Fréttablaðið - 01.06.2012, Side 1
NEYTENDAMÁL Töluvert magn af
lopapeysum sem seldar eru í
verslunum er prjónað eða fram-
leitt erlendis. Peysurnar eru oft
merktar sem íslensk hönnun eða
vara en ekki tilgreint hvar þær
eru gerðar. Enginn greinarmun-
ur er gerður á þessum peysum og
þeim sem prjónaðar eru hérlendis.
66°N er eitt þeirra fyrirtækja
sem selur slíkar peysur, en þær
eru prjónaðar í Kína og seldar í
Rammagerðinni. Hermann Sig-
ursteinsson framkvæmdastjóri
framleiðslusviðs hjá 66°N telur
framleiðsluferlið eðlilegt.
„Þetta er það sem gerist og geng-
ur í öllum fyrirtækjum sem eru í
hönnun og framleiðslu. Það er verið
að framleiða vörurnar á mörgum
stöðum. Þetta er íslensk vara, gerð
úr íslenskri ull og þetta er íslensk
hönnun, bara unnin annars staðar.“
Bryndís Eiríksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Handprjónasam-
bands Íslands, segir þessar fram-
leiðsluaðferðir langt frá því að
vera eðlilegar.
„Vörurnar eru ekki upprunavott-
aðar, það veit í raun enginn hvað-
an þær koma. Ferðamenn standa
í þeirri trú að þeir séu að kaupa
íslenska vöru.“
Bryndís segir það sífellt fær-
ast í vöxt að ferðamenn kalli eftir
upprunavottun á vörum sem þeir
kaupa, sér í lagi fólk sem kemur
frá löndum þar sem slík vottun
er fest í lög. „Því finnst það vera
réttur sinn að vita hvaðan vörurn-
ar koma og hvað sé í þeim. Og svo
eru lopapeysur að verða einir af
síðustu íslensku minjagripunum
sem eru í raun framleiddir hér
á landi. Ef við tökum þær líka út
verður lítið eftir.“
Hermann telur merkingum á
peysunum ekki ábótavant:
„Nei, þetta skaðar neytendur
ekki á neinn hátt,“ segir hann og
bendir á að lög og reglur um merk-
ingar séu mismunandi eftir lönd-
um. „Menn fara bara eftir þeim
reglum sem eru í gangi.“
- ktg
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Föstudagur
skoðun 16
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
Lífið
veðrið í dag
1. júní 2012
127. tölublað 12. árgangur
Ferðamenn standa í
þeirri trú að þeir séu
að kaupa íslenska vöru.“
BRYNDÍS EIRÍKSDÓTTIR
FRAMKVÆMDASTJÓRI
HANDPRJÓNASAMBANDS ÍSLANDS
1. JÚNÍ 2012
HVERNIG HUGSA
ÞÆR UM HÚÐINA?
BAK VIÐ TJÖLDIN MEÐ
MAGDALENU DUBIK
DAGUR Í LÍFI
RITSTJÓRA
MUNDAR HÓLKINN María Birta Bjarnadóttir, leikkona og búðareigandi, mundar hér byssu í tilefni þess að hún fékk skot-
veiðileyfið í afmælisgjöf. Þó hún ætli á skotveiðar borðar hún ekki rautt kjöt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BÓKABÚÐ FORLAGSINS - FISKISLÓÐ 39
íjúní
Verð nú: 2092 kr
Verð áður: 2790 kr
Verð nú: 2803 kr
Verð áður: 4999 kr
Verð nú: 892 kr
Verð áður: 1190 kr
Verð nú: 1867 kr
Verð áður: 2490 kr
aldarTilv
ið!ífrí
Tilboðmánaðarins
Loreen á toppnum
Sigurlag Eurovision-
keppninnar hefur náð
toppsætinu í 15 löndum.
popp 38
LÍFSSTÍLL María Birta Bjarna-
dóttir, leikkona og verslunar-
eigandi, ásetti sér í byrjun árs
að læra nýja hluti og fá þannig
meiri spennu í líf sitt. Hún hefur
staðið við stóru orðin og hefur nú
þegar klárað fallhlífarstökkspróf
og er komin með veiðileyfi. Auk
þess ætlar hún að ljúka kafara-
prófi og mótorhjólaprófi í sumar,
taka einkaflugmannspróf í haust
og hefur einnig skráð sig á brim-
brettanámskeið í júní. „Ég hef
unnið í að byggja upp fyrirtæk-
ið mitt síðustu sex árin og fannst
líf mitt orðið hálfeinhæft og lang-
aði að læra eitthvað nýtt,“ segir
María Birta. - sm / sjá síðu 46
Leikkonan María Birta fékk skotveiðileyfi á afmælisdaginn og er ekki hætt:
Sópar að sér leyfum og prófum
Íslensk erkitákn
Berglind Tómasdóttir flytur
margmiðlunarverk sitt Ég
er eyja í Hörpu.
