Fréttablaðið - 26.05.2012, Side 12

Fréttablaðið - 26.05.2012, Side 12
12 26. maí 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ný Heimaey í eigu Ísfélagsins kom fyrir skömmu til heimahafn-ar í Vestmannaeyjum. Margir hrukku í kút þegar stjórn- arformaðurinn sagði í viðtali að sá skuggi hvíldi yfir góðum degi að svo kynni að fara að selja yrði skipið ef áform ríkisstjórnarinnar um að bylta stjórnkerfi fiskveiða næðu fram. Fréttamenn spurðu hvort slík yfirlýsing væri ekki pólitísk hótun. Það varð stjórnarformanninum til happs gagnvart kviku almenn- ingsálitinu að fjölmiðlar greindu á sama tíma frá rannsókn prófessors Þórólfs Matthíassonar á þessu sam- hengi hlutanna. Hún var sögð sýna að út gerðin væri því sem næst skuldlaus hefði veiðileyfa- gjaldið, sem nú er rætt, verið sett á fyrir ára- tug. Allir vita að skuldir útgerð- arinnar eiga fyrst og fremst rætur í fjárfestingum: Nýjum skipum og tækjum og viðbótaraflaheim ildum sem leitt hafa til betri nýtingar og arðsemi eldri fjárfestinga. Niður- staða rannsóknarinnar er mjög sannfærandi. Hefði ríkissjóður tekið þá fjármuni sem fóru í fjár- festingu í sjávarútvegi til ráð- stöfunar fyrir þingmenn hefði útgerðin ekki haft svigrúm til að fjárfesta og skuldaði því ekkert. Ríkisstjórnin, að meðtöldum fjármálaráðherra, sem er þing- maður Vestmannaeyinga, er ein- faldlega þeirrar skoðunar að þeir fjármunir sem Ísfélagið tók að láni til að byggja nýja skipið og endurgreiða á með aflaverðmæti þess séu betur komnir í höndum þingmanna. Heimaey á sem sagt að mati ríkisstjórnarinnar betur heima í ríkissjóði en úti á sjó að fiska. Á Heimaey betur heima í ríkissjóði? ÞORSTEINN PÁLSSON Þetta er nákvæmlega það sem um er deilt. Allir eru sammála um að peningana skuli nýta. Það á áfram að gera út. Munurinn er sá að sumir vilja að það gerist með ákvörð- unum stjórnenda fyrirtækja á frjálsum markaði en aðrir að þing- menn taki ákvarðanirnar eftir lög- málum stjórnmálanna. Þeir fyrrnefndu leggja yfirleitt mesta áherslu á að stjórnkerfi fiskveiða skili þjóðarbúinu sem mestum arði, þeir síðarnefndu leggja meiri áherslu á að kerfið leiði til réttlætis og telja þingmenn betur til þess fallna að finna það en markaðinn. Þeir fyrrnefndu vilja halda nýju Heimaeynni til veiða. Þeir síðarnefndu vilja taka þá fjármuni sem fást með sölu hennar til þess að bora jarðgöng. Báðir aðilar geta með rökum sagt að þeir hafi almannahags- muni að leiðarljósi. Eigi að síður er það svo að niðurstaðan verður gjörólík eftir því hvor leiðin verður farin. Umræðan á Alþingi nú þjónar einmitt þeim tilgangi að draga fram mismunandi afleið- ingar þeirra tveggja leiða sem tekist er á um. Því er upplýs ingin mikilvæg, ekki síst ef þjóðin sjálf á síðan að taka endanlega ákvörðun seinna í sumar. Fram til þessa hefur umræðan helst snúist um skattheimtu. Hinn hluti málsins veit að grundvallar- breytingu á stjórnkerfinu og hefur lítið sem ekkert verið ræddur. Kjarninn í þeirri byltingu er að hverfa frá markaðsþróun greinar- innar með því að takmarka frjálst framsal aflaheimilda. Þá er gert ráð fyrir aukinni pólitískri stýr- ingu með því að skipta veiðirétti niður á svokallaða potta. Mark- miðið er að fjölga fiskiskipum og sjómönnum. Það er talið réttlátt. Gallinn er hins vegar sá að binda þarf meira fjármagn til að veiða hvert tonn og af rakstur þjóðar búsins verður minni. Frá hagsmunasjónarmiði heimilanna er þessi hluti málsins þar af leiðandi margfalt alvarlegri en skattheimtan. Það sem um er deilt Álit auðlindanefndar frá því fyrir tíu árum gerði ráð fyrir að eins yrði farið með orku og fiski- stofna í skattalegu tilliti. Hvers vegna telur ríkisstjórnin þá ekki nauðsynlegt að leggja auðlinda- skatt á orkuna og ljúka því fyrir mitt sumar svo að réttlætinu sé fullnægt? Svarið við því er einfalt. Auðlindaskattur á orku mun birtast í raforkuverði til almenn- ings strax á næsta gjalddaga. Fyrir tækin og heimilin munu því sjá á raforkureikningunum að þau borga sjálf réttlætið sem skatt- heimtan færir þeim. Slíkt réttlæti yrði aldrei vinsælt. Þess vegna er það ekki á dagskrá. Með því að fiskurinn er fluttur út gerist þetta eftir þremur mun flóknari leiðum í sjávarút- veginum: 1) Með millifærslu- sjóðum. 