Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 12
25. maí 2012 FÖSTUDAGUR12
FRÉTTASKÝRING
Hvað veldur vandræðum Facebook?
Gengi hlutabréfa í Facebook hækk-
aði lítillega síðustu tvo daga, eftir
hrun fyrstu tvo dagana á markaði,
á mánudag og þriðjudag. Bréfin
voru fyrst tekin til viðskipta síðasta
föstudag.
Vegna þess hve mikill vandræða-
gangur er orðinn tengdur markaðs-
skráningu Facebook er hins vegar
vafamál hvor máltæki um að „fall
sé fararheill“ geti átt við um bréf
fyrirtækisins.
Þannig eru tæknileg mistök í upp-
lýsingagjöf Nasdaq-kauphallarinn-
ar bandarísku á föstudag sögð hafa
átt þátt í að fjöldasala brast á bréf
félagsins í viðskiptum mánudagsins
sem nærri því hafi endað í „áhlaupi“
á bréfin.
Um það er fjallað í Daily Mail í
Bretlandi í gær að vegna hálftíma
tafar sem varð á upphafi viðskipta
með bréf Facebook á föstudags-
morguninn hafi ekki tekist að ganga
frá öllum hlutabréfaviðskiptum sem
áttu að eiga sér stað á fyrsta gengi
dagsins, 42 dölum á hlut. Kaup-
höllin hafi svo á mánudagsmorgun
sent frá sér tilkynningu um að fjár-
festum, sem vegna þessa hafi ekki
tekist að selja bréf sín, yrði bættur
skaðinn ef þeir gerðu kröfu um það
fyrir hádegi á mánudag. Viðskipta-
stöðin CNBC sagði þetta hafa leitt
til fjöldasölu fjárfesta sem ætluðu
sér að sækja bætur til Nasdaq og ýtt
undir verðfall bréfanna.
Upphafsraunum Facebook á
markaði var þó ekki lokið þarna.
Síðla dags á mánudag bárust af
því fregnir að fjárfestingarbank-
inn Morgan Stanley, sem ábyrgðist
skráninguna fyrir Facebook, hafi
skömmu fyrir skráninguna endur-
skoðað og dregið saman hagnað-
arspá Facebook. Þær upplýsing-
ar kynnu hins vegar ekki að hafa
ratað til allra fjárfesta. Í kjölfarið
hefur verðbréfaeftirlitið bandaríska
hafið rannsókn á því hvort fjárfest-
um kunni að hafa verið mismunað
í útboðinu.
Í gær höfðaði svo hópur hlut-
hafa mál á hendur Facebook, fram-
kvæmdastjórn fyrirtækisins og
Morgan Stanley. Málið er höfðað
fyrir dómstólum í New York, en
hluthafahópurinn heldur því fram
að útboðsgögn félagsins hafi inni-
haldið rangar fullyrðingar og sleppt
mikilvægum staðreyndum, svo sem
um „mikinn samdrátt í vexti tekna“
sem Facebook hafi gengið í gegnum
á sama tíma og félagið var skráð á
markað. Þetta segja hluthafarnir að
hafi valið þeim skaða.
Í tilkynningu frá Facebook í gær
er málshöfðunin sögð tilhæfulaus,
en Morgan Stanley vildi ekki tjá sig
um hana. olikr@frettabladid.is
Pottur talinn brotinn
í skráningu Facebook
Kærumál streyma inn vegna vandræðagangs við markaðsskráningu Facebook.
Hafin er rannsókn á því hvort fjárfestingarbankinn Morgan Stanley hafi mis-
munað fjárfestum í hlutafjárútboði og upplýst suma um neikvæða matsskýrslu.
Gengi hlutabréfa Facebook hækkaði um 3,2 prósent á hlutabréfamarkaði
Nasdaq í Bandaríkjunum á miðvikudag. Gengið fór í rúma 32 Bandaríkjadali,
en hækkunin var sú fyrsta eftir fyrstu tvo heilu daga bréfanna á markaði.
Hækkun í fyrstu viðskiptum í gær nam svo 1,6 prósentum. Verð bréfanna er
engu að síður enn vel undir útboðsgengi þeirra sem var 38 dalir.
Við upphaf viðskipta á föstudag var gengi þeirra hins vegar 42,05 dalir og
hækkaði í 45 áður en það lækkaði aftur og endaði daginn í 38,23 dölum.
Í byrjun vikunnar tók svo við hrun á gengi bréfanna sem í lok dags á
þriðjudag höfðu rýrnað um nærri fimmtung. Núna eru þau um 15 prósent-
um undir útboðsgenginu.
Facebook bréfin hækkuðu um 3 prósent
UNDIR SMÁSJÁNNI Almenningshlutafélagið Facebook er nú undir smásjá fjár-
málaeftirlits í Bandaríkjunum vegna gruns um að fjárfestum hafi verið mismunað
í útboði á bréfum félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
REYKJAVÍK • AKUREYRI
ellingsen.is
PIPA
R\TBW
A
• SÍA
• 1123
43
Hjá Ellingsen færðu allt fyrir veiðina.
Stangir, hjól og fatnaður í miklu úrvali.
Gæðamerki á góðu verði.
Faxaflóahafnir sf.
Bjóða íbúum Reykjavíkur til göngu-
ferðar um Gömlu höfnina í Reykjavík
undir leiðsögn Hjálmars Sveinssonar
formanns hafnarstjórnar laugardaginn
26. maí 2012.
