamla bankans.
Samhliða þessu var hins vegar
gefið út svokallað skilyrt skulda-
bréf sem á að gera upp í lok árs
2012. Samkvæmt upplýsingum frá
Landsbankanum mun virði þess,
sem getur mest verið 92 milljarð-
ar króna, ákvarðast af frammi-
stöðu ákveðinna eigna sem færð-
ar voru inn í nýja bankann. Um
er að ræða tvö söfn, annars vegar
lán til stærri fyrirtækja og hins
vegar lán til smærri fyrirtækja. Í
þessum lánasöfnum eru að mestu
lán sem keypt voru á lágu verði úr
þrotabúinu og voru því talin léleg.
Ef virðisaukning á sér stað á lána-
söfnunum renna 85 prósent henn-
ar til þrotabús gamla bankans en
15 prósent til nýja bankans.
Myndar eign starfsmanna
Ef virði umræddra eigna nær að
verða 92 milljarðar króna fyrir
árslok 2012, þegar gera á skulda-
bréfið upp, þá mun gamli bankinn
afhenda þann 18,67 prósent eign-
arhlut sem hann heldur á til baka.
Þar af mun 16,67 prósent hlutur
renna til Bankasýslu ríkisins, sem
mun þá halda á 98 prósent eignar-
hlut, en tvö prósent munu fara í að
mynda stofn fyrir kaupaukakerfi
starfsmanna nýja Landsbank-
ans. Ef sá árangur næðist ekki
þá myndi hluturinn sem Banka-
sýslan, og starfsmenn Landsbank-
ans, eiga að fá rýrna í beinu hlut-
falli við lokavirði skuldabréfsins.
Í árslok 2010 var virði skilyrta
skuldabréfsins bókfært á 26,5
milljarða króna í bókum Lands-
bankans. Um síðustu áramót hafði
virði þess stóraukist og var nú
bókfært á 60,8 milljarða króna.
Miðað við þá stöðu er sá hlutur
sem fer í að mynda stofn kaup-
aukakerfis starfsmanna Lands-
bankans þegar orðinn 1,32 pró-
sent, og um 2,6 milljarða króna
virði, miðað við eiginfjárstöðu
bankans á þeim tíma.
Umbun fyrir árangur
Stofn væntanlegs kaupaukakerf-
is starfsmanna Landsbankans
er hluti af skilyrta skuldabréf-
inu og ef allt gengur eftir munu
þeir eignast tveggja prósenta hlut
í bankanum. Í svari Landsbank-
ans við fyrirspurn Markaðarins
um málið kom fram að það væri
„umbunin fyrir árangurinn til
starfsmanna“.
Eigið fé Landsbankans var rúm-
lega 200 milljarðar króna um síð-
ustu áramót. Ef miðað er við að
það endurspegli heildarvirði
bankans þá er virði þess hlutar
sem mun mynda stofn kaupauka-
kerfis starfsmanna hans um fjór-
ir milljarðar króna.
Að frumkvæði kröfuhafa
Umræða skapaðist um væntan-
legt kaupaukakerfi starfsmanna
Landsbankans snemma árs 2010.
Þá sendi Landsbankinn frá sér yf-
irlýsingu, dagsetta 16. mars 2010,
þar sem sagði „að frumkvæði
kröfuhafa var gert samkomu-
lag á milli skilanefndar Lands-
banka Íslands hf. (gamla bank-
ans), fjármálaráðuneytisins f.h.
ríkissjóðs og Landsbankans (NBI
hf.) um að hluti hlutabréfa í NBI
hf. sem skilanefndin heldur nú á,
myndi stofn fyrir kaupaukakerfi
sem næði til allra starfsmanna og
kæmi til framkvæmda á löngum
tíma. Fjöldi þeirra hlutabréfa sem
myndar stofninn ræðst af hugs-
anlegri verðmætaaukningu tiltek-
ins hluta eignasafns bankans“. Sá
tiltekni hluti eru þær eignir sem
ákvarða virði skilyrta skulda-
bréfsins.
