Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.05.2012, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 25.05.2012, Qupperneq 52
25. maí 2012 FÖSTUDAGUR36 36 popp@frettabladid.is Dans- og tónleikaverkið Glymskrattinn var frumsýnt á miðvikudaginn í Þjóðleikhúskjallaranum fyrir fullu húsi. Sýningin er í tengslum við Listahátíð í Reykjavík en Valdi- mar Jóhannesson tónlistarmaður og dansararnir Sigríður Soffía Níelsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir eru höfundar verksins. Það má segja að Þjóðleikhúskjallaran- um hafi verið breytt í dansvænan tónleikastað fyrir verkið og virtust áhorfendur hafa gaman af. Glymskrattinn í leikhúskjallaranum BROSMILD Hjónin Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson mættu glöð í bragði. GAMAN Vinirnir Craig og Hjörtur létu sig ekki vanta. GAGNRÝNANDINN Símon Birgisson, leikhúsgagn- rýnandi og Leifur Þorvaldsson. FRÆGIR Útvarps- og sjónvarpsstjarnan Andri Freyr Viðarsson horfði á dansinn ásamt Bóasi Hallgrímssyni úr hljómsveitinni Reykjavík! GÓÐIR GESTIR Þessi hópur lét fara vel um sig í Þjóðleikhúskjallaranum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Breska hljómsveitin The Stone Roses spilaði óvænt á sínum fyrstu tónleikum í sextán ár í bænum Warrington á Englandi fyrir skömmu. Sveitin hætti árið 1996 en í fyrra var tilkynnt um endurkomu hennar. Um eitt þúsund manns mættu á tónleikana sem þóttu heppnast vel. „Þeir hafa aldrei spilað svona vel saman,“ sagði einn aðdáand- inn í viðtali við BBC. Einhverjir kvörtuðu samt yfir rödd söngv- arans Ians Brown sem þótti ansi rám. Hljómsveitin spilaði öll sín bestu lög, þar á meðal I Wanna Be Adored, Waterfall og Love Spreads. Engin ný lög fengu að hljóma í þetta sinn. Á meðal tón- leikagesta var Liam Gallagher, fyrrum söngvari Oasis. Fyrstu endurkomutónleikar The Stone Roses áttu að vera í Barcelona 8. júní. Tónleikar í Bretlandi voru ekki fyrirhugaðir fyrr en í lok júní. Þá er búist við 225 þúsund áhorfendum á þrenna tónleika í Heaton Park í Man- chester, heimaborg sveitarinnar. Í framhaldinu ætla þeir félagar í tónleikaferð um heiminn. Vel heppnuð endurkoma Roses THE STONE ROSES Töffararnir í The Stone Roses spiluðu á sínum fyrstu tónleikum í sextán ár. NORDICPHOTOS/GETTY Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Steingrímur J. Sigfússon ráðherra og Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi mæta á Sprengisand á sunnudaginn. „Það er rosaleg aðsókn í Gretu og Jónsa, bæði meðal almennings og fjölmiðla,“ segir Jónatan Garðars- son, liðstjóri íslenska Eurovision- hópsins í Bakú. Allur hópurinn er mikið stopp- aður á götum úti að sögn Jónat- ans. „Við skerum okkur alveg full- komlega úr hérna. Við erum mjög ólík heimamönnum og oft horft á okkur eins og við séum geimver- ur,“ segir hann. Þau eru ekki bara vinsæl í Bakú því fjölmiðlar víða um Evrópu sækja í Íslendingana. Greta og Jónsi voru til dæmis í viðtali við bresku stöðina BBC í beinni útsendingu í hléi á und- ankeppninni í gærkvöldi. „Þeir höfðu samband fyrir löngu síðan og pöntuðu þau í þetta viðtal því þeir voru svo sannfærðir um að við myndum komast áfram,“ segir Jónatan. Hann segir ekki gefast mörg tækifæri fyrir keppend- ur að kynnast persónulega. „Við erum hér í vinnuferð og þetta er stanslaus keyrsla. Svo eru líka myndavélar allt í kringum kepp- endurna öllum stundum svo það er erfitt að mynda einhver pers- ónuleg tengsl,“ segir hann en bætir við að það sé þó góður mór- all meðal keppendanna. Engar breytingar verða gerð- ar á atriðinu á morgun frá því sem við sáum á þriðjudaginn. „Við höfum engu mátt breyta síðan við skiluðum inn endan- legri útgáfu 20. mars. Það eru 42 lönd að keppa og einn maður sem stjórnar útsendingu svo maður getur rétt ímyndað sér að smá- vægilegar breytingar geti þýtt að allt fari í rugl,“ segir Jónatan. Íslenski hópurinn er bjartsýnn og jákvæður fyrir morgundegin- um, en þau verða sjöunda atriðið á svið. - trs Eins og geim- verur í Bakú STÖÐUG KEYRSLA Íslenski hópurinn er búinn að hafa nóg að gera frá því þau lentu í Bakú fyrir tæpum tveimur vikum en þau hafa fengið hálfan dag til að skoða sig um í borginni. HARRY POTTER leikararnir Rupert Grint og Alan Rickman munu vinna aftur saman við gerð kvikmyndarinnar CBGB. Grint fór með hlutverk Ron Weasley í kvikmyndunum um Harry Potter en Rickman lék Snape. 1 DAGUR í aðalkeppni Eurovision
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.