menning 30
Selja „íslenskar“ lopapeysur
sem eru prjónaðar í Kína
Nær ómögulegt getur verið að vita hvar íslenskar lopapeysur eru framleiddar. Algengt að „íslenskar“ lopa-
peysur séu prjónaðar í Kína. Vantar upprunavottorð, segir framkvæmdastjóri Handprjónasambandsins.
SÓL OG BLÍÐA Í dag verður hæg
breytileg átt eða hafgola og yfirleitt
léttskýjað. Hiti 10-20 stig, hlýjast
V-til.
VEÐUR 4
14
14
13
13
12
Sá yngsti í 35 ár
Aron Einar Gunnarsson
bar fyrirliðabandið á móti
Frakklandi og Svíþjóð.
sport 42
HEIMAGERÐUR ÍS Í SÓLINNIÞað er auðvelt að búa til heimagerðan ís. Þeytið 6 eggja-
rauður, 1 bolla púðursykur og 1 tsk. vanilludropa vel sam-
an. Þeytið 1/2 lítra af rjóma og blandið við. Ísinn má svo
bragðbæta með súkkulaði. Frystið í álformi og njótið.
M atreiðslumaðurinn Kristján Þór Hlöðversson er með þáttinn Eld-að með Holta á sjónvarpsstöð-inni ÍNN þar sem hann matreiðir skemmti-lega og litríka rétti úr Holta kjúklingum frá Reykjagarði. Næstu föstudaga mun hann bæta um betur með girnilegum kjúklinga-réttum á forsíðu Fólks. Hér er hann með uppskrift að kryddlegnum kjúklingabring-um, tilvöldum til að skella á grillið.
„Bringurnar eru látnar liggja í leginum
í þrjá tíma og grillaðar ásamt chilli-papr-
ikum, vorlauk og kartöflum sem skornar
eru í skífur. Með öllu er svo heimagerð
köld sósa.“
Þættirnir eru á dagskrá ÍNN á föstu-dagskvöldum klukkan 21.30 og endur-sýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNNis
ELDAÐ MEÐ HOLTAHOLTA KYNNIR Matreiðslumaðurinn og sjónvarpskokkurinn, Kristján Þór Hlöðversson, sem er með matreiðsluþáttinn Eldað með Holta á ÍNN, gefur kjúklingauppskriftir á forsíðu Fólks næstu föstudaga.
GÓMSÆTT Á GRILLIÐ
Rétturinn bráðnar í munni. Uppskriftin er hér að neðan.
MYND/RUTH ÁSGEIRSDÓTTIR
Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með nöfnum sínum
og brúðkaupsdegi ísaumuðum.
Íslensk
kennslubók í
matreiðslu fylgir.
MIKIÐ ÚRVAL BRÚÐARGJAF
Gildir um KitchenAid
hrærivélar.
ORKUMÁL Hörður Arnarson, for-
stjóri Landsvirkjunar, segir að
hægt sé að tvöfalda raforku-
framleiðslu fyrirtækisins án
þess að ganga gegn stefnu
stjórnvalda um vernd og nýt-
ingu náttúrusvæða. Ramma-
áætlun og orkustefna stjórn-
valda gangi ekki gegn slíkri
aukningu.
„Við höfum sagt að við teljum
að hægt sé að tvöfalda orku-
framleiðslu á Íslandi á tækni-
og umhverfislega fullnægjandi
hátt,“ segir Hörður. Hann telur
það innan marka Rammaáætl-
unar, ef horft sé til biðflokks-
ins þar auk kosta sem ekki séu í
áætluninni.
Charles Hendry, orkumála-
ráðherra Bretlands, lýsti yfir
miklum áhuga á samvinnu við
Ísland í þessum málum í gær.
Hann og Oddný G. Harðardótt-
ir iðnaðarráðherra undirrituðu
yfirlýsingu um aukið samstarf
ríkjanna á miðvikudag.
- kóp / sjá síðu 10
Hörður Arnarson:
Geta tvöfaldað
framleiðsluna
Snoðuð, sæl og sátt
Harpa Einars fatahönnuður
ræðir sköpunarkraftinn,
fjölskylduna og ástina.