Fréttablaðið - 09.05.2012, Page 6

Fréttablaðið - 09.05.2012, Page 6
9. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR6 SAMFÉLAGSMÁL Börn á Íslandi hafa það best í heimi, sam- kvæmt nýrri skýrslu Barna- heilla – Save the Children. Best er að vera móðir í Noregi, en næstbest á Íslandi. Staða mæðra í lýðveldinu Níger í Vestur-Afríku er verst, en á síðasta ári var Afganistan neðst á listanum. Ísland færist upp um eitt sæti. Barnaheill ber saman aðstæður mæðra í 165 lönd- um í heiminum og fær með því út svokallaða mæðravísitölu. Meðal annars er tekið tillit til heilsu, menntunar og efnahags. Aðstæður barna eru skoðað- ar sérstaklega með tilliti til áhrifavalda á borð við heilsu, menntun og næringu. Íslensk- ar konur eru í fimmta sæti um almenna stöðu kvenna í heim- inum. Á eftir Noregi og Íslandi í efstu sætum listans um stöðu mæðra koma Svíþjóð, Nýja- Sjáland, Danmörk, Finnland, Ástralía, Belgía, Írland og Holland. Þetta er þrettánda árið sem skýrsla Barnaheilla kemur út. - sv Stofnfundur Stofnfundur Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins verður haldinn fimmtudaginn 10. maí, kl. 8.00-9.00 á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Markmið með stofnun ráðsins er að styrkja samskipti Íslands og Bandaríkjanna á sviði viðskipta, verslunar, menningar- og menntamála. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna Michael B. Hancock, borgarstjóri Denver í Colorado Skráning og nánari upplýsingar hjá kristin@chamber.is Vortónleikar Kvennakórinn Seljur heldur sína árlegu vortónleika í Seljakirkju laugardaginn 12. maí kl. 16:00. Kórstjóri: Svava Kristín Ingólfsdóttir Einsöngur Guðbjörg M agnúsdóttir Svava Kristín Ingólfsdóttir Píanó Arnhildur Valgarðsdóttir Fiðla Ágústa Dómhildur Kontrabassi Birgir Bragason Allir velkomnir Aðgangseyrir kr. 1000 STÖÐUGT NÝJAR FRÉTTIR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag ÍSRAEL „Ég var reiðubúinn til að fara í kosningar,“ sagði Benjamín Netan- jahú, forsætisráðherra Ísraels í gær, „en þegar ég komst að því að hægt væri að koma á fót mjög breiðri rík- isstjórn, þá áttaði ég mig á því að hægt væri að endurreisa stöðug- leika.“ Á sunnudaginn sagðist hann ætla að boða til þingkosninga í septem- ber, ári áður en kjörtímabilið renn- ur út. Í gær höfðu veður skipast í lofti. Kadimaflokkurinn hafði sam- þykkt að ganga til liðs við ríkis- stjórnina. Netanjahú segir að nýju stjórn- inni sé nú loksins fært að fara út í „ábyrgar“ friðarviðræður við Pal- estínumenn og „alvarlegar“ viðræð- ur um kjarnorkuáform Írans. Þá fær Netanjahú nú svigrúm til að gera breytingar á umdeildri löggjöf, sem veitir strangtrúuðum gyðingum undanþágu frá herskyldu. Hæstiréttur Ísraels komst í febrú- ar að þeirri niðurstöðu að þessi lög brjóti í bága við stjórnarskrá lands- ins, en litlu strangtrúarflokkarnir, sem stjórn Netanjahús hefur hing- að til þurft að styðjast við á þingi, hafa staðið þvert gegn því að nokkr- ar breytingar verði gerðar á þessu. Þeir missa nú tangarhaldið á þessu máli, þótt þeir sitji áfram í stjórn- inni. Nýja stjórnin verður með 94 þing- menn á hinu 120 manna þjóðþingi Ísraels. Þetta er meiri þingstyrkur en ísraelskir stjórnmálamenn eiga að venjast. Stjórnarskiptin hafa komið verulega á óvart, einkum þó sinnaskiptin hjá Mofaz, sem í stjórn- arandstöðu hefur óspart úthúðað Netanjahú og stjórn hans. „Þetta er ekkert heljarstökk,“ sagði Mofaz þó sér til varnar í gær. Hann segist aðeins hafa tekið „sögulegu tilboði“ sem geri miklar breytingar mögulegar. Hann segir einnig að Tzipi Livni, forveri hans í leiðtogaembætti Kadima, hafi gert „söguleg mistök“ með því að vilja ekki