Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.06.2012, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 01.06.2012, Qupperneq 4
1. júní 2012 FÖSTUDAGUR4 Ranglega var sagt í inngangi fréttar um skoðanakönnun á fylgi flokkanna í gær að Dögun fengi þrjá þingmenn samkvæmt niðurstöðum könnunar- innar. Rétt er, eins og fram kemur neðar í fréttinni, að Dögun næði ekki manni á þing en Samstaða fengi þrjá þingmenn. LEIÐRÉTT SKÁK Þröstur Þórhallsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í skák á miðvikudaginn þegar hann sigr- aði Braga Þorfinnsson. Þröstur og Bragi voru með jafnmarga vinn- inga á Íslands- mótinu og þurftu því að heyja fjögurra skáka einvígi um titilinn. Einvígið endaði með jafntefli og úrslitin því ekki ljós fyrr en eftir bráðabanaskák þar sem Þröstur bar sigur úr býtum. Titillinn tryggir Þresti keppnis- rétt í landsliðinu í ólympíuskák- mótinu sem fram fer í Istanbúl í haust og keppnisrétt fyrir Íslands hönd á EM einstaklinga sem haldið verður í Póllandi á næsta ári. - ktg GENGIÐ 31.05.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 224,7874 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 130,44 131,06 202,17 203,15 161,70 162,60 21,754 21,882 21,496 21,622 18,000 18,106 1,6543 1,6639 196,86 198,04 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær, Nýr Landspítali - Hneyksli aldarinnar, á að standa: „Ég tel mig ekki vita hvar best sé að staðsetja nýjan Landspítala …“ Orðið „ekki“ vantaði í setninguna. VIÐSKIPTI Hópur hluthafa Í Bakka- vör Group var á móti því að bræð- urnir Ágúst og Lýður Guðmunds- synir myndu fá að kaupa allt að 25 prósenta hlut í félaginu í gegn- um hlutafjáraukningu fyrir um fjóra milljarða króna. Kaupverðið er töluvert undir matsvirði Bakkavarar Group, en hlutafé félagsins er talið 20-40 milljarða króna virði. Á móti myndi hlutur annarra hluthafa þynnast út. Einn af þeim aðilum sem var mótfallinn samkomulaginu var Landsbankinn. Þetta staðfestir Kristján Kristjánsson, upplýs- ingarfulltrúi bankans, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir bankann hafa setið hjá í atkvæðagreiðslu um málið. Í samkomulaginu fólst að íslenskir kröfuhafar Bakkavarar Group myndu eignast félagið að mestu. Á sama tíma myndi falla úr gildi hluthafasamkomulag sem tryggði bræðrunum meirihluta í stjórn Bakkavarar Group. Á móti var samþykkt að þeir gætu keypt ofangreindan hlut. Hópur minni hluthafa var þó á móti þeim hluta samkomulags- ins sem tryggði bræðrunum hlut í félaginu að nýju. Að sögn Kristjáns var Lands- bankinn mjög óánægður með það verð sem bræðrunum bauðst í hlutafjáraukningunni og marg- lýsti hann andstöðu sinni við þann hluta samkomulagsins. Hlutur bankans hafi þó einung- is verið tvö prósent og því hafi hann ekki verið afgerandi við afgreiðslu málsins. Ferlið hefur verið leitt af Arion banka, sem var stærsti einstaki kröfuhafi Bakkavarar Group. - þsj Hópur hluthafa greiddi ekki atkvæði með kaupum Bakkavararbræðra: Landsbankinn var á móti kaupum bræðranna BAKKAVARARBRÆÐUR Munu eignast 25 prósenta hlut í Bakkavör Group fyrir verð sem er lægra en matsvirði félags- ins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SVÍÞJÓÐ Sjúkraflutningamenn í Svíþjóð eru stundum svo þreyttir að þeir dotta í sjúkrabílunum við hlið sjúklinganna sem þeir eru að flytja, að því er greint er frá í sænskum fjölmiðlum. Sjúkraflutningamenn eru á sól- arhringsvöktum en þar sem fjöldi útkalla eykst, einkum í stórum borgum, fækkar möguleikunum á hvíld meðan á vaktinni stendur. Svefnleysið hefur í för með sér hættu, að því er kemur fram í meistararitgerð Beatrice Zsoka, hjúkrunarfræðings sem starfar við sjúkraflutninga. Hún segir marga eiga í vanda með einbeit- inguna. - ibs Lítil hvíld á vöktunum: Þreyttir starfs- menn dotta í sjúkrabílunum ÞRÖSTUR ÞÓRHALLSSON Íslandsmótið í skák: Þröstur vann eftir bráðabana VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 27° 21° 13° 12° 18° 21° 14° 14° 25° 18° 25° 23° 30° 12° 21° 22° 10°Á MORGUN Hæg breytileg átt eða hafgola. MÁNUDAGUR 3-8 m/s. 9 13 13 12 13 15 14 14 6 12 14 14 14 13 15 16 20 20 12 10 8 10 15 HELGARSÓL Kortin eru ansi sólrík þessa dagana og hitinn víðast með ágætum. Þá má búast við að hitinn fari yfi r 20°C í inn- sveitum sunnan- og vestanlands næstu daga. Eftir helgi snýr hann sér í norðaustanátt og kólnar þá aðeins. