Fréttablaðið - 25.05.2012, Page 52

Fréttablaðið - 25.05.2012, Page 52
25. maí 2012 FÖSTUDAGUR36 36 popp@frettabladid.is Dans- og tónleikaverkið Glymskrattinn var frumsýnt á miðvikudaginn í Þjóðleikhúskjallaranum fyrir fullu húsi. Sýningin er í tengslum við Listahátíð í Reykjavík en Valdi- mar Jóhannesson tónlistarmaður og dansararnir Sigríður Soffía Níelsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir eru höfundar verksins. Það má segja að Þjóðleikhúskjallaran- um hafi verið breytt í dansvænan tónleikastað fyrir verkið og virtust áhorfendur hafa gaman af. Glymskrattinn í leikhúskjallaranum BROSMILD Hjónin Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson mættu glöð í bragði. GAMAN Vinirnir Craig og Hjörtur létu sig ekki vanta. GAGNRÝNANDINN Símon Birgisson, leikhúsgagn- rýnandi og Leifur Þorvaldsson. FRÆGIR Útvarps- og sjónvarpsstjarnan Andri Freyr Viðarsson horfði á dansinn ásamt Bóasi Hallgrímssyni úr hljómsveitinni Reykjavík! GÓÐIR GESTIR Þessi hópur lét fara vel um sig í Þjóðleikhúskjallaranum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Breska hljómsveitin The Stone Roses spilaði óvænt á sínum fyrstu tónleikum í sextán ár í bænum Warrington á Englandi fyrir skömmu. Sveitin hætti árið 1996 en í fyrra var tilkynnt um endurkomu hennar. Um eitt þúsund manns mættu á tónleikana sem þóttu heppnast vel. „Þeir hafa aldrei spilað svona vel saman,“ sagði einn aðdáand- inn í viðtali við BBC. Einhverjir kvörtuðu samt yfir rödd söngv- arans Ians Brown sem þótti ansi rám. Hljómsveitin spilaði öll sín bestu lög, þar á meðal I Wanna Be Adored, Waterfall og Love Spreads. Engin ný lög fengu að hljóma í þetta sinn. Á meðal tón- leikagesta var Liam Gallagher, fyrrum söngvari Oasis. Fyrstu endurkomutónleikar The Stone Roses áttu að vera í Barcelona 8. júní. Tónleikar í Bretlandi voru ekki fyrirhugaðir fyrr en í lok júní. Þá er búist við 225 þúsund áhorfendum á þrenna tónleika í Heaton Park í Man- chester, heimaborg sveitarinnar. Í framhaldinu ætla þeir félagar í tónleikaferð um heiminn. Vel heppnuð endurkoma Roses THE STONE ROSES Töffararnir í The Stone Roses spiluðu á sínum fyrstu tónleikum í sextán ár. NORDICPHOTOS/GETTY Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Steingrímur J. Sigfússon ráðherra og Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi mæta á Sprengisand á sunnudaginn. „Það er rosaleg aðsókn í Gretu og Jónsa, bæði meðal almennings og fjölmiðla,“ segir Jónatan Garðars- son, liðstjóri íslenska Eurovision- hópsins í Bakú. Allur hópurinn er mikið stopp- aður á götum úti að sögn Jónat- ans. „Við skerum okkur alveg full- komlega úr hérna. Við erum mjög ólík heimamönnum og oft horft á okkur eins og við séum geimver- ur,“ segir hann. Þau eru ekki bara vinsæl í Bakú því fjölmiðlar víða um Evrópu sækja í Íslendingana. Greta og Jónsi voru til dæmis í viðtali við bresku stöðina BBC í beinni útsendingu í hléi á und- ankeppninni í gærkvöldi. „Þeir höfðu samband fyrir löngu síðan og pöntuðu þau í þetta viðtal því þeir voru svo sannfærðir um að við myndum komast áfram,“ segir Jónatan. Hann segir ekki gefast mörg tækifæri fyrir keppend- ur að kynnast persónulega. „Við erum hér í vinnuferð og þetta er stanslaus keyrsla. Svo eru líka myndavélar allt í kringum kepp- endurna öllum stundum svo það er erfitt að mynda einhver pers- ónuleg tengsl,“ segir hann en bætir við að það sé þó góður mór- all meðal keppendanna. Engar breytingar verða gerð- ar á atriðinu á morgun frá því sem við sáum á þriðjudaginn. „Við höfum engu mátt breyta síðan við skiluðum inn endan- legri útgáfu 20. mars. Það eru 42 lönd að keppa og einn maður sem stjórnar útsendingu svo maður getur rétt ímyndað sér að smá- vægilegar breytingar geti þýtt að allt fari í rugl,“ segir Jónatan. Íslenski hópurinn er bjartsýnn og jákvæður fyrir morgundegin- um, en þau verða sjöunda atriðið á svið. - trs Eins og geim- verur í Bakú STÖÐUG KEYRSLA Íslenski hópurinn er búinn að hafa nóg að gera frá því þau lentu í Bakú fyrir tæpum tveimur vikum en þau hafa fengið hálfan dag til að skoða sig um í borginni. HARRY POTTER leikararnir Rupert Grint og Alan Rickman munu vinna aftur saman við gerð kvikmyndarinnar CBGB. Grint fór með hlutverk Ron Weasley í kvikmyndunum um Harry Potter en Rickman lék Snape. 1 DAGUR í aðalkeppni Eurovision

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.