mynda stjórn með Netanjahú. Mofaz vann sigur á Tzipi Livni í leiðtogakjöri Kadima nú í apríl, en hún hafði jafnan sagt að Netanjahú hefði ekki raunverulegan áhuga á friðarsamningum við Palestínu- menn. Kadima er upphaflega klofnings- flokkur úr Likud, flokki Netanjahús, stofnaður af Ariel Sharon, þáver- andi forsætisráðherra, árið 2005. Mofaz er fyrrverandi herfor- ingi og varnarmálaráðherra. Hann hefur til þessa sýnt töluvert minni áhuga en Netanjahú á því að gera árásir á kjarnorkubúnað í Íran. gudsteinn@frettabladid.is Netanjahú styrkir óvænt stöðu sína Forsætisráðherra Ísraels hætti í gær við að flýta þingkosningum eftir að sam- komulag tókst við Kadimaflokkinn um að mynda breiða ríkisstjórn. Þar með missa hinir litlu öfgaflokkar strangtrúargyðinga tangarhald sitt á stjórninni. BENJAMÍN NETANJAHÚ OG SHAUL MOFAZ Leiðtogar stjórnmálaflokkanna Likud og Kadima hafa nú myndað ríkisstjórn sem hefur meiri þingstyrk en dæmi eru til í ísraelskri stjórnmálasögu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ■ Fagleg hjálp við fæðingu: Allar íslenskar og norskar konur, nema í algjörum undantekningartil- vikum. Ein á móti hverjum þremur konum í Níger. ■ Menntun: Íslensk stúlka gengur í skóla að meðal- tali í 20 ár til móts við 4 ár í Níger. ■ Notkun getnaðarvarna: 82 prósent norskra kvenna og 5 prósent kvenna í Níger. ■ Barnadauði fyrir fimm ára aldur: Ísland: 1 á móti 500. Noregur: 1 á móti 333. Níger: 1 á móti 7. ■ Andlát móður við fæðingu eða vegna þungunar: Ísland: 1 á móti 9.400. Noregur: 1 á móti 7.600. Níger: 1 á móti 16. ■ Stjórnvöld: Á Íslandi og Noregi er hlutfall kvenna á þingi 40 prósent, en 13 prósent í Níger. Ein af hverjum 16 deyr við barnsburð Einungis þriðjungur kvenna í Níger, þar sem staða mæðra er verst, fær faglega aðstoð við barnsfæðingar: Börn á Íslandi eru sögð hafa það best í heimi SKÝRSLAN KYNNT Katrín Júlíus- dóttir, ráðherra í fæðingarorlofi, mætti með tvíbura sína á kynningu skýrslu Barnaheilla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SAMFÉLAGSMÁL Fjörutíu skólabókasöfn fá í dag afhenta styrki til bókakaupa úr Skólabókasjóði, en styrkur þessi er hluti af verkefninu Ávísun á lestur sem Félag íslenskra bókaútgefenda stendur fyrir. Ávísunum á lestur hefur verið dreift á öll heim- ili landsins en þau gilda sem 1.000 króna afsláttur við bókakaup. Í hvert sinn sem slík ávísun er notuð renna 100 krónur í Skólabókasjóð. Vonast er til þess að ein milljón króna safnist með þessum hætti. Arion banki mun að auki leggja eina milljón til sjóðsins, en sú upphæð verður afhent í dag. Í tilkynningu frá Félagi bókaútgefenda segir að þrátt fyrir að mikilvægi skólabókasafna sem horn- steins lestrarhvatningar íslenskra barna hafi löngu verið staðfest, hafi efnahagsþrengingar síðustu ára komið illa við bókasöfn grunnskóla. Erfið fjárhags- staða skóla og sveitarfélaga hafi bitnað á bókakaup- um safnanna og í sumum söfnum hafi alfarið verið hætt að kaupa inn bækur. Bókaútgefendur segja tilgang Skólasafnasjóðs ekki að ráða bót á þessum vanda, heldur vekja athygli á mikilvægi skólabókasafna með þessum táknræna stuðningi. - þj Styrktarátak til að auka bóklestur barna og unglinga: Styrkja skólabókasöfn til bókakaupa BÓK ER BEST VINA Íslenskir bókaútgefendur vilja vekja athygli á mikilvægi skólabókasafna með úthlutun úr Skólasafnasjóði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ætlar þú að fylgjast með ís- lensku knattspyrnunni í sumar? JÁ 30,6% NEI 69,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér húsmæðraorlof eiga rétt á sér? Segðu þína skoðun á Vísir.is. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.