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður ÍSRAEL, AP Ísraelar afhentu í gær Palestínustjórn líkamsleifar 91 manns sem gert höfðu sjálfsvígs- árásir eða annars konar árásir í Ísrael. Líkamsleifarnar höfðu verið grafnar í líkkistum í Ísrael en voru grafnar upp til þess að afhenda þær Palestínumönnum. Ísraelsmenn sögðust vonast til þess að afhendingin yrði til þess að Palestínumenn gætu frekar hugsað sér að hefja friðarviðræður á ný. - gb Ísraelar tóku af skarið: Líkamsleifar látnar af hendi LÍK ÁRÁSARMANNA KOMIN HEIM Allir mennirnir létu lífið í árásum sem þeir gerðu á Ísraela. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR Frumvarp til heild- arlaga um stjórn fiskveiða verð- ur tekið fyrir í atvinnuveganefnd Alþingis í dag. Það hefur fallið nokkuð í skuggann af umræðunni um veiðigjaldafrumvarpið, en útlit er fyrir að engu minni ágreiningur verði að þessu sinni. „Ef ósætti er um veiðigjalda- frumvarpið, þá er enn meira ósætti um þetta stóra frumvarp,“ segir Einar K,. Guðfinnsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í atvinnuveganefnd. „Það er, að mínu mati, stór- hættulegt fyrir íslenskan sjávarút- veg og þjóðarbúið í heild sinni. Það mun stuðla að minni arðsemi og minni möguleikum á því að þjóð- in njóti arðs af nýtingu auðlindar- innar. Það mun valda óhagræði í greininni og stuðla að verri nýt- ingu á miðunum, sóun og ofveiði.“ Einar gagnrýnir einnig fram- gang meirihluta nefndarinnar, sem hafi nú lagt fram breytingarhug- myndir, en þær taki ekki tillit til tuga umsagna um frumvarpið sem bárust nefndinni. „Meirihlutinn tekur ekkert mark á því sem þessir aðilar hafa lagt fram. Það er verið að hafa fólk að fíflum og ég hef aldrei fyrr kynnst svona vinnubrögðum á Alþingi.“ Björn Valur Gíslason, fram- sögumaður nefndarinnar í mál- inu, segir aðspurður í samtali við Fréttablaðið að viðbúið sé að mik- ill ágreiningur muni verða um frumvarpið. „Þessi slagur er að stórum hluta eftir, en nefndin er ekki búin að Slagurinn um stjórn fiskveiða enn eftir Eftir langa rimmu um veiðigjaldafrumvarpið hefur almenn umræða um frum- varp til heildarlaga um stjórn fiskveiða ekki enn hafist. Fulltrúi minnihluta seg- ir ekkert tillit tekið til athugasemda. Meirihlutinn segir málið enn geta breyst. FISKVEIÐAR Mikið hefur verið deilt um veiðigjaldafrumvarpið en útlit er fyrir enn harðari deilur um frumvarp um stjórn fiskveiða. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Meðal þess sem helst er umdeilt í frumvarpinu til laga um stjórn fiskveiða er: ■ Að 3% framseldrar aflahlutdeildar renni í pott ráðherra. ■ Að framsal verði með öllu bannað frá árinu 2032. ■ Að of hátt hlutfall aflaheimilda verði á höndum ráðherra ■ Að eins árs leiga á aflamarki sé of skammur tími. Það valdi óvissu sem hamli fjárfestingum í sjávarútvegi. Umdeild ákvæði í frumvarpi: afgreiða það. Ýmislegt getur því enn breyst.“ Umræður á þingi hafa einkennst af mikilli hörku undanfarið og Björn Valur segist aðspurður sjá fyrir sér lífleg skoðanaskipti um fiskveiðistjórnunarfrumvarpið. „Þetta er risamál sem hefur klofið þjóðina árum og áratugum saman. Sjávarútvegur stendur samfélaginu nær en aðrar atvinnugreinar, þann- ig að eðlilegt er að deilur standi um kerfisbreytingar. Við verðum að þola að rætt sé um málið, en við verðum að komast að niðurstöðu því að allt er betra en að halda kerfinu óbreyttu.“ Björn Valur segist allt eins eiga von á að ræðutími verði tvöfaldaður fyrir umræðu á þingi. Það muni því taka langan tíma þó áætluð þinglok nálgist óðum. „Við erum undir það búin að sitja hér kvöld, nætur og helgar ef út í það fer. Það er mikið líf framundan.“ thorgils@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.