Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 10
9. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR10 FRÉTTASKÝRING Hver eru umsvifin hjá kínverska athafnamanninum Huang Nubo annars staðar en á Íslandi og í Kína? Fjárfestingafélag kínverska athafnamanns- ins Huangs Nubo hefur á undanförnum árum keypt land og fasteignir í Bandaríkjunum, auk þess sem það hefur unnið að verkefnum í ferðaþjónustu á Norðurslóðum. Fjárfesting upp á ríflega 16 milljarða króna við upp- byggingu á hóteli og þjón- ustu við ferðamenn á Gríms- stöðum á Fjöllum getur haft gríðarleg áhrif í þessum landshluta. Það er þó ekki svo stór biti þegar það er sett í samhengi við að eigandi og stjórnandi Zhongkun-fjárfestingafélagsins, Huang Nubo, er í 129. sæti á lista Forbes yfir 400 auðugustu Kínverjana. Huang hefur í gegnum Zhongkun-fjárfest- ingafélagið keypt fasteignir og land í Banda- ríkjunum, eins og fram kemur í viðtali við hann á kínversku fréttaveitunni 21CBH. Fyrirtækið hefur verið starfandi frá árinu 1995 og hefur einbeitt sér að fjárfestingum í fasteignageiran- um og ferðamennsku, þó ýmis dótturfélög sinni öðrum verkefnum. Í viðtalinu við 21CBH segist hann hafa áhuga á að fjárfesta í ferðamennsku í Bandaríkjunum og Evrópu, þó heimamarkaðurinn í Kína verði áfram mikilvægastur. Fram kemur á vef Zhongkun að forsvars- menn fyrirtækisins séu að skoða möguleika á fjárfestingum í Svíþjóð, Finnlandi og Dan- mörku. Þeir hafa einnig lýst áhuga á að skoða fjárfestingar í Kanada. Þessar mögulegu fjárfestingar eru skemmra á veg komnar en fjárfestingar hér á landi. Zhongkun er enn að leita að heppilegum verk- efnum sem tengjast ferðaþjónustu í þessum löndum. Athygli vekur að ekki er rætt um mögulega fjárfestingu í Noregi á vef Zhongkun. Sam- skipti Noregs og Kína hafa verið afar stirð frá því kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2010. Í viðtalinu við 21CBH segir Huang að enn eimi eftir af andrúmslofti kalda stríðsins í Evrópu, þar sem hann sé iðulega spurður hvort hann sé í kínverska kommúnistaflokknum, og hvort hann sé útsendari kínverskra stjórnvalda. Hann segist reikna með því að þessi viðhorf hverfi með tímanum þegar kínverskir fjárfest- ar verði algengari í þessum heimshluta. Huang líkir hugsunarhættinum í Evrópu í dag við það sem tíðkaðist á níunda áratug síð- ustu aldar í Kína, þegar kommúnistaflokkurinn ákvað að leyfa erlenda fjárfestingu í landinu. „Það skiptir ekki máli hvar höfuðstöðvar fyr- irtækja eru staðsettar, fyrirtækin munu semja sig að háttum heimamanna og vera góðir þegn- ar,“ segir Huang við 21CBH. brjann@frettabladid.is Skoðar fjárfestingar víðar Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo vill fjárfesta í ferðaþjónustu á norðurslóðum víðar en á Íslandi. Skoðar kosti í Svíþjóð, Noregi, Kanada og víðar. Huang segir eima eftir af andrúmslofti kalda stríðsins í Evrópu. GRIKKLAND, AP „Þetta er söguleg stund fyrir vinstri menn og hreyf- ingu almennings og mikil ábyrgð lögð á mínar herðar,“ segir Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, banda- lags róttækra vinstri flokka í Grikk- landi. Hann hófst í gær handa við að reyna myndun vinstristjórnar, sem myndi afturkalla ströng aðhalds- áform fyrri stjórnar sósíalista- flokksins PASOK og íhaldsflokks- ins Nýs lýðræðis. „Það er ekki nokkur möguleiki að við laumum aftur inn því sem gríska þjóðin henti út,“ segir