Ekkert skipulag fastsett
Í sömu yfirlýsingu sagði að „hugs-
anlegt er því að kaupaukakerfi
taki gildi eftir að þessi hluti eigna-
safns bankans hefur verið endur-
metinn í árslok 2012“. Markaður-
inn beindi fyrirspurn til Lands-
bankans um það hvort ákvörðun
hefði verið tekin um hvenær kaup-
aukakerfið ætti að taka gildi.
Í svari bankans segir að „það
hefur engin ákvörðun verið tekin
um eitt né neitt í þessum efnum,
enginn samningur verið kláraður
og ekkert skipulag fastsett. Þetta
var upphaflega hugsað til langs
tíma og þá þannig að starfsmenn
fengju hlutabréf sem þeir gætu
ekki selt fyrr en eftir nokkur ár.
Það er bankans að útfæra þetta
fyrirkomulag og það er í vinnslu.
Valdir starfsmenn útilokaðir
Í fyrirspurninni var einnig spurt
um hvernig kaupaukakerfið ætti
að vera uppbyggt og til hverra það
ætti að ná. Í svari Landsbankans
segir að „hugmyndir fjármála-
ráðuneytisins á sínum tíma voru
að það næði til allra starfsmanna.
Sem fyrr segir hefur þetta ekki
verið útfært enda rúmast það
ekki innan þeirra reglna sem
FME [Fjármálaeftirlitið] síðar
setti um útfærslu kaupauka af
þessum toga, en samkvæmt þeim
er t.a.m. óheimilt að tengja kjör
sumra starfsmanna við afkomu“.
Þar vísar bankinn til þess að
reglur um kaupaukakerfi fjár-
málafyrirtækja, sem FME setti
um mitt ár 2011, gera það óheim-
ilt að greiða starfsmönnum sem
starfa við áhættustýringu, innri
endurskoðun eða regluvörslu
kaupauka. Auk þess er óheimilt
að greiða stjórnarmönnum fjár-
málafyrirtækis kaupauka. Aðrir
starfsmenn Landsbankans, þar
á meðal helstu yfirmenn hans,
munu hins vegar geta þegið kaup-
auka þegar kerfinu verður komið
á laggirnar.
Hámarks kaupauki fjórðungur af
launum
Í reglum FME kemur líka fram
að í kaupaukakerfi skuli byggt
á þeirri meginreglu að hæfi-
legt jafnvægi sé á milli fastra
launa og kaupauka. Þar stendur
að „samtala veitts kaupauka til
starfsmanns, að meðtöldum þeim
hluta greiðslu sem er frestað, má
á ársgrundvelli ekki nema hærri
fjárhæð en 25% af árslaunum
viðkomandi án kaupauka“.
Auk þess á ávallt að „fresta
greiðslu hluta af kaupauka, a.m.k.
40% af honum, um að lágmarki
þrjú ár“. Því er ljóst að það mun
taka nokkur ár að koma út öllum
eignarhlutnum til starfsmann-
anna sem munu fá hann, verði
kaupaaukakerfið að veruleika.
Starfsmenn Landsbankans munu
geta eignast tveggja prósenta hlut
Stofn kaupaukakerfis starfsmanna nýja Landsbankans verður um fjögurra milljarða króna virði miðað við eiginfjárstöðu bankans um síðustu
áramót. Stærð hans tengist frammistöðu ákveðinna eigna sem færðar voru frá gamla bankanum til þess nýja á mjög lágu verði.
LANDSBANKINN Til stendur að umbuna starfsmönnum Landsbankans fyrir árangur við að hámarka virði tveggja eignasafna sem færð
voru yfir úr gamla bankanum. Landsbankinn er að langstærstu leyti í eigu íslenska ríkisins. Steinþór Pálsson er bankastjóri hans.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Stjórnendur þrotabús gamla Landsbankans telja að hægt væri að flýta
uppgjöri skilyrta skuldabréfsins og gera það upp strax, þar sem að virði
undirliggjandi eigna sé þegar búið að ná 92 milljörðum króna. Þetta kom
fram í viðtali við Lárentsínus Kristjánsson, fyrrum formann skilanefndar
Landsbankans, í Fréttablaðinu 20. desember 2011.