Á undanförnu ári og fram á árið 2012 hefur stýrihópur á
vegum Reykjavíkurborgar unnið að rammaskipulagi Gömlu
hafnarinnar í Reykjavík í samvinnu við Graeme Massie
arkitekta í Skotlandi. NÚ þegar þeirri vinnu er að mestu lokið
vill hafnarstjórn gefa almenningi kost á að kynna sér
SKIPULAGIÐ OG RÆÐA ÞAÐ.
Lagt verður af stað í gönguna frá styttu Ingólfs Arnasonar
á Arnarhóli stundvíslega kl 11:00, gengið verður um
austur höfnina og út á Grandagarð að Sjóminjasafninu Víkin
þar sem formaður mun
KYNNA ÞÆR HUGMYNDIR SEM UNNIÐ ER AÐ.
PRINSESSA SKÍRÐ Estelle heitir þessi
unga manneskja í fangi móður sinnar,
Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ALÞINGI Allsherjar- og mennta-
málanefnd Alþingis beinir þeim
tilmælum til innanríkisráðherra
að undirbúa aðgerðaáætlun gegn
skipulagðri glæpastarfsemi. Þá vill
nefndin að 50 milljónir fari á fjár-
aukalög í heimild fyrir lögreglu til
að starfrækja sérstakt rannsóknar-
og aðgerðateymi gegn skipulagðri
glæpastarfsemi og mansali.
Björgvin G. Sigurðsson, for-
maður nefndarinnar, segir að slíkt
teymi hafi gefið góða raun og vilji
standi til að halda því áfram. Hann
segir tillögur nefndarinnar í góðu
samræmi við óskir löggæsluyfir-
valda í þessum efnum. „Þetta er
líka yfirlýsing um að við tökum
þessi mál alvarlega.“
Nefndin lagði tillöguna fram í
mars og hefur nú afgreitt hana til
annarrar umræðu, en allir nefnd-
armenn standa að henni.
„Þetta var afgreitt hratt og vel
og í mikilli samstöðu og er ástæða
til að fagna því, sérstaklega af því
að það er mjög mikilvægt að lög-
reglunni séu áfram tryggðar fjár-
heimildir og aðstaða til að vinna
kerfisbundið gegn uppgangi skipu-
lagðrar glæpastarfsemi. Hennar
gætir víða í samfélaginu eins og við
sjáum meðal annars í alvarlegum
atburðum innan fangelsa landsins
sem utan,“ sagði Björgvin á þingi í
gær. - kóp
Unnin verði heildstæð áætlun um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi:
50 milljónir gegn glæpastarfsemi
Þetta er líka
yfirlýsing um að
við tökum þessi
mál alvarlega
BJÖRGVIN G.
SIGURÐSSON
HVETTU BARNIÐ TIL AÐ VERA GÆTIÐ
ÞEGAR ÞAÐ VEITIR PERSÓNULEGAR
UPPLÝSINGAR Á NETINU
www.saft.is
DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær dóm yfir 38
ára gömlum karlmanni, Herði Þráinssyni, fyrir fjöl-
mörg brot. Hann hafði verið dæmdur í tveggja og
hálfs árs fangelsi í héraðsdómi.
Maðurinn ók jeppa á útkeyrsluhurðir á Slökkvi-
stöð höfuðborgarsvæðisins í Skógarhlíð í júní árið
2009. Hann hafði áður hótað að skaða lögreglumenn
eða opinbera starfsmenn og reyndi að keyra inn í
samskiptamiðstöð lögreglunnar. Lögregla reyndi að
stöðva manninn í Skógarhlíð en án árangurs. Hann
ók þá á miklum hraða eftir Bústaðavegi og á Snorra-
braut, þar sem hann ók á bíl. Hann ók svo áfram að
lögreglustöðinni á Hverfisgötu þar sem lögreglubíll
keyrði á hann og stöðvaði hann.
Maðurinn var sakfelldur fyrir brot gegn vald-
stjórninni, tilraun til sérstaklega hættulegrar lík-
amsárásar og eignaspjöll. Þá var hann dæmdur
fyrir umferðarlagabrot. Maðurinn var undir áhrif-
um áfengis og fíkniefna þegar atvikið varð, en hann
var einnig dæmdur fyrir önnur fíkniefnalagabrot.
Honum var gert að greiða allan sakarkostnað og var
sviptur ökuréttindum ævilangt, en héraðsdómur
hafði svipt hann ökuréttindum í þrjú ár. - þeb
Hæstiréttur staðfestir dóm yfir manni sem ók á slökkvistöð og lögreglustöð:
Tilraun til hættulegrar árásar
STÖÐVAÐUR Maðurinn var stöðvaður við lögreglustöðina við
Hverfisgötu eftir ofsaaksturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
DANMÖRK Sonur Amagermanns-
ins svokallaða, sem var nýlega
dæmdur fyrir tvö morð og sex
nauðganir, var í gær dæmdur í
skilorðsbundið fangelsi fyrir yfir-
hylmingu.
Tugir skartgripa, aðallega silf-
urhringir, fundust í fórum sonar-
ins en gripunum var stolið úr húsi
þar sem faðirinn nauðgaði þremur
konum árið 1995. Sonurinn neitaði
sök. Hann sagðist hafa keypt grip-
ina af félaga sínum í Kristjaníu,
en hafi þó grunað að um þýfi væri
að ræða. - þj
Sonur Amagermannsins:
Lá á gripum úr
nauðgunarmáli