Fréttablaðið - 25.05.2012, Qupperneq 8
25. maí 2012 FÖSTUDAGUR8
Um 1,3 prósent þeirra sem
afstöðu taka segjast myndu kjósa
Herdísi Þorgeirsdóttur, en hún
naut stuðnings 2,9 prósenta kjós-
enda samkvæmt könnuninni í
apríl. Um 0,9 prósent styðja Ástþór
Magnússon, sem naut stuðnings
1,5 prósenta í apríl. Enginn þeirra
sem svöruðu spurningunni sagð-
ist styðja Hannes Bjarnason, sem
mældist með 0,4 prósenta fylgi í
síðustu könnun.
Jón Lárusson naut stuðnings 1,2
prósenta í könnun Fréttablaðsins í
apríl, en hefur nú dregið sig í hlé.
Á þeim mánuði sem liðinn er
Stuðningur við áframhald-
andi setu Ólafs Ragnars
Grímssonar í embætti for-
seta hefur aukist verulega
eftir að hann hóf kosninga-
baráttu sína í síðustu viku
samkvæmt skoðanakönnun
Fréttablaðsins og Stöðv-
ar 2. Stuðningur við Þóru
Arnórsdóttur dalar á sama
tíma. Aðrir frambjóðendur
njóta lítils stuðnings.
Umtalsverð breyting hefur orðið
á stuðningi við frambjóðendur til
embættis forseta Íslands á rúmum
mánuði. Þetta sýnir niðurstaða
skoðanakönnunar Fréttablaðsins
og Stöðvar 2 sem gerð var í gær-
kvöldi og fyrrakvöld.
Alls sögðust 53,9 prósent þeirra
sem afstöðu tóku til einhvers fram-
bjóðenda myndu kjósa Ólaf Ragn-
ar Grímsson, sitjandi forseta, ef
gengið yrði til kosninga nú.
Stuðningur við Ólaf hefur auk-
ist verulega frá síðustu könnun
Fréttablaðsins, sem gerð var dag-
ana 11. og 12. apríl. Þá sögðust 46
prósent þeirra sem afstöðu tóku
styðja Ólaf til áframhaldandi setu
á Bessastöðum.
Þóra Arnórsdóttir, sem mældist
með svipað fylgi og Ólafur í síð-
ustu könnun, mælist nú með stuðn-
ing 35,4 prósenta kjósenda. Stuðn-
ingur við framboð Þóru hefur
dalað frá síðustu könnun, þegar
hún naut stuðnings 46,5 prósenta
kjósenda.
Þegar stuðningur við frambjóð-
endur var kannaður í apríl hafði
Ólafur Ragnar ekki hafið kosn-
ingabaráttu sína. Hún hófst með
útvarpsviðtali á Sprengisandi á
sunnudaginn fyrir viku, og hefur
Ólafur verið áberandi í fjölmiðl-
um síðan. Minna hefur farið fyrir
Þóru, sem eignaðist stúlku fyrir
réttri viku.
Tvö í sérflokki
Ólafur og Þóra virðast sem fyrr í
sérflokki hvað varðar stuðning, og
aðrir frambjóðendur standa þeim
langt að baki.
Um 5,3 prósent þeirra sem tóku
afstöðu til einhvers frambjóðanda
í könnun Fréttablaðsins og Stöðv-
ar 2 sögðust myndu kjósa Ara
Trausta Guðmundsson yrði geng-
ið til kosninga nú. Ari Trausti gaf
kost á sér eftir að könnun Frétta-
blaðsins í apríl var gerð.
Andrea J. Ólafsdóttir gaf einn-
ig kost á sér eftir að könnunin í
apríl var framkvæmd, en nýtur
nú stuðnings um 2,7 prósenta sam-
kvæmt könnun Fréttablaðsins og
Stöðvar 2.
SKOÐANAKÖNNUN Á FYLGI FORSETAFRAMBJÓÐENDA
Brjánn
Jónasson
brjann@frettabladid.is
2,7%
5,3%
0,9% 0,0% 1,3%
53,9%
35,4%
1,5% 0,4% 2,9%
46,0%
46,5%
Sími 570 2400 · oryggi.is
Stöndum vaktina allan sólarhringinn
Skoðaðu úrvalið og prufukeyrðu
í sýningarsal okkar að Askalind 1, Kópavogi.
PIPA
R\TBW
A
• SÍA
• 121124
Rafskutlur
Vandaðar og kraftmiklar rafskutlur sem
henta vel við íslenskar aðstæður.
Stuðningur eftir stjórnmálaflokkum
■ Andrea J. Ólafsdóttir
■ Ari Trausti Guðmundsson
■ Ástþór Magnússon
■ Hannes Bjarnason
■ Herdís Þorgeirsdóttir
■ Ólafur Ragnar Grímsson
■ Þóra Arnórsdóttir
0 20 40 60 80 100
54% vilja að Ólafur Ragnar sitji áfram
Andrea J.