Þar kom fram að viðræður hefðu staðið yfir á milli stjórnenda nýja og
gamla bankans um að flýta uppgjörinu. Lárentsínus sagði þær enn standa
yfir þegar viðtalið var tekið og að þær væru að þokast áfram. „Við teljum
að nýi bankinn ætti nú þegar að geta gefið út bréfið þar sem undirliggj-
andi verðmæti hafi náð þessum 92 milljörðum. Það er einhver meiningar-
munur þar á milli aðila en það eru allra hagsmunir að það verði gengið frá
þessu máli sem fyrst.
Sterkasta vopnið í okkar höndum er að við erum með mjög góðan
samning í höndunum. Við getum beðið út árið 2012 og fengið bréfið
útgefið fljótlega í kjölfarið. Nýi bankinn vill auðvitað fá eitthvað í staðinn
fyrir að gera þetta upp núna og sleppa því þá að fara í virðismatsferli sem
verður flókið og dýrt. Það er verið að þreifa á niðurstöðu í því og viðræður
standa yfir.“
TÖLDU VIRÐIÐ ÞEGAR VERA 92 MILLJARÐA
Eignabjarg, dótturfélag Arion
banka, seldi tólf milljónir hluta
í Högum fyrir rúmar 225 millj-
ónir króna í gær. Er um að ræða
tæplega eitt prósent af heildar-
hlutafé í félaginu og er hlutur
Eignabjargs í Högum 4,99 pró-
sent eftir viðskiptin.
Eignabjarg tilkynnti um við-
skiptin í flöggun til Kauphall-
ar Íslands en með viðskiptunum
er Eignabjarg komið niður fyrir
flöggunarskyldu en mark hennar
er fimm prósent.
Gengi bréfa í Högum var 18,9
við lokun Kauphallarinnar í gær
og hafði hækkað um 1,07 prósent
frá opnun. Alls hefur verð bréf-
anna hækkað um 40 prósent frá
því að félagið var skráð á markað
á genginu 13,5 í desember.
- mþl
Eignarhlutur Eignabjargs kominn niður fyrir 5 prósent:
Eignabjarg
seldi í Högum Hrein eign lífeyrissjóða landsins hækkaði um 35 milljarða króna í
mars eða 1,6 prósent. Í lok mánað-
arins stóð hún í 2.217 milljörðum
króna sem jafngildir 138 prósent-
um af vergri landsframleiðslu.
Fyrsti ársfjórðungur ársins
hefur reynst lífeyrissjóðunum
gjöfull en meðalhækkun fyrstu
þrjá mánuði ársins var 40 millj-
arðar króna. Til samanburðar
hækkuðu eignir þeirra um 20
milljarða króna að meðaltali á
síðasta ári.
Í Morgunkorni greiningardeild-
ar Íslandsbanka frá því í gær
kom fram að þessa miklu hækk-
un á fjórðungnum megi að stórum
hluta rekja til afar hagstæðrar
verðþróunar á helstu hlutabréfa-
mörkuðum.
Síðustu tólf mánuði hefur hrein
eign sjóðanna vaxið um 13 pró-
sent að nafnvirði og 6,1 prósent
að raunvirði. Hafa ber í huga að
raunávöxtun þeirra hefur þó verið
talsvert minni enda eru iðgjalda-
greiðslur sjóðfélaga í hverjum
mánuði mun hærri en greiðslur til
lífeyrisþega og úttektir séreigna-
sparnaðar.
Í mars hækkaði innlend verð-
bréfaeign um 33,6 milljarða og
erlend verðbréfaeign um 5,7
milljarða. Lífeyrissjóðirnir eiga
nú innlend verðbréf fyrir 1.600
milljarða og erlend fyrir um 520
milljarða. Bankainnistæður sjóð-
anna lækkuðu hins vegar í mán-
uðinum um 7,7 milljarða og stóðu
í 149 milljörðum í lok árs.
- mþl
Hrein eign íslensku lífeyrissjóðanna jókst um 121 milljarð á fyrsta ársfjórðungi:
Árið byrjar vel hjá lífeyrissjóðum