Tsipras. Á hinn bóginn er ekki heldur auð- velt að sjá hvaða möguleika hann á til að mynda meirihlutastjórn á nýkjörnu þjóðþingi. Flokkur hans er með 52 þing- sæti en til að mynda meirihluta á þinginu þarf að minnsta kosti 151 þingmann. Lýðræðislegi vinstri flokkurinn hefur lýst yfir stuðningi við Tsipras, en sá flokkur er aðeins með 19 þingmenn. Fáist sósíalista- flokkurinn PASOK til að taka þátt í stjórninni yrðu þingmennirnir aðeins 112. Leiðtogar Þýskalands og fleiri evruríkja hafa ekki tekið í mál nein- ar breytingar á skilmálum fjárhags- aðstoðar. Tsipras hefur ekki nema þrjá daga til að mynda ríkisstjórn. - gb Leiðtogi vinstri manna reynir að mynda ríkisstjórn í Grikklandi: Lofar að afturkalla niðurskurð ALEXIS TSIPRAS Fáir möguleikar á stjórnarmyndun eru í stöðunni. NORDICPHOTOS/AFP GRÍMSSTAÐIR Þó fjárfestirinn Huang Nubo vilji eyða háum fjárhæðum til uppbyggingar á Grímsstöðum á Fjöllum er hann með mun fleiri járn í eldinum. MYND/SIGGA HALLGRÍMS HUANG NUBO Kínversk nafnahefð er öðruvísi en Íslendingar eiga að venjast, þar sem ættarnafnið kemur á undan skírnarnafni. Þó Huang Nubo sé gjarnan kallaður Nubo í daglegu tali er réttara að nota ættarnafn hans, Huang, á sama hátt og talað er um Obama en ekki Barack þegar talað er um Barack Obama Bandaríkjaforseta. Ættarnafnið fyrst Meðaleyðsla aðeins 3,8 lítrar á hverja 100 km* www.volkswagen.is Sparnaðarráð frá Þýskalandi Volkswagen Golf BlueMotion Komdu og reynsluaktu Volkswagen Golf * Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Golf BlueMotion 1.6 A uk ab ún að ur á m yn d: 1 8” á lfe lg ur Golf kostar aðeins frá 3.390.000 kr. STJÓRNSÝSLA Vaxandi áhrif nets- ins á lýðræðið er eitt umfjöll- unarefna í opnum fyrirlestri Hauks Arnþórssonar, stjórn- sýslufræðings og sérfræðings í rafrænni stjórnsýslu, í Lögbergi Háskóla Íslands í hádeginu í dag. Fyrirlesturinn, sem er á vegum Stofnunar stjórn- sýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands nefnist „Stjórnmálaþátttaka við eldhús- borðið – er það framtíðin?“ - óká Þátttaka við eldhúsborðið: Áhrif netsins á lýðræði skoðuð STJÓRNSÝSLA Jóhann Ársælsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur verið skipaður nýr stjórnarfor- maður Íbúða-lánasjóðs. Hann kemur í stað Katrínar Ólafs- dóttur lekt- ors sem óskaði lausnar vegna annarra starfa. Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra skipar í stjórn- ina, en hann hefur jafnframt skipað Henný Hinz hagfræð- ing sem aðalmann í stjórnina og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, sérfræðing í innanríkisráðuneyt- inu, sem varamann hennar. - óká Ráðherra skipar í nýja stjórn: Stjórnarfor- mannsskipti hjá Íbúðalánasjóði TRÚMÁL Íslenski söfnuðurinn í Noregi hefur eignast sitt fyrsta safnaðarheimili. Safnaðarheimilið nefnist Ólafíu- stofa til heiðurs Ólafíu Jóhanns- dóttur sem líknaði þurfandi á götum Óslóar um aldamótin 1900. „Safnaðarheimilið er við Pile- stredet Park 20 í Ósló og rúmar hópastarf fyrir allt að 50 manns, skrifstofur prests og starfs- manns,“ segir í frétt á vef kirkj- unnar. - óká Ólafíustofa opnar í Ósló: Íslendingar fá safnaðarheimili JÓHANN ÁRSÆLSSON REIÐIR BÍLSTJÓRAR Bílstjórar almenn- ingsvagna í Bólivíu börðu einn félaga sinn í gær fyrir að virða ekki tveggja sólarhringa verkfall þeirra. Þeir mótmæla nýrri löggjöf um almenningsvagna. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.