Fréttablaðið - 01.06.2012, Page 8

Fréttablaðið - 01.06.2012, Page 8
1. júní 2012 FÖSTUDAGUR8 1. Hvar vill listamaðurinn Santiago Sierra að listaverk sitt um borgara- lega óhlýðni verði staðsett? 2. Hvað hannaði Kristján Eyjólfs- son handa Englandsdrottningu? 3. Hvað heitir nýjasta plata Sigur Rósar? SVÖR 1. Á Austurvelli 2. Barmnælu 3. Valtari NEYTENDUR Innanríkisráðuneytið hefur stað- fest að ÁTVR megi ekki dreifa sígarettum sem ekki uppfylla nýjan öryggisstaðal Evrópska efnahagssvæðisins. Um er að ræða hertar regl- ur um hvernig sígarettupappír má brenna. Á vef ÁTVR segir að undanfarið hafi öll sígarettubréf verið að breytast í tregbrennan- lega gerð samkvæmt alþjóðlegum stöðlum: „Í tregbrennanlegar sígarettur er notað bréf sem er þannig samsett að hætta á að kvikni í út frá þeim verður óveruleg ef viðkomandi hættir að draga að sér reykinn, til dæmis ef sofnað er út frá þeim.“ Reglurnar tóku gildi í nóvember í fyrra. Í frétt á vef Neytendastofu segir að ÁTVR hafi óskað eftir því að fá að selja þær sígarettur sem til voru á lager og uppfylla ekki hinn nýja öryggisstaðal. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segist hafa gert verulegar athugasemd- ir við frétt Neytendastofu. „Við getum ekki lesið sömu túlkun út úr ákvörðun ráðuneytisins,“ segir hún. „Við töldum einungis á sínum tíma að eðlilegt væri að staðallinn væri innleiddur á annan máta heldur en að koma eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ Sigrún segir sígarettumagnið sem til var hafa verið óverulegt og fjárhagslegt tjón lítið sem ekkert. Nú hafi einungis tregbrennanleg- ar sígarettur verið í umferð í þó nokkurn tíma. - sv Innanríkisráðuneytið staðfestir úrskurð um bann við söludreifingu á sígarettum: Má bara selja tregbrennanlegar sígarettur Við fjármögnum ferðavagninn þinn Ergo vill aðstoða þig við að eignast ferðavagn Þú finnur draumavagninn þinn og sendir okkur nánari upplýsingar. Saman finnum við svo réttu lausnina til að aðstoða þig við fjármögnunina. Útilegukort fylgja öllum ferðavagnalánum til 15. júní en með kortinu hefur þú aðgang að 44 tjaldsvæðum um land allt. Kynntu þér málið nánar á ergo.is sími 440 4400 > www.ergo.is SÝRLAND, AP „Þeir eru að segja mér að þeir vilji ekki sjá borgara- stríð. Ég hef verið að segja þeim að stefna þeirra muni hjálpa til við að stuðla að borgarastríði,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um afstöðu Rússa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Rússar hafa, eins og Kínverjar, verið andvígir því að öryggisráð- ið heimili ríkjum Sameinuðu þjóð- anna að beita hervaldi eða annars konar beinni íhlutun í málefni Sýr- lands. Bæði Rússar og Kínverjar ítrekuðu þessa afstöðu sína í gær. Clinton brást við með því að gagnrýna harðlega afstöðu beggja ríkjanna. Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, segir mikla hættu á því að borgarastríð hefjist með algjöru öngþveiti í Sýrlandi, nú í kjölfar fjöldamorð- anna í Houla á föstudag. Meira en hundrað manns létu þar lífið, bæði í sprengjuárásum stjórnarhersins og þegar vígasveitir, sem stjórn- arherinn hefur stundum fengið til liðs við sig, gengu hús úr húsi og myrtu fólk. Í gær gerði stjórnarherinn síðan aftur árás á Houla. Hafi einhverjir haft í upphafi trú á friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna og Arababandalags- ins, sem Kofi Annan fyrrver- andi framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna var fenginn til að þrýsta á um, þá virðist sú trú fokin út í veður og vind. Vopnahléð, sem bæði Sýrlands- stjórn og uppreisnarherinn hétu að virða, hefur að mestu verið nafnið eitt, þótt hugsanlega hafi sveitir beggja eitthvað haldið aftur af sér vegna þess. Qassim Saadeddine, herfor- ingi í herliði uppreisnarmanna í Homs, sagði í gær að stjórnarher- inn hafi frest þangað til í dag til að leggja niður vopn samkvæmt því sem um var samið. Að öðrum kosti telji uppreisnarmenn sig ekki þurfa að virða vopnahléð heldur. Riyad Assad, yfirmaður upp- reisnarsveitanna, bar þetta hins vegar fljótlega til baka og sagði stjórnarhernum ekki hafa verið settur neinn frestur. Einnig ítrekaði hann að uppreisnarmenn telji sig bundna af vopnahléssam- komulaginu. gudsteinn@frettabladid.is Segja Rússa stuðla að borgarastríði Þrýst er á Rússa og Kínverja að samþykkja harðari aðgerðir gegn Sýrlandi í Öryggisráði SÞ. Uppreisnar- menn vonast til að vopnahléið verði lýst ónýtt. UMSETNIR FRIÐAREFTIRLITSMENN Á mótmælafundi í bænum Kfarnebel flykktist fólk að bifreið friðargæslumanna Sameinuðu þjóðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ellefu ára drengur í Houla á Sýrlandi, Ali el-Sayed að nafni, segist hafa lagst á gólfið heima hjá sér, sett á sig blóð úr yngri bróður sínum og þóst vera dauður til að villa um fyrir vígamönnum, sem fóru um húsið og drápu foreldra hans og fjögur systkini eitt af öðru. Erfiðast hafi verið að hætta að skjálfa af hræðslu. Vígamennirnir, sem uppreisnarmenn fullyrða að hafi verið á vegum stjórnarhersins, voru síðskeggjaðir en krúnurakaðir. Þeir drápu meira en hundrað manns í fjöldamorðunum á föstudaginn fyrir viku. Nærri helmingur hinna myrtu voru á barnsaldri. Lagðist niður og þóttist vera dauður SÍGARETTA Allar sígarettur sem nú eru til sölu á landinu slökkva í sér innan tveggja mínútna séu þær ekki reyktar. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.