2) Með því að auka afla- heimildir umfram vísindalega ráðgjöf. 3) Með því að lækka gengi krónunnar. Í öllum til- vikum borgar almenningur þó brúsann. Þetta er hins vegar ekki eins gegnsætt og rafmagnsreikn- ingarnir og gæti því verið vin- sælt þar til almenningur áttar sig á veruleikanum. Það er af þessum sökum ómál- efnalegt að ljúka umræðunni á Alþingi án þess að kalla eftir sér- fræðiúttekt á áhrifum áformaðra breytinga á hag heimilanna. Hvers vegna hefur enginn gert það? Hvers vegna ekki auðlindaskatt á orkuna? V iðbúið var að rekið yrði upp margraddað ramakvein þegar Landsbankinn tilkynnti um uppsagnir og lokun útibúa í hagræðingarskyni. Samtals fækkar bankinn starfsfólki um 50, sameinar deildir í höfuðstöðvunum og lokar átta útibúum, þar af sjö á landsbyggðinni. Bankinn er harðlega gagnrýndur – reyndar bara fyrir að loka útibúum og segja upp fólki úti á landi. Gagnrýnendunum er slétt sama um störfin á höfuðborgarsvæðinu. Í hópi þeirra sem gagnrýna Landsbankann eru sveitarstjórnar- menn, alþingismenn og svo sjálfur efnahags- og viðskiptaráðherrann, sem hefur bankamál á sinni könnu. Steingrímur J. Sigfússon lýsti í samtali við Ríkisútvarpið í gær skilningi á hagræðingu og endur- skipulagningu á höfuðborgar- svæðinu, en lýsti „miklum von- brigðum“ með lokanir í dreifðum byggðum. Steingrímur sagðist vilja sjá frekari rök fyrir lokunum á landsbyggðinni og í sama streng tók Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks VG. „Mér finnst að Landsbankinn eigi að hafa annað hlut- verk en aðrir bankar, enda í eigu ríkisins,“ sagði hann við Vísi í gær. Nú er það svo að rökin fyrir lokun útibúa fyrir austan og vestan gætu þingmennirnir fundið ef þeir nenntu að lesa síðustu ársskýrslu Bankasýslu ríkisins. Þar er rakið að fjöldi íbúa á hvert bankaútibú á Íslandi var árið 2010 rétt tæplega 2.500. Í Noregi, sem er stórt og strjálbýlt land eins og Ísland, er sambærileg tala rúmlega 4.000. Á höfuðborgarsvæðinu eru 5.300 íbúar á hvert útibú, en tæplega 500 á Vestfjörðum og tæplega 700 á Austfjörðum. Bankasýslan segir skiljanlegt að fleiri útibú séu hlutfallslega á landsbyggðinni vegna strjálbýlis og vegalengda, en að erfitt sé að halda úti arðbæru útibúi fyrir minna en 1.500 manns. Fækkun bankaútibúa er alþjóðleg þróun, sem skýrist ekki sízt af því að mikill meirihluti almennra bankaviðskipta hefur færzt á Netið og bættar samgöngur stækka þjónustusvæði útibúa. Í skýrslu Bankasýslunnar kemur sömuleiðis fram að hlutfall starfsfólks í fjármálaþjónustu á Íslandi sé mjög hátt miðað við flest Evrópulönd. Margar vísbendingar eru um að íslenzka bankakerfið sé einfaldlega yfirmannað, með alltof mörg útibú og óhagkvæmt eftir því. „Hár rekstrarkostnaður íslenska bankakerfisins kallar á aukna hagræðingu,“ segir Bankasýslan umbúðalaust. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að sveitarstjórnarmenn skuli bregðast illa við þegar útibúum er lokað og störf lögð niður. Þeir horfa á þrönga hagsmuni síns byggðarlags. En það er skrýtið þegar þeir sem eiga að gæta að almannahag, eins og þingmenn og ráð- herrar, gagnrýna hagræðingu af þessu tagi. Landsbankinn er vissulega í eigu skattgreiðenda að stærstum hluta, en hann er ekki ríkisstofnun. Hann er í samkeppni við aðra banka og verður undir í þeirri samkeppni ef rekstur hans er til muna óhagkvæmari en þeirra. Björn Valur og Steingrímur ættu að fagna því að bankinn taki til hjá sér og tryggi þannig eigendum sínum betri arðsemi og væntanlega betra verð fyrir hlutinn í bank- anum sem til stendur að selja. Kaupendur að þeim hlut yrðu reyndar ekki margir ef bankinn tæki meðvitaða ákvörðun um að reka óarð- bæra þjónustu. Stjórnmálamenn ættu líka að fagna því að íslenzka bankakerfið verði á heildina litið betur rekið. Af hverju þarf að fækka starfsmönnum og útibúum bankakerfisins? Bankablús Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Steingrímur J. Sigfússon ráðherra og Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi mæta á Sprengisand á sunnudaginn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.