Ólafsdóttir
Ari Trausti
Guðmundsson
Ástþór
Magnússon
Hannes
Bjarnason
Herdís
Þorgeirsdóttir
Ólafur Ragnar
Grímsson
Þóra
Arnórsdóttir
%
Stuðningur eftir kyni og búsetu
50
40
30
20
10
0
■ Fylgi
■ Fylgi í apríl
■ Karlar
■ Konur
■ Höfuðborgarsvæðið
■ Landsbyggðin
Hringt var í 800 manns miðviku-
daginn 23. apríl og fimmtudaginn
24. apríl. Þátttakendur voru valdir
með slembiúrtaki úr þjóðskrá og
var um lagskipt úrtak að ræða.
Svarendur skiptust jafnt eftir
kyni, og hlutfallslega eftir búsetu
og aldri. Spurt var: Hvern myndir
þú kjósa til embættis forseta
Íslands ef gengið yrði til kosninga
nú? Alls tóku 79,5 prósent þeirra
sem náðist í afstöðu til spurn-
ingarinnar.
Aðferðafræðin
Mikill munur er á stuðningi við
Ólaf Ragnar Grímsson og Þóru
Arnórsdóttur eftir því hvaða flokk
kjósendur segjast myndu kjósa
verði gengið til kosninga nú.
Áberandi fleiri kjósendur Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins styðja Ólaf á meðan
Þóra á mun meiri stuðning
meðal stuðningsmanna Samfylk-
ingarinnar og Vinstri grænna.
Alls segjast 68,2 prósent
stuðningsmanna Sjálfstæðis-
flokksins styðja Ólaf Ragnar til
áframhaldandi setu á Bessa-
stöðum. Rúmur fjórðungur
stuðningsmanna flokksins, 25,4
prósent, segist styðja Þóru, og
4,6 prósent Ara Trausta. Færri
segjast styðja aðra frambjóð-
endur.
Heldur lægra hlutfall þeirra
sem styðja Framsóknarflokk-
inn myndu kjósa Ólaf Ragnar
samkvæmt könnuninni, um
61,1 prósent. Um 25,9 prósent
segjast myndu kjósa Þóru en
11,1 prósent styðja Ara Trausta.
Mikill meirihluti stuðnings-
manna Samfylkingarinnar, 67,4
prósent, styðja Þóru Arnórs-
dóttur. Um 19,6 prósent þeirra
sem kjósa myndu flokkinn styðja
Ólaf Ragnar, 6,5 prósent Andreu
J. Ólafsdóttur, 4,3 prósent Ástþór
Magnússon og 2,2 prósent Ara
Trausta.
Þóra nýtur einnig stuðnings
meirihluta þeirra sem kjósa
myndu Vinstri græn yrði gengið
til kosninga nú. Um 60 prósent
stuðningsfólks flokksins segjast
myndu kjósa Þóru yrði kosið í
dag, en 23,3 prósent styðja Ólaf
Ragnar. Þá styðja 6,7 prósent Ara
Trausta og sama hlutfall Herdísi
Þorgeirsdóttur.
Mikill munur eftir
stuðningi við
stjórnmálaflokka
Lítill munur er á stuðningi við frambjóðendur eftir kynjum, ólíkt því sem kom fram
í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í apríl.
Um 53,5 prósent kvenna sem tóku afstöðu styðja Ólaf og 54,4 prósent karla.
Þetta er nokkur munur frá því sem var í apríl, þegar 44 prósent kvenna studdi Ólaf
en 47,9 prósent karla.
Þóra naut umtalsvert meiri stuðnings meðal kvenna í apríl, en sá munur hefur
minnkað verulega. Nú segjast 36,8 prósent kvenna styðja Þóru og 34 prósent
karla. Í apríl studdu 49,4 prósent kvenna Þóru og 43,7 prósent karla.
Ari Trausti Guðmundsson virðist samkvæmt könnuninni njóta heldur meiri
stuðnings meðal karla en kvenna. Um 6,6 prósent karla segjast myndu kjósa
hann ef gengið yrði til kosninga nú, en um 4,1 prósent kvenna.
Munur á stuðningi við frambjóðendur eftir kynjum að hverfa
61,1% 25,9%
25,4%
67,4%
60,0%
68,2%
19,6%
23,3%
frá síðustu könnun Fréttablaðsins
hefur þeim fækkað verulega sem
segjast ekki búnir að ákveða hvern
þeir myndu kjósa. Í apríl sögðust
um 22,1 prósent ekki hafa gert upp
hug sinn, en nú er hlutfallið 14,2
prósent.
Framboðsfrestur rennur út í
dag og því orðið skýrt hvaða kost-
ir verða í boði. Þá styttist í kosn-
ingar, sem fara munu fram laugar-
daginn 30. júní.
Þegar afstaða þeirra sem þátt
tóku í könnuninni er skoðuð án
frekari vinnslu mælist Ólafur
Ragnar með 42,8 prósenta stuðn-
ing og Þóra Arnórsdóttir með 28,1
prósent.
Um 4,2 prósent styðja Ara
Trausta, 2,1 prósent Andreu 1,0
prósent Herdísi, 0,7 prósent Ástþór
og enginn Hannes. Þá sögðust um
0,4 prósent styðja einhvern sem
ekki hefur gefið kost á sér. Um 3,2
prósent sögðust ekki ætla að kjósa
eða ætla að skila auðu, 14,2 pró-
sent sögðust óákveðin og 3,1 pró-
sent vildi ekki svara spurningunni.